fbpx

Kiss & Love

AuguÉg Mæli MeðJól 2015Lífið MittMakeup ArtistMakeup TipsNýtt í snyrtibuddunni minniYSL

Vörurnar sem ég skrifa um hér fékk ég sendar sem sýnishorn. Það hefur þó engin áhrif á álit mitt á vörunum og eins og alltaf veiti ég hreinskilið álit.

Ég kemst í hátíðarskap þegar hátíðarlínur merkjanna mæta í verslanir… Sem þýðir að ég er búin að vera í hátíðarskapi í þónokkrar vikur núna… ;)

Fyrstu hátíðarvörurnar sem ég fékk sendar eru frá Yves Saint Laurent en þetta er í fyrsta skipti í nokkur ár sem hátíðarlúkk frá merkinu er fáanlegt hér á Íslandi sem er svo sannarlega tilefni til fagnaðar, alla vega í mínum bókum.

Nú þegar mér finnst svona kominn svona ágætis tími til að fara að tala um hátíðina sem er framundan þá er viðeigandi að hefja leikinn með því að gera förðun með þeirri fyrstu sem ég fékk og gera svo alveg útaf við ykkur með fleiri förðunum á næstu dögum/vikum!

Ég færi ykkur Kiss & Love lúkkið mitt fyrir hátðina 2015…

yslhátíð6

Lúkkið er töffaralegt og stílhreint, það inniheldur klassíska hátíðarliti með smá YSL tvisti eins og ég kýs að lýsa línunni og þá sérstaklega naglalökkunum!

yslhátíð2

Hér sjáið þið vörurnar úr línunni sem ég fékk en það eru þó fleiri vörur í henni eins og vörur fyrir varir…

Hér er það Kiss & Love pallettan sem inniheldur augnskugga, kinnalit og varaliti ásamt burstum sem er vel hægt að nota þó ég velji alltaf sjálf að nota RT burstana mína. Reyndar nýtast svampburstar alltaf best þegar maður vill þrýsta þéttum lit umhverfis augun en ég geri það hér í augnkróknum eins og ég skal útskýra betur hér fyrir neðan.

Pallettan lítur út eins og minnisbók og mér finnst lúkkið alveg gera þessa pallettu. Útlitið og umbúðirnar skipta alveg heilmiklu máli í þessum efnum og án þessara svakalega töffaralegu umbúða væru kannski ekki margir spenntir fyrir litunum svo þetta er svona eiginleikinn sem fullkomnar vöruna. Svo er það hinn dásamlegi Touche Éclat penni sem ég nota í lúkkinu líka sem er með þessu flotta varalita lúkki. Svo eru auk þess tvö mjög hátíðleg naglalökk sem eru með metallic sanseraðri áferð. Í naglalökkunum setur YSL sýan töffaralegu áferð yfir klassíska hátíðarliti sem mér finnst mjög skemmtilegt.

yslhátíð3

Augnförðunina fór ég yfir skref fyrir skref inná Snapchat og ég geri hérna fyrir neðan ágæta tilraun til að lýsa henni vel fyrir okkur svo þið getið kannski apað upp eftir uppskriftinni. En förðunin er mjög dramatísk að mínu mati og fer vel konum sem þola þungar farðanir þar sem pælingin er að gera augun enn meira hringlaga en þau eru. Það geri ég með því að setja skygginguna þéttasta inn í globuslínunna og mynda svona boga í globuslínunni. Ég er nefninlega með ágætlega möndulaga augu á meðan augnlokin eru meira hringlótt svo ég fýla að leggja áherslu á að hafa dýptina í globuslínunni.

yslhátíð

Hér fyrir ofan sjáið þið inn í pallettuna en það eru sumsé fjórir augnskuggar en ég nota reyndar bara þrjá þeirra í þessari förðun, alla nema þann sem er svona gultóna. Hann held ég reyndar að væri mjög fallegur highlighter fyrir þær sem eru með aðeins dekkri húðtón en ég, hann mun gefa húðinni mjög fallegan ljóma.

  • Byrjið á því að grunna augnlokið með augnskugga primer, þannig verður yfirborð augnanna enn betra til að vinna á, augnskuggarnir verða þéttari og flottari og förðunin endist lengur. Gefið primernum sirka 30 sem  til að jafna sig áður en þið byrjið að mála.
  • Ég tek fyrst dökka litinn og set bara nóg af honum í eins konar C yfir augnlokið, set sumsé skugga í alla globuslínuna og fer alveg í innri og ytri augnkrók auganna þannig miðjusvæði augnloksins sé það eina sem er ekki með neinum augnskugga. Setjið bara nóg af iltnum og notið svo blöndunarbursta til að dreifa vel úr litnum og mýkja áferðina.
  • Ég endurtók þetta fyrsta skref tvisvar sinnum því ég vildi mjög ýkta skyggingu í globusinn.
  • Næst tók ég silfurlitaða sanseraða augnskuggann og nota hann eins og eins konar grunnlit í miðju aunloksins. Ég set hann sem sagt í miðju augnloksins og blanda létt saman við dökka augnskuggann en reyni að halda honum samt bara í miðju augnloksins.
  • Næst tek ég svo bronslitaða augnskuggann. Hann er virkilega flottur og gerir förðunina mjög hátíðlega. Hann er þéttur í sér og með sterk pigment en með því að bleyta upp í honum (ég nota Fix+ frá MAC) þá verður hann enn sterkari enn þéttari og fær enn meiri glans. Hann set ég í miðjuna yfir ljósa augnskuggann og blanda og mýki útlínurnar svo áferðin verði mjúk yfir aunglokið.
  • Næst setti ég svo hyljara í kringum augnsvæðið og blandaði svo vel saman við húðina til að geta klárað augnförðunina. Ég geymi yfirleitt húðina þar til augun eru alveg tilbúin sérstaklega þegar ég er að vinna með svona dökka liti.
  • Svo tek ég dökka litinn aftur og set vel af honum meðfram neðri augnhárunum og blanda og endurtek þar til liturinn er orðinn mjög dramatískur. Þá tók ég mjög lítinn og fíngerðan bursta og setti augnskuggan alveg uppvið rót neðri augnháranna og lét hann smám saman deyja út. Ég vildi fá svona létta smokey áferð undir augun.
  • Svo tók ég aftur ljósa sanseraða augnskuggann og bleytti upp í honum (aftur með Fix+ frá MAC) og nota svampbursta sem fylgir með til að þrýsta litnum í innri augnkrókana til að fá þétta metallic áferð. Ég er alveg húkkt á því að gera svona í innri augnkrók augnanna – hafið þið tekið eftir því ;)
  • Næst set ég svo eyeliner og nóg af maskara til að gera umgjörð augnanna enn dramatískari.

yslhátíð5

Svo er ómissandi að koma með góða nærmynd af augnförðuninni…

yslhátíð9

En það sést í raun ekki alveg nógu vel hve dramatísk skyggingin er nema þegar ég er með lokuð augun. Mín augu eru nefinlega þannig að þau síga smá yfir augnlokin þegar ég er með opin augu og þess þá heldur að gera skygginguna í globusnum enn dramatískari!

yslhátíð7

Við lúkkið para ég svo minn uppáhalds YSL varalit Rouge Volupté í lit nr. 1 og Lip Plumper varagloss yfir. Þetta er svona þessi varalitur sem ég gríp svo ofboðslega oft í og hann er alveg á mínum all time topp 10 lista yfir uppáhalds varalitina. Ég ætti kannski mögulega að gera eina svoleiðis færslu fyrir háíðirnar, það væri kannski eitthvað.

Þessi förðun er tilvalin fyrir jólahlaðborð, jólatónleika eða bara eitthvað flott tilefni að kvöldi þar sem þið viljið svona extra flotta og hátíðlega augnförðun.

P.S. Til ykkar sem langar í ártiðan YSL varalit þá ættuð þið að kíkja HÉR en þetta verður einu sinni enn fyrir jól!

Erna Hrund 

Líst þér vel á lúkkið – endilega smelltu á like og láttu í þér heyra***

Lökk úr hátíðarlínu OPI fyrir þig?

Skrifa Innlegg

2 Skilaboð

  1. Rósa

    18. November 2015

    Elsku Erna Hrund. Mig langar til að þakka þér fyrir æðislegt blogg, frábært tímarit og skemmtilegt snapchat :)

    Ég hef alltaf verið algjör asni þegar kemur að förðun og förðunarvörum en það er þér og góðum og auðveldum leiðbeiningum hér og á snapchat að þakka að ég get núna gert augnfarðanir án þess að líta út eins og gleðikona :) Bíð núna spennt eftir RT burstunum sem ég var að panta mér til að geta prófað mig áfram þar sem mig hefur alltaf vantað almennilega bursta.

    Fíla það líka í tætlur að þú ert að nota vörur frá hinum og þessum merkjum sem eru ekki öll rándýr sem gera meðalmanninum það auðvelt að kaupa og prófa vörur án þess að fara á hausinn :)

    Fann mér svo hinn fullkomna maskara fyrir mig eftir ráði sem þú gafst mér á Facebook og er ég ævinlega þakklát fyrir það, leiðinlegri leit hef ég ekki farið í.

    Keep on going, ég fylgist alltaf spennt með.

    Mbk, Rósa.

    • Reykjavík Fashion Journal

      19. November 2015

      Kæra Rósa! Ég roðna nú bara alveg ofan í gólf! Takk kærlega fyrir ofboðslega fallega kveðju, knús og kram til þín***