fbpx

NÆRIR VARIR OG HJARTAÐ

SHOP

Varasalvinn sem nærir varirnar á mér oft í viku er nú kominn í nýjan bleikan búning í tilefni af bleikum október, það gleður mig að sjá. Ég hef notað þennan varasalva í mörg ár og mæli alltaf með honum og finnst því tilvalið að mæla með honum á blogginu þegar 20% af ágóða sölunnar rennur til Krabbameinsfélagsins. Það nærir hjartað að styðja gott málefni og október er mánuður sem er mikilvægur með meiru hjá Krabbameinsfélagi Íslands. Klæðumst bleiku og kaupum bleikt segir félagið sem finnur fyrir meðbyr frá íslenskum fyrirtækjum úr ólíkum áttum. Síðustu árin hef ég lagt það í vana minn að setja inn bleikar kauphugmyndir hér á bloggið og ég mun að sjálfsögðu halda í þá ágætu hefð og birta hér kauphugmyndir seinna í mánuðinum, tileinkuðum þessum ágæta lit.

 

Minn er orðinn ansi “útlifaður” ef svo má að orði komast.

Fæst: HÉR


Að gefnu tilefni: Þessi færsla er ekki kostuð né samstarf af neinu tagi, ég borgaði fyrir varasalvann í Hagkaup fyrir næstum ári síðan og Bláa Lónið bað mig ekki að skrifa um vöruna. Ég mun þó ekki leggja það í vana minn að setja inn svona upplýsingar en fannst ég knúinn vegna umræðu síðustu daga. Ég mun síðan að sjálfsögðu setja færslur sem innihalda einhvers konar samstarf í flokkinn “Samstarf” og birtist það beint undir heiti færslu.

Happy shopping!

xx,-EG-.

Elísabet Gunnars á Facebook – HÉR
&

Trendnet á Facebook – HÉR

HATA AÐ HAFA ÞIG EKKI HÉR

Skrifa Innlegg

Skilaboð 1

  1. AndreA

    5. October 2018

    þessi er æði, ég er mjög vandlát á varasalva en líka háð þeim og nota þá á hverjum einsata degi og á næturnar líka (true story)
    Þessi er klárlega einn af þeim bestu og ekki verra að styrka gott málefni í leiðinni <3