fbpx

TRENDNÝTT

KAUPUM ÍSLENSKAN varasalva til styrktar Bleiku slaufunni

KYNNING

Bláa Lónið heldur í vana sinn og mun styrkja Krabbameinsfélagið um eitt þúsund krónur af hverjum seldum Rejuvenating Lip Balmvarasalva í tilefni Bleiku slaufunnar nú í október. Elísabet Gunnars sagði frá því í október í fyrra þegar Bláa Lónið gaf 20% af söluhagnaði varasalvans. Í ár gera þau um betur og gefa eitt þúsund krónur af öllum seldum varasölvum.

Bleika slaufan er árlegt átaksverkefni Krabbameinsfélagsins tileinkað baráttunni gegn krabbameinum hjá konum. Söfnunarfé Bleiku slaufunnar stendur undir stórum hluta af þeirri fjölbreyttu starfsemi sem Krabbameinsfélagið stendur fyrir án endurgjalds.

Með því að leggja Bleiku slaufunni lið leggur fólk sitt af mörkum fyrir þær tæplega 800 konur sem greinast með krabbamein ár hvert, fjölskyldur þeirra og samfélagið allt. Yfirskrift átaksins í ár er „Mundu að þú ert ekki ein“ þar sem áhersla er lögð á mikilvægi þess að engin kona upplifi sig eina í veikindum, mikilvægt.

Bláa Lónið hefur klætt sérvaldar vörur sínar í bleikan búning frá árinu 2015 til styrktar átakinu. Í fyrra runnu 20% af söluandvirði varasalvans í október beint til Bleiku slaufunnar og þá söfnuðust 2,6 milljónir króna. Í ár mun hlutfallið hins vegar hækka í 1.000 krónur af hverjum seldum varasalva sem mun renna beint í átakið.

Rejuvenating Lip Balm – varasalvi Bláa Lónsins er næringarríkur og verndandi varasalvi sem er notaður daglega eða eftir þörfum. Hann er ofnæmisprófaður, án parabena og litarefna.

Varasalvinn er sérpakkaður í bleikar umbúðir og seldur í verslunum Bláa Lónsins í Bláa Lóninu, Laugavegi 15, Flugstöð Leifs Eiríkssonar, Hreyfingu Glæsibæ og HÉR

Gerum fallegri bleik kaup í október ….

//
TRENDNET

Haust þrenna SENSAI er á afslætti um helgina

Skrifa Innlegg