FRÁ TOPPI TIL TÁAR: BLEIKT

FRÁ TOPPI TIL TÁAR

Október er fallegasti haustmánuðurinn að svo mörgu leiti og árlega kem ég með áminningu hér á blogginu hversu mikilvægur hann er fyrir marga. Oktober er bleikur mánuður þar sem Krabbameinsfélags Íslands byrjar með sölu á bleiku slaufunni sem í ár er hönnuð af Ásu Gunnlaugsdóttur gullsmið. Ég hvet alla til að kaupa slaufuna í ár og styrkja þannig mikilvægt málefni. Við þekkjum öll einhvern sem hefur greinst með Krabbamein og peningnum sem safnast með bleiku slaufunni er vel varið í dýrmæta hluti. Söfnunarfé Bleiku slaufunnar 2017 rennur til Ráðgjafarþjónustu Krabbameinsfélagsins, sem veitir ókeypis stuðning, fræðslu og ráðgjöf til krabbameinsgreindra og aðstandenda – virkilega mikilvægt starf sem talið var ófullnægjandi í nýrri könnun sem gerð var meðal aðstandana.

Fæst: HÉR

Íslensk fyrirtæki hafa bætt um betur og eru mörg hver að styrkja enn frekar við Krabbameinsfélag Íslands í október með einum eða öðrum hætti.

Ég tók saman bleikar kauphugmyndir frá toppi til táar og fékk að svindla inn einni grárri flík með.

 

 

Nærföt: Lindex, Húfa: PIECES/VILA, Peysa: Duggarapeysa frá Ellingssen, Sokkar: Hansel from Basel/Geysir, Skór: ATP Atelier/Geysir, Kápa: H&M, Lakkrís: Johan Bülow/Epal, Eyrnalokkur: Maria Black/Húrra Reykjavik , Ullarbuxur: 66°Norður

Pósturinn er örlítið persónulegri að þessu sinni þar sem náinn fjölskyldumeðlimur greindist með æxli í lok síðustu viku og liggur í aðgerð í þessum skrifuðu orðum. Helgin hefur því verið mjög erfið í óvissu en ég er bjartsýn á að það sé góðkynja og allt fari vel. Með tárin í augunum sendi ég allar hlýjar hugsanir og sterka orku yfir hafið. Á svona stundu er erfitt að búa í útlöndum og geta ekki verið meira til staðar fyrir sína. <3

Happy shopping!

xx,-EG-.

Elísabet Gunnars á Facebook – HÉR
&

Trendnet á Facebook – HÉR

Betri hárbursti

SHOP

Þið voruð nokkrar sem hrósuðuð hárinu á mér í síðustu viku þegar ég birti myndir af mér með það slegið (aldrei þessu vant) í Kaupmannahöfn. Ég svaraði ykkur með nafninu á hárvörunum sem ég nota og ætla að birta betri póst um þær  fljótlega. Þó vil ég meina að hárburstinn þennan morguninn megi endilega eiga heiðurinn í þetta sinn afþví að mig langar svo að þið flestar fjárfestið í honum líka. Um er að ræða sama bursta og við mæðgur höfum notað lengi – Wet Brush. Þessi tiltekni er þó örlítið betri vegna þess hvaða boðskap hann ber.

Bpro heildsala ætlar sér fallega hluti í oktober með sérmerktum hárburstum merktum Bleiku slaufunni. Burstar sem eru nú þegar farnir í sölu HÉR og á fleiri sölustöðum á landinu. ALLUR ágóði burstana rennur óskertur til Krabbameinsfélags Íslands. Hvorki bpro né sölustaðirnir taka nokkuð til sín. Ég get ekki annað en hjálpað til við að auglýsa slíkt og þá sérstaklega þar sem svo heppilega vill til að ég nota einmitt þessa týpu sjálf.

 

Oktober er mikilvægur mánuður í Krabbameinsfélagi Íslands. Hjálpum til með einum eða öðrum hætti.

 

xx,-EG-.

Elísabet Gunnars á Facebook – HÉR
&

Trendnet á Facebook – HÉR

VERSLAÐ HJÁ KRABB.IS

UmfjöllunVerslað

Stundum er alveg tilvalið að nýta þetta þetta fína blogg mitt undir jákvæðar fréttir og góð meðmæli. Ég er nefnilega á póstlista hjá Krabbameinsfélaginu og fékk rétt í þessu tölvupóst þar sem þau kynna netverslunina sína og ég ákvað því að taka saman nokkrar vörur frá þeim til að sýna ykkur hvað þau eru með fallegt vöruúrval. Því ef einhver á skilið umfjöllun þá eru það líklega þau:)

*Mér finnst ég ekki þurfa að taka það fram, en að sjálfsögðu er þessi færsla ekki kostuð á neinn hátt.

 Ég mæli með að skoða úrvalið hjá Krabb.is ef þú ert í gjafaleit og styrkja þá í leiðinni Krabbameinsfélagið :)

Screen-Shot-2015-04-23-at-22.38.42111

Allt sem er bleikt bleikt …

INSPIRATIONMAGAZINESHOP

Allt sem er bleikt bleikt finnst mér vera fallegt. Ég fór yfir málin í Lífinu , Fylgiriti Fréttablaðsins í dag.

bleikt2 bleikt

Október er mánuður Bleiku slaufunnar, fjáröflunarátaks Krabbameinsfélags Íslands gegn krabbameinum hjá konum. Af því tilefni eru landsmenn allir hvattir til að klæðast einhverju bleiku í einn dag til að sýna samstöðu í baráttunni. Í dag, 16 oktober, er sá dagur runninn upp.

8 3 2 1 6
Þegar kemur að því að taka höndum saman um mikilvæg málefni þá kunnum við Íslendingar að standa saman sterkari sem aldrei fyrr. Í dag verður engin undantekning á slíku. Leggjumst öll á eitt og klæðumst bleiku, hvort sem það sé dregið fram úr skápnum eða fundið á slám verslananna. Það þarf ekki að vera mikið, lítill fylgihlutur dugir til en aðal málið er að taka þátt. Liturinn er til í það mörgum útfærslum að allir ættu að geta borið hann vel.
Í tilefni bleika mánaðarins hafa margar verslanir tekið á það ráð að gefa hluta söluágóða til styrktar málefninu – nú er síðasti séns að gera þar bleik kaup og taka þannig þátt í deginum. Stelið stílnum hér að ofan þar sem sýndar eru nokkrar smekklegar hugmyndir. Hér að neðan hef ég síðan tekið saman kauphugmyndir fyrir þá sem eru á síðasta snúning …

zara_

Buxur: Zara

12119069_10153585192370734_3511729413717558242_n
Nærföt: GK Reykjavík

S0000007329711_F_W40_20150703150741
Sloppur: Lindex

 
F&F
Golla: F&F
Wearhouse
Toppur: Wearhousetopshop
Bolur: Topshop
Hufa_Gotta
Húfa: Gotta

Zara
Rúllukragapeysa: Zara

Allt sem er bleikt bleikt finnst mér vera fallegt …. og enn fallegra þegar málstaðurinn er svo góður.

Njótið dagsins!

xx,-EG-.

Elísabet Gunnars á Facebook – HÉR
&
Trendnet á Facebook – HÉR

Blátt verður bleikt í október

Blue LagoonÉg Mæli MeðHúðSnyrtivörur

Vöruna sem ég skrifa um hér fékk ég senda sem sýnishorn. Það hefur þó engin áhrif á álit mitt á vörunum og eins og alltaf veiti ég hreinskilið álit.

Mér hefur þótt alveg sérstaklega gaman að sjá hve mörg fyrirtæki láta gott af sér leiða í tilefni Bleiks októbers. Mig langaði að segja ykkur frá því að eitt af mínum uppáhalds serumum er nú komið í bleikar umbúðir í þessum mánuði en 20% hverri seldri vöru rennur til Krabbameinsfélags Íslands.

bluelagoonlbleikt

 Hydrating 24H Serum frá BlueLagoon

Hér er um að ræða eitt alveg dásamlegt rakaserum sem gefur húðinni mikinn og drjúgan raka og áferð húðarinnar verður sléttari og jafnari. Ég hef notað þetta reglulega í um 1 og hálft ár núna og ég finn strax mun eftir hvert einasta skipti. Serumið sýndi ég einnig í morgun húðrútínu sögunni minni á Snapchat rásinni minni – ernahrundrfj – um helgina.

Þetta er dásamlegt serum en ég sjálf nota alltaf rakaserum, halló þurr húð! En það er samt alls ekki bara fyrir þurra húð fyrir allar húðgerðir og allan aldur! Við þurfum allar góðan raka til að halda húðinni okkar í jafnvægi og svo okkur líði vel í húðinni. Það sem ég elska við þetta serum er hvað það er drjúgt, það gefur húðinni minni svona vellíðunartilfinningu sem mér finnst ekki öll serum gefa húðinni minni. Formúlan er rík af kísil og þörungum frá Bláa Lóninu en dásamleg samsetning þessarar tveggja virka alveg svakalega vel á mína húð. Það er eitthvað við þessa íslensku eiginleika efnanna og lónsins sem hefur svo góð áhrif á íslensku húðina.

Serumið er borið á alveg hreina húðina, yfirleitt er serumið það fyrsta sem við berum á húðina, það er þynnsta snyrtivaran og hún fer lengra inn í húðina en allar vörur og færir sig og virkni sína svo uppá yfirborð húðarinnar. Svo þarf alltaf að leyfa seruminu að gera sitt og passið því að gefa því sirka 10 mínútur á húðinni áður en þið berið rakakrem yfir hana. Þá er t.d. flott að hella uppá fyrsta kaffibolla dagsins, klæða sig eða bursta tennurnar.

Hvernig væri að bæta við einu dásamlegu serumi inní húðrútínuna og láta gott af sér leiða í leiðinni til dásamlegs málefnis. Svo er nú að koma vetur og það er því tilvalið að byrja snemma og koma húðinni í frábært jafnvægi þegar kemur að rakamyndun og safnað smá rakaforða fyrir kalda daga. HÉR getið þið keypt serumið en það hentar að mínu mati öllum húðgerðum og konum á öllum aldri.

EH

Bleikt boð & L’Oreal pallettu sigurvegarar

Lífið MittlorealVero Moda

Ég tek öllum þeim tækifærum sem mér bjóðast til að láta gott af mér leiða fagnandi! Í ár fæ ég að vera partur af teymi sem kemur að Bleika boðinu sem er haldið í tilefni upphafs sölu Krabbameinsfélags Íslands á Bleiku slaufunni.

Bleika boðið verður haldið næstkomandi fimmtudag klukkan 19:45 í Hafnarhúsinu, Listasafni Reykjavíkur. Þar verður boðið uppá ótrúlega flott skemmtiatriði, tónlistaratriði og æðislega tískusýningu þar sem allt það flottasta fyrir komandi árstíðir frá Bestseller á Íslandi verður sýnt. Bestseller rekur verslanirnar Vero Moda, VILA, Selected, Name it og Jack & Jones – svo þið getið rétt ímyndað ykkur hvað þetta verður flott! Það verða dömur frá Reykjavík Makeup School sem sjá um förðunina á fyrirsætunum með vörum frá L’Oreal og lúkkið er sjúklega flott en þar að auki verða allar fyrirsæturnar með falleg haustnaglalökk frá essie.

Síðustu dagar hafa farið í vinnu fyrir undirbúning á sýningunni og ég iða af spenningi fyrir fimmtudeginum. Tumalingur er búinn að vera svo yndislegur í vinnunni með mömmu sinni og sefur allt það helsta af sér.

bleiktboð

Í ár safnar Krabbameinsfélagið peningum til að koma á skipulagðri leit af ristilkrabbameini. Ristilkrabbamein tekur að meðal tali 52 Íslendinga frá okkur hinum á hverju ári. Það er þó eitt af þessum krabbameinum að ef það finnst snemma þá er hægt að grípa inní ferlið. En það hefur aldrei farið fram skipuleg leit að þessu krabbameini og því er alveg einstakt tækifæri að fá að vera partur af þeim hópi sem sameinar krafta sína og berst gegn þessum óvini. Ristill er eitt af þessum líffærum sem við erum kannski ekki mikið að tala um – skítur er mögulega ekkert sérstaklega vinsælt umtalsefni á kaffistofum landsins. En nú þurfum við að breyta því og styðja um leið við þetta flotta málefni sem varðar okkur allar.

Ég vonast til að sjá ykkur allar. Þið getið lagt málefninu lið með því að kaupa Bleiku slaufuna eða happdrættismiða sem verða seldir í bleika boðinu en allt fer að sjálfsögðu beint til Krabbameinsfélagsins. Svo innan skamms fara í sölu glæsileg hárvörulína frá L’Oreal en 70kr af verði varanna rennur til Krabbameinsfélagsins og ef allar vörurnar seljast þá er áætlað að 1 milljón renni beint til málefnisins. Ég segi ykkur betur frá því seinna.

En talandi um L’Oreal – eru ekki einhverjar spenntar að heyra hvaða 10 fá þessa trylltu pallettu sem verður t.d. notuð baksviðs fyrir tískusýninguna í Bleika boðinu!

lorealpaletta7

Fyrst vil ég byrja á að þakka kærlega fyrir æðislegar móttökur við leiknum og TAKK TAKK TAKK fyrir fallegu hrósin***

Screen Shot 2015-09-29 at 9.54.17 AM Screen Shot 2015-09-29 at 9.54.08 AM Screen Shot 2015-09-29 at 9.53.54 AM Screen Shot 2015-09-29 at 9.53.26 AM Screen Shot 2015-09-29 at 9.53.15 AM Screen Shot 2015-09-29 at 9.53.03 AM Screen Shot 2015-09-29 at 9.52.53 AM Screen Shot 2015-09-29 at 9.52.43 AM Screen Shot 2015-09-29 at 9.52.34 AM Screen Shot 2015-09-29 at 9.52.25 AM

Til lukku kæru dömur! Sendið mér línu á ernahrund(hjá)trendnet.is til að fá upplýsingar um hvar þið getið nálgast pallettuna :)

Að lokum vonast ég til að sjá ykkur allar í Bleika boðinu á fimmtudaginn – þetta verður æði! Nú megið þið bara krossleggja fingur með mér og vona að veðrið verði með okkur í liði svo Risaristillinn geti mætt á svæðið – já ég skrifaði RISARISTILL!

EH

LEGGJUM OKKAR AF MÖRKUM

LÍFIÐ

Ég átti ljúfa byrjun á vikunni þegar ég heimsótti Krabbameinsfélagið á þessum ágæta mánudagsmorgni og afhenti þeim ágóðan af pokasölu Moss by Elísabet Gunnars. Þegar ég samþykkti verkefnið með NTC fannst mér mikilvægt að finna einhverja leið til þess að láta gott að mér leiða á sama tíma. Fyrsta hugmyndin sem kom í kollinn var að framleiða merkta taupoka samhliða fatalínunni sem boðnir yrðu til sölu til styrktar góðs málefnis. Ég notast mikið við sambærilega taupoka sjálf og því var það tilvalið.

FullSizeRender

Flest þekkjum við einhvern sem glímir við þennan hræðilega sjúkdóm og á þeim tíma þegar ég var að velja málefni til að styrkja veiktist amma mín sem varð til þess að ekkert annað en Krabbameinsfélagið kom til greina fyrir mig.

11325843_871666716232587_130294485_n
Sandra Sif tók vel á móti okkur Sylvíu frá NTC

Frá fyrsta söludegi var viðskiptavinum gefinn kostur á að kaupa pokana á 1295 krónur og þökk sé ykkur söfnuðust 100.000 krónur sem ég gat glöð afhent brosmildum andlitum í Hlíðunum í morgun. Margt smátt gerir eitt stórt.

Pokarnir eru uppseldir en það er enn (og alltaf) hægt að leggja Krabbameinsfélaginu lið – HÉR eru nokkrar leiðir sem ég hvet fólk til að skoða.

Takk Gallerí 17 og mikið þakklæti til ykkar sem fjárfestuð í poka.

xx,-EG-.

Elísabet Gunnars á Facebook – HÉR
&
Trendnet á Facebook – HÉR