fbpx

LIFE’S A PEACH: ILMANDI KINNALITUR

Gleðilegan sunnudag, veðrið er búið að vera yndislegt seinustu daga og ég er orðin virkilega spennt fyrir sumrinu. Mér finnst ég alltaf byrja mála mig aðeins öðruvísi þegar það er komið sumar miðað við á veturna. Ég mála mig þá minna og leitast mikið eftir því að húðin sé fersk og ljómandi. Til þess að ná fram þessu ferska og útitekna look-i er mjög mikilvægt að vera með réttan kinnalit.

Ég er ekki mikið fyrir kinnaliti en það er einn sem er búinn að standa uppúr seinustu vikur og er gordjöss! Hann gefur þetta ferska og heilbrigða útlit. Þetta er kinnaliturinn frá L’Oréal sem heitir Life’s a peach.. elska þetta nafn! Það besta við þennan kinnalit er að hann lyktar eins og ferskjur, þið verðið að fara og finna lyktina.

Ég nota oftast engan filter þegar ég er að sýna ykkur vörur á húðinni og þið sjáið þá vonandi hversu ferskur og fallegur þessi kinnalitur er.

*Vöruna fékk greinahöfundur að gjöf

Ég set kinnalitinn alltaf á eplin á kinnunum og dreg hann síðan aðeins upp. Með því að draga kinnalitinn aðeins upp, dregur það fram kinnbeinin. Það er líka eitt trikk sem ég geri alltaf með kinnaliti en það er að setja kinnalit á nefið. Mér finnst það blanda öllu betur saman og maður verður meira útitekin!

Hann gefur fallegan ljóma í kinnarnar en er þó ekki með miklum shimmerkornum heldur verður ljóminn mjög náttúrulegur. Ég er búin að vera nota hann dagsdaglega og sleppa þá highlighter því mér finnst koma svo fallegur ljómi frá kinnalitnum.

Takk fyrir að lesa – life’s a peach xx

Instagram: gudrunsortveit

Snapchat: gsortveitmakeup

FÖRÐUNARSPJALL: SANDRA SIF

Skrifa Innlegg

Skilaboð 1

  1. sigridurr

    1. May 2018

    Vááááá!!!!! Svo fííín!!!