fbpx

Innblástur fyrir hátíðarfarðanir

Innblásturmakeup

Vantar ykkur hugmyndir að förðunum fyrir hátíðirnar – hér eru nokkrar hugmyndir frá mér til ykkar…

Smellið á myndirnar til að sjá þær stærri.

Allar myndirnar eru frá pinterest.com.

Núna í desember ætla ég að taka að mér kynningar fyrir hin ýmsu snyrtivörumerki og vera með aðsetur inní Hagkaup Smáralind. Ég mun auglýsa það betur hér inná síðunni hvenær ég verð þar og fyrir hvaða merki. Ég vona svo sannarlega að þið lesendur verðið dugleg að koma og heimsækja mig :)

EH

Heimaföndur

Skrifa Innlegg

10 Skilaboð

  1. Rannveig Garðarsdóttir

    28. November 2013

    Glæsilegt og gaman að sjá förðun sem var hæst móðins þegar ég var að byrja að mála mig :) en nú er eg eldri , og hef enn mjög gaman af því að vera fallega förðuð en finnst oft vanta góð ráð fyrir eldri konur , t.d. get ég notað eyliner og glimmer augnskugga ?
    Kær kveðja Rannveig

    • Reykjavík Fashion Journal

      28. November 2013

      Ójá það finnst mér :) En þar sem þú ert þá líklega komin með aðeins lausari húð í kringum augun og þá er ef til vill hætta á því að lausir augnskuggar og glimmer færist til þá er kannski gott að nota einhvers konar primer á augnlokin fyrst. Það gæti t.d. verið sniðugt fyrir þig að setja kremaugnskugga fyrst yfir augnlokin – það eru til mjög flottir bæði hjá MAC og Maybelline og svo eru væntanlegir líka flottir kremskuggar hjá Bourjois :)

  2. Berglind Gunnarsdottir

    28. November 2013

    Hæhæ. Mér langar að benda góðlátlega á að það vísa til pinterest.com sem uppruna mynda er svipað og að vísa í google.com. Pinterest er samansafn linka á aðrar síður í formi mynda fyrir utan fáeinar sem notendur hlaða sjálfir inn. Ef maður smellir á þær myndir þá fer maður á upprunalegu síðuna þaðan sem henni var “pinnað”. Bara smá hint fyrir framtíðar pósta ;)

    • Sunna

      29. November 2013

      Afsakið að ég treð mér hérna inn, en ég er einmitt líka búin að vera að hugsa um þetta og velta fyrir mér hvernig maður geti gert þetta vel! Ég sé að sumir bloggarar linka inn á board-ið sem þeir hafa sjálfir pinnað myndirnar á á Pinterest, og þaðan getur maður svo fundið upprunastaðinn (nema þær séu pinnaðar af tumblr, þá er allt í steik!). En réttast væri náttúrulega að linka alltaf á upprunalegu myndina…

      • Reykjavík Fashion Journal

        29. November 2013

        Já þetta er svo sannarlega vandmeðfarið – en það er sniðugt að linka á boardið en þá er náttúrulega hætta á því að þeir sem eru að pósta myndunum séu ekkert að pósa frá upprunastað þeirra… En þetta er nú reyndar samansafn af myndum sem ég hef sankað að mér yfir langan tíma en ég man að þær eru allar af pinterest – svo ég ákvað að setja það með svona til að hafa eitthvað… En ég er að reyna að taka mig á með þetta en reyndar er ég lang mest með myndir sem ég tek sjálf hér inná blogginu mínu þess vegna fatta ég kannski ekki alltaf að merkja svona færslur ;) En ég lofa að taka mig á ég vil ekki vera að græða eða nota mér vinnu annarra – alls ekki bara. En ég er mikið að pæla í þessu sem þið eruð kannski ánægðar að heyra :D

  3. Arna

    29. November 2013

    Hvaða eyeliner mælir þú með til að gera augnförðun í líkingu við þá sem er m.a. á fyrstu þremur myndunum?

    • Reykjavík Fashion Journal

      29. November 2013

      Veistu það að myndirnar eru stilltar á random svo þær birtast alltaf í mismunandi uppröðun hjá hverri og einni. En ég er lang hrifnust af túss eyelinerum mér finnst þeir BESTIR! Er að fara í upptökur f. sýnikennslur í næstu viku ég skal skella í eitt eyeliner video í leiðinni :D

  4. Sunna

    29. November 2013

    Cateye-ið með glimmerinu (mynd þrjú) er kannski það flottasta sem ég hef séð. Ó að maður væri nú aðeins flinkari á blautan eyeliner…