fbpx

Bleikt boð & L’Oreal pallettu sigurvegarar

Lífið MittlorealVero Moda

Ég tek öllum þeim tækifærum sem mér bjóðast til að láta gott af mér leiða fagnandi! Í ár fæ ég að vera partur af teymi sem kemur að Bleika boðinu sem er haldið í tilefni upphafs sölu Krabbameinsfélags Íslands á Bleiku slaufunni.

Bleika boðið verður haldið næstkomandi fimmtudag klukkan 19:45 í Hafnarhúsinu, Listasafni Reykjavíkur. Þar verður boðið uppá ótrúlega flott skemmtiatriði, tónlistaratriði og æðislega tískusýningu þar sem allt það flottasta fyrir komandi árstíðir frá Bestseller á Íslandi verður sýnt. Bestseller rekur verslanirnar Vero Moda, VILA, Selected, Name it og Jack & Jones – svo þið getið rétt ímyndað ykkur hvað þetta verður flott! Það verða dömur frá Reykjavík Makeup School sem sjá um förðunina á fyrirsætunum með vörum frá L’Oreal og lúkkið er sjúklega flott en þar að auki verða allar fyrirsæturnar með falleg haustnaglalökk frá essie.

Síðustu dagar hafa farið í vinnu fyrir undirbúning á sýningunni og ég iða af spenningi fyrir fimmtudeginum. Tumalingur er búinn að vera svo yndislegur í vinnunni með mömmu sinni og sefur allt það helsta af sér.

bleiktboð

Í ár safnar Krabbameinsfélagið peningum til að koma á skipulagðri leit af ristilkrabbameini. Ristilkrabbamein tekur að meðal tali 52 Íslendinga frá okkur hinum á hverju ári. Það er þó eitt af þessum krabbameinum að ef það finnst snemma þá er hægt að grípa inní ferlið. En það hefur aldrei farið fram skipuleg leit að þessu krabbameini og því er alveg einstakt tækifæri að fá að vera partur af þeim hópi sem sameinar krafta sína og berst gegn þessum óvini. Ristill er eitt af þessum líffærum sem við erum kannski ekki mikið að tala um – skítur er mögulega ekkert sérstaklega vinsælt umtalsefni á kaffistofum landsins. En nú þurfum við að breyta því og styðja um leið við þetta flotta málefni sem varðar okkur allar.

Ég vonast til að sjá ykkur allar. Þið getið lagt málefninu lið með því að kaupa Bleiku slaufuna eða happdrættismiða sem verða seldir í bleika boðinu en allt fer að sjálfsögðu beint til Krabbameinsfélagsins. Svo innan skamms fara í sölu glæsileg hárvörulína frá L’Oreal en 70kr af verði varanna rennur til Krabbameinsfélagsins og ef allar vörurnar seljast þá er áætlað að 1 milljón renni beint til málefnisins. Ég segi ykkur betur frá því seinna.

En talandi um L’Oreal – eru ekki einhverjar spenntar að heyra hvaða 10 fá þessa trylltu pallettu sem verður t.d. notuð baksviðs fyrir tískusýninguna í Bleika boðinu!

lorealpaletta7

Fyrst vil ég byrja á að þakka kærlega fyrir æðislegar móttökur við leiknum og TAKK TAKK TAKK fyrir fallegu hrósin***

Screen Shot 2015-09-29 at 9.54.17 AM Screen Shot 2015-09-29 at 9.54.08 AM Screen Shot 2015-09-29 at 9.53.54 AM Screen Shot 2015-09-29 at 9.53.26 AM Screen Shot 2015-09-29 at 9.53.15 AM Screen Shot 2015-09-29 at 9.53.03 AM Screen Shot 2015-09-29 at 9.52.53 AM Screen Shot 2015-09-29 at 9.52.43 AM Screen Shot 2015-09-29 at 9.52.34 AM Screen Shot 2015-09-29 at 9.52.25 AM

Til lukku kæru dömur! Sendið mér línu á ernahrund(hjá)trendnet.is til að fá upplýsingar um hvar þið getið nálgast pallettuna :)

Að lokum vonast ég til að sjá ykkur allar í Bleika boðinu á fimmtudaginn – þetta verður æði! Nú megið þið bara krossleggja fingur með mér og vona að veðrið verði með okkur í liði svo Risaristillinn geti mætt á svæðið – já ég skrifaði RISARISTILL!

EH

Annað dress og nýtt hár!

Skrifa Innlegg

Skilaboð 1

  1. Sæunn Pétursdóttir

    29. September 2015

    Takk fyrir mig :)