fbpx

Heimaföndur

HeimaföndurJólagjafahugmyndir

Ég er aðeins byrjuð aftur að föndra og í dag kíkti ég við í föndurbúðinni á Dalveginum til að sækja mér smá innblástur. Úr varð að heim með mér kom allt til að gera þessar skemmtilegu luktir. Ég átti reyndar límið sem er Mod Podge – eitthvað varð ég að gera með það fyrst það er ekki æskilegt að nota það í kertaföndrið mitt.

En þetta eru servíettur sem ég lími utan um krukkurnar – set bara lím fyrst á luktina legg svo servíettuna yfir og þrýsti fast að. Svo set ég eina umferð af líminu yfir servíettuna og þá er þetta tilbúið en límið þornar á augnabliki. Svo batt ég tvinna utan um luktirnar og smellti einum köngli á bara til að gera þær aðeins jólalegar. En könglana fékk ég í Ikea.

Í kvöld byrjaði ég líka að föndra aðventukransinn minn en hann fáið þið að sjá innan skamms:)

Ég hafði reyndar ákveðið að jólaundirbúningurinn minn myndi ekki byrja fyr en ég væri búin að koma næsta tölublaði Reykjavík Makeup Journal út. En þar sem það gengur ágætlega hjá mér þá ákvað ég að það væri alveg í lagi að föndra smá og svo skellti ég í fyrstu smákökusortina;)

EH

@ernahrund

Skrifa Innlegg

4 Skilaboð

 1. Bára

  28. November 2013

  Vá hvað þessar eru kjút !! ..hlakka til að sjá aðventukransinn :)

 2. María

  28. November 2013

  Víj, þetta er æðislegt!!! Hvernig lím notarðu?

 3. Helga Kristín

  8. November 2016

  Þetta er rosalega flott. hvar fékkstu servíetturnar? Langar að gera svona fyrir ferminguna hjá dóttur minni og er búin að leita út um allt af svona servíettum með nótum.