fbpx

Stríðsmálningin

HúðHyljarilorealmakeupMakeup ArtistMakeup TipsSýnikennsla

Ég er alltaf að rekast á myndir á netinu þar sem erlendar makeup skvísur sýna hvernig er best að ýta undir andlitsdættina og móta andlitið með dökkum og ljósum litum. Ég er fyrir löngu komin með leið á þessum erlendu myndum og ákvað að skella í eina svona stuta myndasýnikennslu sjálf :)

Mig langa að taka það fram að þetta geri ég alls ekki á hverjum degi. Þetta er kannski aðeins of mikið af hinu góða svona dags daglega en smellpassar hins vegar fyrir t.d. leikhúsfarðanir. Nei ég nota sömu litatækni bara með öðrum vörum. Ég nota reyndar hyljara til að lýsa upp sömu svæði andlitsins og einmitt oftast sama hyljarann og ég nota í þessari sýnikennslu en þar sem ég set dökka litinn nota ég oftast sólarpúður. Ég nota léttan farða eða BB krem sem ég blanda hyljarann saman við, set létt litlaust púður yfir allt andlitið og skyggi svo með sólarpúðrinu.

Ég byrja fyrst á því að setja litina á andlitin. Hafið í huga að ljósir litir þeir draga fram. Ég set t.d. ljóst undir augabrúnirnar til að lyfta þeim upp svo augnvæðið mitt verður stærra og bjartara. Ég set það líka ofan á kinnbeinin því ég vil draga þau upp. Dökkir litir þeir ýta inn, með þeim búum við til skugga. Ég set t.d. dökka litinn undir kinnbeinin til að ýkja skuggann undir kinnbeinunum og þannig virðast þau standa meira út. Dökka litinn set ég líka meðfram hárlínunni til að ramma andiltið mitt fallega inn og mýkja andlitsdrættina.

contouring15 contouring16 contouring13 contouring12Hér er ég svo búin að blanda litunum saman – hér sjáið þið hvað litirnir tveir geta gert ótrúlega mikið. Ég nota Expert FAce Brush frá Real Techniques til að blanda litunum saman. contouring11 contouring10 contouring9Hér er ég svo búin að bæta við smá kinnalit í kinnarnar, varasalva á varirnar og setja maskara á augnhárin. contouring7 contouring3 contouring2Hér sjáið þið hyljarana sem ég notaði í verkið – þeir eru frá L’Oreal og heita True Match. Ég valdi þá í þetta verk því þeir eru ótrúlega þéttir í sér. Gefa þétta og matta áferð og litirnir í þeim eru mjög sterkir. Þetta eru litir nr. 1 og nr. 5 en þennan ljósari nota ég sjálf á hverjum degi og mæli hiklaust með honum – hann hylur allt!contouringNýtið ykkur samspil ljósa og dökkra tóna til að móta ykkar andlit eins og þið viljið hafa það ;)

EH

Innblástur fyrir hátíðarfarðanir

Skrifa Innlegg

14 Skilaboð

  1. arna

    28. November 2013

    Seturðu engan farða yfir? Ég er alltaf svo hrædd við að gera svona út af því að ég er svo hrædd um að það fari bara allt í eina klessu. Væri gaman að fá videoblogg til að sjá hvernig þú blandar eða dreifir úr stríðsmálningunni :)

    • Bára

      28. November 2013

      Sammála Arna :)
      Væri líka til að vita hvort þú setur farða yfir og hvernig þú dreifir þessu.

      • Reykjavík Fashion Journal

        28. November 2013

        Frábær hugmynd – ég geng í málið í næstu viku ;) En ég set ekki farða yfir heldur blanda ég litunum saman með farðabursta frá Real Techniques ;)

    • Reykjavík Fashion Journal

      28. November 2013

      Nei ég set engann farða heldur nota raunverulega bara hyljarana sem farða – ég dreifi bara ótrúlega vel úr þeim :) En ég er búin að setja þetta niður á næsta upptökuplan og sýni ykkur hvernig ég geri þetta :)

  2. Svart á Hvítu

    28. November 2013

    lol á mynd nr. 2 og 3;) Mér finnst þetta sjúklega fyndið!

  3. Hafdís

    28. November 2013

    Ég hef einmitt stundum pælt í þessu. Gaman að sjá þetta gert. Frábært blogg -kíki reglulega á það :)

  4. Ragnhildur Hólm

    28. November 2013

    …ég ætlaði einmitt að fara að spyrja hvort þú værir ekki til í að gera vídjóblogg, greinilega fleiri í þeim pælingum ;)

  5. Ragnheiður

    28. November 2013

    Video plís!!

  6. Sigrún Jonný

    28. November 2013

    Frábært blogg! Fást hyljararnir á Íslandi? Ég kannast ekki við þá.

    Xx

  7. Lilja Bjarney

    29. November 2013

    True Match hyljarinn, verður hann ekki svona “cakey” undir augunum? Hvernig virkar hann til að fela baugana :D ?