Á ÓSKALISTANUM:

ÓSKALISTISNYRTIVÖRUR

Gleðilegan mánudag og áfram Ísland xx

Það er mikill mánudagur í mér í dag og er því tilvalið að gera eitt stykki óskalista og láta sig dreyma. Hér eru nokkrar vörur sem eru á óskalistanum mínum og flestar af þeim eru nýlegar á snyrtivörumarkaðinum.

L’ORÉAL – PURE CLAY BRIGHT MASK

Þetta er nýr maski frá L’oréal en þessi maski á birta, jafna út og gefa húðinni ljóma.. þetta hljómar alltof vel fyrir þreytta vetrar húð. Ég elska hina maskana frá L’oréal þannig ég er mjög spennt fyrir þessum.

L’ORÉAL – PURE CLAY BLEMISH RESCUE MASK

Þetta er líka nýr maski frá L’oréal en hann gerir eiginlega andstæðuna við gula maskann. Þessi maski á að hreinsa húðina mjög vel og hreinsa úr svitaholum. Ég hugsa að þessi og guli maskinn sé góð tvenna eða nota þá á sama tíma, sem sagt setja bláa á T-svæðið og gula á kinnarnar.

 

REAL TECHNIQUES – MIRACLE CLEANSING SPONGE

 

Ég er mjög hrifin af öllu sem við kemur því að hreinsa húðina og þessu er ég mjög spennt fyrir. Þetta er nýr svampur frá Real Techniques og er þetta svampur til þess að hreinsa húðina. Ég held að þetta sé æðisleg viðbót inn í húðrútínuna og sniðugt fyrir þá sem eiga kannski ekki hreinsibursta eða vilja prófa eitthvað nýtt.

 

 

BECCA FIRST LIGHT PRIMING FILTER

 

 

Ég er ekki mikið fyrir primer-a en ég er mjög spennt fyrir þessum því hann gerir allt sem ég vill að primer geri. Þessi primer á að birta til, gefa raka og skilja húðina eftir ljómandi og ferska. Becca er líka á leiðinni til Íslands en þið getið séð allt um það hér.

 

 

URBAN DECAY – 24/7 GLIDE-ON EYE PENCIL Í LITNUM SMOG

 

Ég elska augnblýantana frá Urban Decay, þeir eru silkimjúkir og haldast á mjög lengi. Mig langar að eignast einn brúnan með smá “shimmer” sem hægt er að nota dagsdaglega eða til þess að gera smokey.

 

FENTY BEAUTY PRO FILT’R FOUNDATION

Það er örugglega ekki búið að fara framhjá neinum sem fylgjast mikið með förðunarvörum að Rihanna var að gefa út snyrtivörulínu. Ég er búin að heyra mjög góða hluti um þennan farða og eiginlega alla línuna sjálfa. Þetta er mattur farði, á að haldast á allan daginn, olíufrír og á ekki að setjast í svitaholur heldur verður húðin óaðfinnanleg. Ég er mjög spennt fyrir þessum farða og sjá hvort hann uppfyllir allt þetta að ofantöldu. Rihanna á líka stórt hrós skilið en hún gaf út 40 liti, þannig það ættu allir að geta fundið sinn rétta lit.

 

FENTY BEAUTY – KILLAWATT HIGHLIGHTER Í LITNUM LIGHTING DUST/CRYSTAL

 

Rihanna gaf einnig út nokkra highlighter-a og aðsjálfsögðu er ég mjög spennt fyrir því. Þessi highlighter er tvískiptur en örðu megin er látlaus highlighter og hinum megin er highlighter-inn meira áberandi. Það er hægt að nota þá báða saman eða í sitthvoru lagi. Ég held að þetta sé snilld fyrir þá sem vilja eiga bara eina vöru og hægt að nota látlausa dagsdaglega og hinn á kvöldin, skemmtileg hönnun.

 

MILK MAKEUP – BLUR STICK

Þetta er mjög vinsæl vara frá Milk Makeup en þetta er primer stykki og þú einfaldlega rennir þessu yfir andlitið áður en þú setur á þig farða. Þetta á ekki að stífla svitaholur, leyfir húðinni þinni að anda og gerir yfirborð húðarinnar fallegt. Mér finnst þetta hljóma ótrúlega vel en ég er mjög hrifin af vörunum frá Milk Makeup og alltaf gaman að prófa eitthvað nýtt.

 

GLAMGLOW VOLCASMIC MATTE GLOW MOISTURIZER

Þið vitið eflaust hvað ég elska GlamGlow Glow Starter en það er ótrúlega fallegt ljómakrem sem gott er að setja á húðina áður en maður setur farða. Þetta er andstæðan við það en þetta er matt ljóma krem og að matta húðina en gefa því samt ljóma án þess að vera glansandi. Ég held að þetta sé fullkomið fyrir þá sem eru með olíumikla húð eða setja þetta krem á sig ef maður er til dæmis að fara á árshátíð eða í brúðkaup. Ég er spennt fyrir þessu!

 

URBAN DECAY – EYESHADOW Í LITNUM BAKED

 

 

Síðan en alls ekki síst er það þessi gullfallegi augnskuggi frá Urban Decay. Ein af mínum bestu vinkonum átti afmæli um daginn og ég gaf henni þennan augnskugga í afmælisgjöf, hún var svo ánægð með hann að hún setti hann strax á sig um kvöldið og vá hvað hann er fallegur. Hún setti hann yfir allt augnlokið og blandaði honum síðan út, ótrúlega einfalt og flott.

 

Takk fyrir að lesa xx 

– Guðrún Helga Sørtveit 

Instagram: gudrunsortveit

Snapchat: gsortveitmakeup 


*Færslan er ekki kostuð en inniheldur affiliate links

L’ORÉAL FÖGNUÐUR:

LÍFIÐLOOKSNYRTIVÖRURTÍSKA

Fyrir helgi fór ég & vinkona mín, Hildur Árnadóttir á L’Oréal fögnuð í tilefni þess að HYDRA GENIUS vörurnar frá L’Oréal eru loksins fáanlegar á Íslandi. Viðburðurinn var haldin við Héðinshús út á Granda og heppnaðist ekkert smá vel. Skreytingarnar voru æðislegar – allt í stíl við vörurnar sem kom skemmtilega út. Þessi viðburður fór líklega ekki fram hjá ykkur á samskiptamiðlum en fólk var almennt duglegt að deila myndum á Instagram.

Dagskrá kvöldsins innihélt uppistand, ís frá Valdís, blöðrur, bað (þið lásuð rétt!) & að sjálfsögðu Photobooth sem stóð upp úr þetta kvöldið.. DJ Dóra Júlía hélt liðinu hressu með skemmtilegri tónlist enda er hún æðislegur plötusnúður ..mæli með x

Ég segi bara takk æðislega fyrir mig L’Oréal.. þessu partýi verður seint gleymt!

Myndirnar tók Sigurjón – en ég editaði með VSCO appinu.. svona í samræmi við partýið!

x

Endilega fylgist með mér á Instagram: @sigridurr, & einnig á Snapchat undir nafninu siggamaggaimg_9863

BLUE OBSESSION L’OREAL PARTY

AROUND THE WORLDPHOTOSHOOTSSTYLE

IMG_0657 FullSizeRender 2 copy

At a showroom trying out my dress for the party, and the theme was BLUE so this one was perfect.

IMG_0600 IMG_0606 IMG_0562 IMG_0563 IMG_0382 IMG_0432 IMG_0382 2 FullSizeRender 2

Angela, Cyril (the president of L’oreal) and me 

IMG_0561 IMG_0345

 

Thank you Cyril for this awesome party, it’s gonna be a true memory in my life. <3 I got to meet so many top models, celebs and so fun people at this party. And it was so nice to get to chat and meet Lewis and Bianca again as we been working together before and also the make up/hair/stylist team, and they are such nice people, so kind and I loved to work with them.

And I want to say Thank you to @wearitmyway @Isabellebanham @Thearchshow @Haleycamille for letting me have this beautiful dress. The designer is Eleanore couture.

 

Love
xx
Jennifer

INSTAGRAM: Jenniferbergp & Cookitwithjen

MÍNAR UPPÁHALDS #TRENDNET & #ELNETT MYNDIR

INSTAGRAM

Bráðskemmtilegi leikur okkar á Trendnet í samstarfi við Elnett er í fullum gangi. Sýndu okkur það sem er ómissandi í þinni tösku með mynd á instagram. Flottasta myndin verður valin og verðlaunin eru out of this world. YSL taska að andvirði 130.000 kr. og veglegur L’Oreal gjafapoki.

Ó hvað ég vildi að ég gæti unnið! Mig hefur dreymt um þessa blessuðu tösku í ansi langan tíma enda er hún alveg geggjuð.

Þangað til við tilkynnum aðalvinningshafann ætlum við að gefa nokkra gjafapoka frá L’Oreal. Ég valdi mínar tvær uppáhalds myndir og það eru stúlkur með gott auga sem postuðu þeim:

12599389_452392871638092_790998947_n-620x620

@ingibjorgiris47
12501537_674222232716808_1947951565_n-620x620

 

 

@kristinoskars02

Til hamingju Ingibjörg og Kristín! Endilega sendið mér póst á andrea@trendnet.is til að fá frekari upplýsingar um hvar nálgast skal vinninginn. Allir sem valdir eru fram að aðalvinningi eiga að sjálfsögðu séns á honum líka.

Ég hvet ykkur til að taka þátt og nota myllumerkin #TRENDNET og #ELNETT – ekki skemmir fyrir að hafa Elnett hárlakk með á myndinni. Munið að instagram-ið ykkar verður að vera public til að við sjáum myndirnar!

Saint-Laurent-Monogram_small_velvet_chain_bag_with_tassel

 

 

elnett_840x160-1

 

L’Oreal á Facebook

xx

Andrea Röfn

Ljúfur næturmaski

Ég Mæli MeðHúðlorealNýtt í snyrtibuddunni minniSnyrtivörur

Vörurnar sem ég skrifa um hér fékk ég sendar sem sýnishorn. Það hefur þó engin áhrif á álit mitt á vörunum og eins og alltaf veiti ég hreinskilið álit.

Ég efast nú ekki um það að margar ykkar eru farnar að finna fyrir kulda í húðinni. Kuldinn þurrkar nefninlega upp húðina og þá sérstaklega húð sem er þur fyrir. Kuldinn ertir húðina og stundum, alla vega á þetta við mig, myndast leiðinlegir þurrkublettir í húðinni sem manni bara svíður í! Persónulega virkar ekkert betur fyrir mig en að næra þá húðina vel með olíum og olíuríkum kremum. Ég var því alveg sérstaklega spennt að prófa nýja Nutri Gold næturmaskann frá L’Oreal en Nutri Gold vörurnar eru allar með góðum olíum sem róa húðina, gefa henni raka sem er drjúgur og góður og dregur fram innri glóð húðarinnar!

olíumaski2

Maskinn er notaður þannig að fyrst er borið þunnt lag af kreminu yfir allt andlitið og niður á háls. Nuddið kreminu vel inní húðina þannig það vari alveg inn og bíðið svona smá þar til þið finnið að það er komið vel inní húðina. Takið svo aðeins meira af kreminu og setjið þykkara lag af maskanum yfir andlit og háls og leyfið því að vera á húðinni í 10-15 mínútur og þurrkið það svo af með tökum þvottapoka :)

Húðin verður alveg svakalega mjúk – hún verður bara eins og barnsrass hún verður alveg svakalega mjúk! Olíurnar í maskanum næra húðina svo svakalega vel og gefa húðinni miklu drjúgari raka heldur en mörg önnur rakabindandi efni. Svo húðin fær kærkominn raka í þessum svakalega kulda. Olían róar húðina vel og dregur úr erting og kláða í húðinni af völdum rakataps og kulda. Olíur eru dásamlegar að nota á húðina á veturna. Olíurnar í maskanum eru mjög léttar svo þær eru ekki að fita húðina um of svo allar húðgerðir geta notað þennan dásamlega maska.

olíumaski

Þetta er í fyrsta sinn sem það er fáanlegur maski frá L’Oreal hér á Íslandi og ég tek þessum opnum örmum og er búin að nota hann sem maska sirka 2 sinnum í viku í þrjár vikur núna og er virkielga ánægð með virknina. Svo nota ég það aðeins oftar sem næturkrem og þá set ég bara svona þunnt lag yfir allt andlitið og hálsinn.

Ég sé fyrir mér að krukkan muni endast mér ansi lengi því það sést mjög lítið á henni því það þarf alls ekki mikið af kreminu í hvert sinn. Þó ég segi þykkt lag hér fyrir ofan þá er kremið svo þétt og mikið að það er ekkert of mikið :)

Mæli með þessum fyrir ykkar sem þurfa að gefa húðinni rakabúst og koma henni í enn betra jafnvægi yfir þetta svakalega kuldatímabil. Olían færir húðinni mikla glóð svo hún ljómar að innan. Ég hef lengi verið mikill aðdáandi Nutri Gold varanna og þessi nýja viðbót er fullkomin inní línuna.

Erna Hrund

Topp 10 á Tax Free

Ég Mæli MeðLífið MittmakeupNýjungar í Snyrtivöruheiminum

Vörurnar sem ég skrifa um hér hef ég ýmist keypt sjálf eða fengið sendar sem sýnishorn. Það hefur þó engin áhrif á álit mitt á vörunum og eins og alltaf veiti ég hreinskilið álit.

Jæja dömur og herrar! Þá er komið að Tax Free dögum í Hagkaup sem standa í þetta sinn til 16. nóvember. Glæsilegir jólakassar fylla Hagkaupsverslanirnar svo það er um að gera að tryggja sér flottustu kassana og byrja bara á jólagjafainnkaupunum á enn betra verði.

Ég setti að sjálfsögðu saman minn klassíska Topp 10 lista sem er á aðeins breiðari fleti núna þar sem já það eru voða mikið af stórum vörum á listanum :)

taxfreenóv15

 

p.s. endilega smellið á myndina til að sjá hana og vörurnar stærri :)

1. Double Exposure pallettan frá Smashbox – Nýja stóra Exposure pallettan er sjúk! Ég er bara búin að stara á hana núna alltof lengi af hrifningu en skuggarnir eru gordjöss. Ég hef alltaf verið mikill aðdáandi augnskugganna frá Smashbox og mér finnst þeir með þeim betri hér á landi. Hér eru 12 augnskuggar sem má síðan alla nota blauta en þannig breytist áferðin og þéttingin í litunum svo í raun eru þetta 24 augnskuggar. Fullkomin jólagjöf fyrir einhverja heppna dömu!

2. Kiss & Love pallettan frá YSL – Hátíðin frá YSL er mætt í verslanir og ég ætla einmitt að sýna ykkur aðeins meira með þessari núna á næstu dögum. Hér er virkilega falleg palletta – umbúðirnar eru sjúkar og minna á minnisbók – sem inniheldur augnskugga, kinnalit og varaliti. Litirnir finnast mér virkilega fallegir og áferðin er mjúk og flott og þetta er alveg svona klassísk hátíðarpalletta.

3. Auda(city) París pallettan frá Lancome – Ég var að fá þessa fallegu augnskuggapallettu sem Lisa Eldridge hannaði fyrir Lancome. Litirnir eru sérstaklega innblásnir af París og stemmingunni og litunum sem einkennir þessa fallegu frönsku borg. Það er gríðarlegt úrval af litum og alls kyns áferðum í pallettunni og ég hlakka til að prófa mig áfram með hana.

4. Bold Metals hátíðarsett – Settið inniheldur tvo af mínum uppáhalds Bold Metals burstum, Tapered Blush Brush er sá allra besti ég lýsi honum sem Setting Brush Bold Metals línunnar. Svo er líka Oval Shadow sem mér finnst bestur af þessum silfruðu því með honum ber ég skugga yfir allt augnlokið, skyggi eða blanda um augun. Svo er nýr Angled Powder stór púðurbursti sem er skáskorinn sem er bara í þessu setti sem er bara í takmörkuðu upplagi. Það er um að gera að missa sko ekki af þessu :)

5. Face Mist frá Bobbi Brown – Þið sem þekkið mig vitið að ég er algjör sökker fyrir Face Mist og þetta frá Bobbi var ég að fá núna. Ilmurinn er dásamlegur og er svo frískandi fyrir vitin og bara andlegu hliðina, úðinn sjálfur frískar svo uppá húðina og gefur henni fallega áferð.

6. True Match frá L’Oreal – Minn go to farði í dag, elska áferðina, elska endinguna og elska bara að nota hann. Nýja formúlan er bara alveg dásamleg, sú gamla var ekkert í miklu uppáhaldi þannig lagað en þessi er á toppnum.

7. Hátíðarlökkin frá Dior – Ég rak augun í það í Smáralindinni í dag að hátíðarlínan frá Dior er komin í búðir! Mér finnst að sjálfsögðu allt í lúkkinu ómissandi – en ekki hvað! Naglalökkin eru alveg sjúklega flott og ég hlakka mikið til að prófa þau. Ef maður ætlar að kaupa sér eitthvað smá úr hátíðarlínunni þá ætti naglalakkið að vera þar efst á lista. Litirnir eru ofboðslega hátíðlegir og fallegir.

8. Les Sourcils Definis frá Lancome – Einhverjir þægilegustu augabrúnablýantar sem ég hef prófað. Þetta eru örfínir skrúfblýantar sem eru svo góðir og einfaldir í notkun að maður bara teiknar augabrúnina án þess að það sjáist að hún sé teiknuð. Ég er mikið búin að nota þennan uppá síðkastið en hann kom í helling af litum og er alveg sjúklega góður!

9. Volume Million Lashes Feline frá L’Oreal – Elska þennan nýja og glæsilega maskara með sveigðri gúmmígreiðu, kolsvartri formúlu sem inniheldur líka argan olíu. Augnhárin verða hriklega flott með þessum og hann er algjört must try!

10. Master Brow Palette frá Maybelline – Ég er að dýrka þessa pallettu svona þegar ég vil fá góða mótun á augabrúnirnar en ekki of skarpan og mikinn lit, ekki það að það sé ekki hægt ég næ bara að stjórna því betur með pallettunni frekar en svona lituðu þéttu geli. Í pallettunni er létt litað gel, mattur púðurskuggi og svo highlighter sem er líka æðislegur á restina af andlitinu. Pensillinn sem fylgir er líka svaka góður en hann er tvöfaldur og bara vel hægt að nota hann.

Svo svona aukalega og svona nýtt en bara því það eru að koma jól þá leyfði ég þessari dásemd að fylgja með á listanum…

Fyrir hann, Sauvage frá Dior – Þessi dásamlegi ilmur er sá sem kallinn minn notar og algjörlega minn uppáhalds í herradeildinni um þessar mundir. Ég elska ilminn hann er fágaður og elegant en mjög karlmannlegur. Flaskan er alveg svakaleg flott og virðuleg og það skemmir ekki fyrir að Johnny nokkur Depp er andlit ilmsins. Svo er líka til deodorant með sama ilm og saman er þetta mjög vegleg jólagjöf.

Góða skemmtun á Tax Free!

Erna Hrund

Hárleyndarmálið mitt

Ég Mæli MeðHárLífið MittlorealStíll

Vöruna sem ég skrifa um hér fékk ég senda sem sýnishorn. Það hefur þó engin áhrif á álit mitt á vörunum og eins og alltaf veiti ég hreinskilið álit.

Ég fæ mikið af spurningum um hvernig ég ná að gera svona mikið úr hárinu mínu, hvernig ég næ svona góðri lyftingu í hárrótinni. Lengi vel var leyndarmálið mitt þurrsjampó en nú á ég nýtt sem ég er búin að eiga með sjálfri mér síðustu vikurnar en það er hársprey úr röðum Elnett frá L’Oreal.

Elnett hárlakkið er það þekktasta í heiminum, það kannast allar konur við hárlakkið í gyllta brúsanum enda er þetta algörlega klassískt hársprey sem gefur svakalega gott hald og það besta við það er hve létt það er. Ef maður er ekki ánægður með greiðsluna t.d. og búin að spreya allt hárið svakalega vel þá þarf maður ekki að hafa neinar áhyggjur því hárspreyið er einfaldlega hægt að greiða úr. Það er ekki klístrað það er matt og það er svakalega góð lykt af því!!

Elnett hárlökkin hurfu úr verslunum hér á Íslandi fyrir nokkrum árum síðan en þau eru nú komin aftur og með fylgdu nýjar vörur og eitt af nýju hárspreyunum er hárleyndarmálið mitt…

elnett4 elnett

Hárleyndarmálið mitt: Elnett Satin Volume Excess Hairspray!

Þetta sprey er eitt af þeim nýjustu frá Elnett en það gefur svakalega gott hald og er einhvern vegin smá eins og þurrsjampó líka því það er matt og ég set það beint í hárrótina og hristi vel upp í því og þá bara lyftist hárið mitt – það er eiginlega smá magnað. Svo fær það svo svakalega aukið umfang að hárið mitt virðist alveg svakalega þykkt eins og þið sjáið á þessum hármyndum. Ég er nú með ágætlega þykkt hár en það er nú ekki svona þykkt.

elnett3

Svo eftir að ég hef úðað spreyinu í rót hársins þá ýfi ég það vel upp og fæ þessa sjúklegu lyftingu í allt hárið sem endist allan daginn því spreyið gefur svo gott hald líka. Svo það sem ég elska líka við þessa vöru er það að hvenær sem er yfir daginn get ég hrist uppí því í rótinni ef ég vil breyta eitthvað lögun hársins eða mótun þess.

elnett2

Sjáið þessa lyftingu – love it! Nú er leyndarmálið komið í ljós og ég tek fagnandi á móti Elnett hárlökkunum. Þið vitið ekki hvað ég er búin að sakna þessara gylltu brúsa lengi. En ég prófaði líka að blása hárið uppúr Volume hitavörninni fyrir þessa myndatöku og ég get svo svarið að það gerir líka mikinn mun.

Elnett hárvörurnar eru mjög vinsælar um allan heim og gyllti brúsinn er vara sem allar konur ættu að þekkja og eignast. Volume Excess spreyið sem ég nota í þessari færslu er líka til í 75ml pakkningum svo það er snilld að hafa það með sér í töskunni til að móta hárið upp á nýtt yfir daginn.

EH

p.s. við verðum að ræða þetta tryllta loð/pleather vesti mitt við fyrsta tækifæri!!

Bleikt boð & L’Oreal pallettu sigurvegarar

Lífið MittlorealVero Moda

Ég tek öllum þeim tækifærum sem mér bjóðast til að láta gott af mér leiða fagnandi! Í ár fæ ég að vera partur af teymi sem kemur að Bleika boðinu sem er haldið í tilefni upphafs sölu Krabbameinsfélags Íslands á Bleiku slaufunni.

Bleika boðið verður haldið næstkomandi fimmtudag klukkan 19:45 í Hafnarhúsinu, Listasafni Reykjavíkur. Þar verður boðið uppá ótrúlega flott skemmtiatriði, tónlistaratriði og æðislega tískusýningu þar sem allt það flottasta fyrir komandi árstíðir frá Bestseller á Íslandi verður sýnt. Bestseller rekur verslanirnar Vero Moda, VILA, Selected, Name it og Jack & Jones – svo þið getið rétt ímyndað ykkur hvað þetta verður flott! Það verða dömur frá Reykjavík Makeup School sem sjá um förðunina á fyrirsætunum með vörum frá L’Oreal og lúkkið er sjúklega flott en þar að auki verða allar fyrirsæturnar með falleg haustnaglalökk frá essie.

Síðustu dagar hafa farið í vinnu fyrir undirbúning á sýningunni og ég iða af spenningi fyrir fimmtudeginum. Tumalingur er búinn að vera svo yndislegur í vinnunni með mömmu sinni og sefur allt það helsta af sér.

bleiktboð

Í ár safnar Krabbameinsfélagið peningum til að koma á skipulagðri leit af ristilkrabbameini. Ristilkrabbamein tekur að meðal tali 52 Íslendinga frá okkur hinum á hverju ári. Það er þó eitt af þessum krabbameinum að ef það finnst snemma þá er hægt að grípa inní ferlið. En það hefur aldrei farið fram skipuleg leit að þessu krabbameini og því er alveg einstakt tækifæri að fá að vera partur af þeim hópi sem sameinar krafta sína og berst gegn þessum óvini. Ristill er eitt af þessum líffærum sem við erum kannski ekki mikið að tala um – skítur er mögulega ekkert sérstaklega vinsælt umtalsefni á kaffistofum landsins. En nú þurfum við að breyta því og styðja um leið við þetta flotta málefni sem varðar okkur allar.

Ég vonast til að sjá ykkur allar. Þið getið lagt málefninu lið með því að kaupa Bleiku slaufuna eða happdrættismiða sem verða seldir í bleika boðinu en allt fer að sjálfsögðu beint til Krabbameinsfélagsins. Svo innan skamms fara í sölu glæsileg hárvörulína frá L’Oreal en 70kr af verði varanna rennur til Krabbameinsfélagsins og ef allar vörurnar seljast þá er áætlað að 1 milljón renni beint til málefnisins. Ég segi ykkur betur frá því seinna.

En talandi um L’Oreal – eru ekki einhverjar spenntar að heyra hvaða 10 fá þessa trylltu pallettu sem verður t.d. notuð baksviðs fyrir tískusýninguna í Bleika boðinu!

lorealpaletta7

Fyrst vil ég byrja á að þakka kærlega fyrir æðislegar móttökur við leiknum og TAKK TAKK TAKK fyrir fallegu hrósin***

Screen Shot 2015-09-29 at 9.54.17 AM Screen Shot 2015-09-29 at 9.54.08 AM Screen Shot 2015-09-29 at 9.53.54 AM Screen Shot 2015-09-29 at 9.53.26 AM Screen Shot 2015-09-29 at 9.53.15 AM Screen Shot 2015-09-29 at 9.53.03 AM Screen Shot 2015-09-29 at 9.52.53 AM Screen Shot 2015-09-29 at 9.52.43 AM Screen Shot 2015-09-29 at 9.52.34 AM Screen Shot 2015-09-29 at 9.52.25 AM

Til lukku kæru dömur! Sendið mér línu á ernahrund(hjá)trendnet.is til að fá upplýsingar um hvar þið getið nálgast pallettuna :)

Að lokum vonast ég til að sjá ykkur allar í Bleika boðinu á fimmtudaginn – þetta verður æði! Nú megið þið bara krossleggja fingur með mér og vona að veðrið verði með okkur í liði svo Risaristillinn geti mætt á svæðið – já ég skrifaði RISARISTILL!

EH

Gjafaleikur! La Palette Nude frá L’Oreal

AugnskuggarÉg Mæli MeðlorealLúkkMakeup ArtistNýjungar í Snyrtivöruheiminum

Í sumar keypti ég mér nýju 10 augnskuggapalletturnar frá L’Oreal og ég er búin að ofnota þær síðan þá. Palletturnar innihalda báðar mjög fallega augnskugga og þær samanstanda bæði af möttum og sanseruðum augnskuggum.

lorealpaletta9

Þessi palletta er ótrúlega klassísk því það er frábært að hana eingöngu eða blanda litunum með öðrum augnskuggum. Möttu litirnir eru algjörlega æðislegir til að nota með alls konar litum og það sem ég elska við þessa palettu er það að ljósasti liturinn og sá dekksti eru alveg mattir og maður þarf svo sannarlega reglulega á þessum tveimur litum að halda!

Í tilefni af komu augnskuggpallettunnar – það er verið að dreifa henni í verslanir en hún ætti að vera komin á nokkra af sölustöðum L’Oreal eins og Hagkaupsverslanirnar og svo er hún komin í Kjóla og Konfekt sá ég. En ég ætla í samstarfi við L’Oreal að gefa 10 lesendum pallettuna og það er bara örlítið sem þið þurfið að gera til að eiga séns á einni.

lorealpaletta8

Í gær gerði ég þrjár farðanir á sjálfa mig með pallettunni eina fyrir dag eina fyrir kvöld og svo eina alveg klassíska smokey förðun sem hentar svona við alveg sérstaklea flott tilefni. Það sem þið þurfið m.a. að gera til að eiga séns á pallettunni er að segja mér hvaða förðun ykkur finnst flottustu í athugasemd við þessa færslu…

1. Dagförðun:

lorealpaletta4

Hér gerði ég bara mjög klassíska augnförðun með hlýjum litum, smá skygging í endann og globus línuna. Einfalt og klassískt lúkk sem er auðvelt að byggja ofan á. En ég gerði smokey förðunina ofan á þessa förðun t.d. ;)

lorealpaletta3

2. Kvöldförðun:

lorealpaletta6

Hér rammaði ég inn augnlokið með dökkum litum og notaði svo sanseraða tóna í miðju augnloksins til að draga augnsvæðið fram. Eyeliner með spíss setti svo loka touchið á förðunina!

lorealpaletta5

3. Smokey lúkk:

lorealpaletta2

Klassísk smokey förðun með svörtum möttum augnskugga. Mér finnst alltaf fallegt að hafa brúnt með svörtu smokey og þess vegna var tilvalið að nota dagförðunina sem grunn undir þetta lúkk. Ég setti svo bara matta svarta skuggann yfir, blandaði honum upp eftir augnlokinu og svo setti ég helling af ljósa sanseraða litnum í augnlokin til að birta yfir augnsvæðinu.

lorealpaletta

Þið sjáið að möguleikarnir á augnförðunum eru alveg ótrúlega margir – þetta eru bara þrjár farðanir og ég get sagt ykkur það að ég hef ábyggilega gert svona 30 allt öðruvísi farðanir með pallettuni síðan ég keypti mína í júní – ég elska þessa og ég segi að hún sé möst have í snyrtibudduna – verðið verður líka svakalega flott!!

En til að eiga séns á að vinna eina af þessum 10 pallettum megið þið….

1. Deila þessari færslu á Facebook með því að smella á deila takkann neðst í færslunni.
2. Adda mér á snapchat – ernahrundrfj – til að missa ekki af skemmtilegum bjútítengdum sögum, sýnikennslum já og Tinna- og Tumasnöppum.
3. Skrifa athugasemd við þessa færslu þar sem þið segið hvaða förðun af þessum þremur ykkur finnst flottust – munið að skrifa fullt nafn.

Ég hlakka til að heyra hvað ykkur finnst – ég ætla að draga út eftir helgi á þriðjudaginn :D

EH

PS Fylgist endilega með L’Oreal Snyrtivörur á Facebook til að missa ekki af neinu hjá þessu flotta merki!
L’Oreal snyrtivörur á Facebook

Rakabomburnar mínar

BiothermChanelDiorÉg Mæli MeðHúðLífið MittlorealNýtt í snyrtibuddunni minniSnyrtivörur

Loksins, loksins, Reykjavík Makeup Journal er farið í prentun og ég er komin með fæturnar niður á jörðina og ég er bara alveg svakalega spennt fyrir útkomu blaðsins sem er í næstu viku :)

En blaðið einkennist af sumri, hlýju og brúðkaupum og ég lagði áherslu á að koma með góð ráð til að næra húðina í sól og hita hvort sem það er hér á Íslandi eða á strönd á Spáni. Það er þó um að gera að draga fram það besta í húðinni fyrir sumarið, náttúrulega glóð hennar og fyllingu og það finnst mér allaf best gert með nokkrum drjúgum rakabombum. Mig langaði að deila með ykkur mínum uppáhalds þessa stundina sem eru fullkomnar fyrir sumarið – þessar losa burt gráa og leiðnlega þreytutóna í húðinni og fylla hana af raka og ljóma!

rakabombur

1. Hydra Beauty Serum frá Chanel: Ég féll fyrir þessu serumi um leið og ég prófaði það fyrst. Í fyrsta lagi eru umbúðirnar alveg ótrúlega fallegar og glasið er glæsilegt uppá snyrtiborði. Í öðru lagi þá finnst mér eins og ég fái bara sannarlega rakabomdu í kerfið hjá mér þegar ég ber þetta á húðina. Formúlan er rík af Camellia Micro-Doplets sem er rakamikið efni sem gefur húðinni mikinn raka og fyllingu.

2. Skin Perfection Eye Cream frá L’Oreal: Ég er fyrir löngu síðan farin að nota augnkrem, ég gæti bara ekki lifað án þeirra inní húðrútínunni minni en að mínu mati eru þetta vörurnar sem vekja það mikilvægasta en það er augnsvæðið – það gefur alltaf upp hvort við séum þreyttar eða ekki. Þetta krem er bara einfalt, algjörlega stútfullt af raka og næringarríkt svo húðin verður svo áferðafalleg og ljómandi. Dökkir baugar og þroti hverfur algjörlega, hér er engin beint virkni en bara mikill raki og mikill ljómi. Augnkrem er síðast í rútínunni minni ég set fyrst serum, svo rakakrem og svo augnkrem.

3. Skin Perfection Anti Tiredness Cream L’Oreal: Þreytubaninn, maður verður sko að eiga einn svona. Hér er á ferðinni ljómandi fallegt litað dagkrem sem er þó ekki beint litað. Það er litlaust en þegar það kemst í snertingu við húðina springa út léttar ljómandi litagnir sem blandast fallega saman við húðina og gerir áferð hennar jafna, ljómandi og náttúrulega. Þetta er t.d. mjög flott eitt og sér í sumar eða sem grunnur undir aðra farða. Passið þetta er ekki primer og ég myndi í raun notað það fyrst, svo primer – til að tryggja það að húðin mín fái raka frá kreminu en primer lokar yfirleitt á það t.d. eins og með farða svo þeir endist betur. Svo ef ég set primer á eftir þessu kremi tryggi ég það að húðin mín fái fullt af raka yfir allan daginn án þess að hún drekki í sig raka úr farðanum mínum.

4. Hydra Beauty Hydration Protection Radiance Mask frá Chanel: Uppáhalds rakamaskinn síðan ég prófaði hann fyrst, það sem ég elska við þennan er hversu léttur hann er svo ef mig vantar t.d. bara rakabúst fyrir húðina þá set ég bara þunnt lag af þessum á húðina fyrir nóttina og leyfi honum bara að vera á. Mér finnst þó best að nota fyrst góðan skrúbb eða hreinsimaska og setja þennan svo á. Hydra Beauty línan frá Chanel er alveg dásamleg en nýjasta varan í snyrtibuddunni frá merkinu er einmitt varanæring úr þessari línu sem ég hlakka til að prófa betur og segja ykkur frá;)

5. Hydra Life Sérum Sorbet frá Dior: Nýjasta varan í snyrtirútínunni minni, þetta er líka alveg nýtt rakaserum inní úrvalið hjá Dior. Ég er búin að vera að nota það í svona viku svo ég get kannski ekki beint sagt nákvæmlega hvað mér finnst eða hver árangurinn er en mér líst svakalega vel á þessa vöru so far. Það er alveg svakalega frískandi að bera þetta á húðina á morgnanna en það er svona létt og köld tilfinning sem húðin fær. Formúla serumsins leitast við að örva rakastig húðarinnar og framleiðslu hennar á náttúrulegum raka.

6. Aquasource rakagel frá Biotherm: Þetta er eitt það allra klassískasta frá Biotherm. Ég kann vel við svona rakagel því þau eru svo kælandi og fara mjög hratt inní húðina. Mér finnst þau alltaf gefa húðinni minni svo ofboðslega frískandi og góðan raka. Ég veit fátt betra en góð kælandi gel á sumrin fyrir húðina – þetta er líka eitt það allra besta til að setja á sig fyrir förðun því gelið er svo þunnt og það fer allt inní húðina og skilur eftir sig slétt og fallegt yfirborð.

7. Hydra Life Créme Sorbet Pro-Jeunesse frá Dior: Eins og serumið er hér um frekar nýlega vöru að ræða, en kremið er ekki alveg nýtt heldur er bara búið að betrumbæta formúlu þess. Ég nota þetta þessa dagana á eftir seruminu og formúla kremsins er alveg svakalega mjúk og þægileg fyrir húðina, kremið er svakalega drjúgt og mér líður svo vel í húðinni eftir að ég hef borið það á mig. Sem manneskja með þurra húð hef ég alltaf verið hrifin af Hydra Life vörunum frá Dior og þessi flotta nýja tvenna er frábær viðbót.

8. Aquasource Cocoon frá Biotherm: Eins og hér fyrir ofan þá er þetta gel sem gefur bara samstundis góðan og jafnan raka. Aðalmunurinn er þó sá að þetta er fyrir þurra húð en hitt fyrir normal/blandaða. Hitt finnst mér mjög basic og gott en þegar ég þarf meiri næringu þá finnst mér frábært að grípa í Cocoon kremið. Gott að hafa það á hreinu að grænt er fyrir normal/blandaða og bleikt fyrir þurra/viðkvæma.

Allt sannarlega frábærir rakagjafar sem henta konum á öllum aldri og öllum húðtýpum – hér ættuð þið allar að geta fundið næringu við ykkar hæfi ég passaði sérstaklega uppá það ;)

En að lokum langar mig að segja frá þeim heppna sem fær dásamlega fallega sumarstellið frá Múmín! Ég dró algjörlega af handahófi…

Screen Shot 2015-05-20 at 2.02.33 PM

Innilega til hamingju Saga! Snabbinn þinn tryggði þér þetta fallega sett fyrir sumarið – sendu mér línu á ernahrund(hjá)trendnet.is svo ég geti sagt þér hvar þú getur nálgast vinninginn.

Sumarkveðjur!

EH

Vörurnar sem ég skrifa um hér keypti ég eða fékk senda sem sýnishorn. Það hefur þó engin áhrif á álit mitt á vörunum og eins og alltaf veiti ég hreinskilið álit