fbpx

Ljúfur næturmaski

Ég Mæli MeðHúðlorealNýtt í snyrtibuddunni minniSnyrtivörur

Vörurnar sem ég skrifa um hér fékk ég sendar sem sýnishorn. Það hefur þó engin áhrif á álit mitt á vörunum og eins og alltaf veiti ég hreinskilið álit.

Ég efast nú ekki um það að margar ykkar eru farnar að finna fyrir kulda í húðinni. Kuldinn þurrkar nefninlega upp húðina og þá sérstaklega húð sem er þur fyrir. Kuldinn ertir húðina og stundum, alla vega á þetta við mig, myndast leiðinlegir þurrkublettir í húðinni sem manni bara svíður í! Persónulega virkar ekkert betur fyrir mig en að næra þá húðina vel með olíum og olíuríkum kremum. Ég var því alveg sérstaklega spennt að prófa nýja Nutri Gold næturmaskann frá L’Oreal en Nutri Gold vörurnar eru allar með góðum olíum sem róa húðina, gefa henni raka sem er drjúgur og góður og dregur fram innri glóð húðarinnar!

olíumaski2

Maskinn er notaður þannig að fyrst er borið þunnt lag af kreminu yfir allt andlitið og niður á háls. Nuddið kreminu vel inní húðina þannig það vari alveg inn og bíðið svona smá þar til þið finnið að það er komið vel inní húðina. Takið svo aðeins meira af kreminu og setjið þykkara lag af maskanum yfir andlit og háls og leyfið því að vera á húðinni í 10-15 mínútur og þurrkið það svo af með tökum þvottapoka :)

Húðin verður alveg svakalega mjúk – hún verður bara eins og barnsrass hún verður alveg svakalega mjúk! Olíurnar í maskanum næra húðina svo svakalega vel og gefa húðinni miklu drjúgari raka heldur en mörg önnur rakabindandi efni. Svo húðin fær kærkominn raka í þessum svakalega kulda. Olían róar húðina vel og dregur úr erting og kláða í húðinni af völdum rakataps og kulda. Olíur eru dásamlegar að nota á húðina á veturna. Olíurnar í maskanum eru mjög léttar svo þær eru ekki að fita húðina um of svo allar húðgerðir geta notað þennan dásamlega maska.

olíumaski

Þetta er í fyrsta sinn sem það er fáanlegur maski frá L’Oreal hér á Íslandi og ég tek þessum opnum örmum og er búin að nota hann sem maska sirka 2 sinnum í viku í þrjár vikur núna og er virkielga ánægð með virknina. Svo nota ég það aðeins oftar sem næturkrem og þá set ég bara svona þunnt lag yfir allt andlitið og hálsinn.

Ég sé fyrir mér að krukkan muni endast mér ansi lengi því það sést mjög lítið á henni því það þarf alls ekki mikið af kreminu í hvert sinn. Þó ég segi þykkt lag hér fyrir ofan þá er kremið svo þétt og mikið að það er ekkert of mikið :)

Mæli með þessum fyrir ykkar sem þurfa að gefa húðinni rakabúst og koma henni í enn betra jafnvægi yfir þetta svakalega kuldatímabil. Olían færir húðinni mikla glóð svo hún ljómar að innan. Ég hef lengi verið mikill aðdáandi Nutri Gold varanna og þessi nýja viðbót er fullkomin inní línuna.

Erna Hrund

Kiss & Love

Skrifa Innlegg

4 Skilaboð

 1. Kristey

  19. November 2015

  Frábært að fá svona upplýsingar um gott næturkrem/maska fyrir þurra húð. Þarf eins og svo margar akkúrat á þessu að halda núna. Frábært einnig að loreal vörurnar fást hérna úti á landi fyrir okkur landsbyggðartútturnar mun skunda út í apótek og ná mér í eintak.
  Takk Takk
  Kv. Kristey

 2. Helga

  21. November 2015

  Góðan dag ég er spennt fyrir þessum en veistu hvað hann kostar?kv

 3. Anonymous

  29. November 2015

  Bùin að nota þessa vöru frá þvi ágúst bæði næturkremið og dagkremið og bara æðislegt, mæli sko sannalega með þessari vöru