Betri hárbursti

SHOP

Þið voruð nokkrar sem hrósuðuð hárinu á mér í síðustu viku þegar ég birti myndir af mér með það slegið (aldrei þessu vant) í Kaupmannahöfn. Ég svaraði ykkur með nafninu á hárvörunum sem ég nota og ætla að birta betri póst um þær  fljótlega. Þó vil ég meina að hárburstinn þennan morguninn megi endilega eiga heiðurinn í þetta sinn afþví að mig langar svo að þið flestar fjárfestið í honum líka. Um er að ræða sama bursta og við mæðgur höfum notað lengi – Wet Brush. Þessi tiltekni er þó örlítið betri vegna þess hvaða boðskap hann ber.

Bpro heildsala ætlar sér fallega hluti í oktober með sérmerktum hárburstum merktum Bleiku slaufunni. Burstar sem eru nú þegar farnir í sölu HÉR og á fleiri sölustöðum á landinu. ALLUR ágóði burstana rennur óskertur til Krabbameinsfélags Íslands. Hvorki bpro né sölustaðirnir taka nokkuð til sín. Ég get ekki annað en hjálpað til við að auglýsa slíkt og þá sérstaklega þar sem svo heppilega vill til að ég nota einmitt þessa týpu sjálf.

 

Oktober er mikilvægur mánuður í Krabbameinsfélagi Íslands. Hjálpum til með einum eða öðrum hætti.

 

xx,-EG-.

Elísabet Gunnars á Facebook – HÉR
&

Trendnet á Facebook – HÉR

#konurerukonumbestar

FÓLKINSTAGRAMÍSLENSK HÖNNUN

Nú er mánuður liðinn frá því að við settum í sölu góðgerðabolina fínu. Við fengum ótrúlegar viðtökur og bolirnir sem aðeins áttu að seljast í 100 eintökum seldust margfalt upp !!! Við erum allar í sama liði og ég er svo þakklát fyrir það.

Það hefur verið svo ánægjulegt að sjá ykkur deila myndum á samskiptamiðla og hjálpa þannig til við að dreifa boðskapnum – klappliðið stækkar hratt og örugglega. Við kunnum svo vel að meta allar góðu heimsóknirnar sem við fengum á Laugaveginn, símtölin, snöppin, story og myndirnar á Instagram merktar #konurerukonumbestar.

Verkefnið stendur fyrir jákvæðni og ástríðu fyrir því að vilja breyta neikvæðu hugafari í samfélaginu okkar. Við viljum að konur (og karlar) standi saman og haldi með hvort öðru þegar vel gengur. Áfram við öll! Verum fyrirmynd fyrir okkur sjálf og næstu kynslóð á eftir.

Ég fékk að “stela” þessum Instagram mómentum hér að neðan – TAKK!

Áfram gakk.

xx,-Elísabet Gunnars & AndreA.-

Elísabet Gunnars á Facebook – HÉR
&

Trendnet á Facebook – HÉR

 

KONUR ERU KONUM BESTAR

LÍFIÐSHOPTREND

Rakel Tómasdóttir, Andrea Magnúsdóttir, Elísabet Gunnarsdóttir og Aldís Pálsdóttir ljósmyndari

Gleðilegan Kvenréttindadag kæru lesendur. Ég átti góða stund með góðum konum fyrri part dags þar sem við tókum myndir af nýjum bolum sem fara í sölu seinna í vikunni. Um er að ræða hvíta stuttermaboli sem bera merkinguna: KONUR ERU KONUM BESTAR …hljómar það ekki miklu betur en þessi gamla leiðinlega lína sem við erum vanar að heyra?

Neikvæðni og slæmt umtal virðist vera orðið daglegt brauð í nútíma samfélagi og á netinu virðist fólk hafa leyfi til að ráðast á hvern sem er með orðum. Orð geta verið álög og þetta er eitthvað sem þarf að bæta og helst breyta. Við erum fyrirmyndir komandi kynslóða og þurfum að sýna meiri kærleik og virðingu gagnavart náunganum.

Merktir stuttermabolir með skilaboðum hafa aldrei verið vinsælli og þær vinsældir halda áfram út árið miðað við það sem hátískan sýnir okkur. Við AndreA deilum sömu ástríðu fyrir því að vilja breyta neikvæðu hugafari og gera þannig samfélagið okkar að betri stað. Við ákváðum því að fara þessa leið sem fyrsta skref í því átaki. AndreA selur íslenskum konum klæði hvern einasta dag og mínir lesendur eru 90% konur, þið eruð því einhverjar sem gætuð rekist á þessi skrif og myndir af stuttermabolnum sem minnir okkur á málefnið. Hér ættum við að ná til hóps sem vonandi er á sama máli og vill hjálpa okkur að dreifa boðskapnum enn frekar.

Framtíðin er björt: Magnea dóttir Aldísar, Alba dóttir mín og Ísabella dóttir Andreu.

 

Sem mæður þá leist okkur ekki nógu vel á þann veruleika sem börn okkar alast uppí. Okkur ber skylda að reyna að bæta hann og vera fyrirmyndir og sjá til þess að okkar börn verði einnig góðar fyrirmyndir.
Samstarfið hlaut yfirskriftina ,,Konur eru konum bestar” og þau orð passa svo sannarlega við okkar hugmynd. Lítil breyting á gamalli setningu en risa breyting á hugarfari. Þetta eru hlutir sem við getum stjórnað og það þarf oft ekki mikið til að gera marga mun hamingjusamari. Letrið á bolunum er hannað af Rakel Tómasdóttur ofursnilling og allur ágóði af sölu mun renna til Kvennaathvarfsins.

Hvítum stuttermabolum er hægt að klæðast við öll tækifæri – hægt að dressa upp og niður eftir tilefnum og fyrir fínni tilefni þarf lítið annað en rauðan varalit til að ná heildarlúkkinu. Loréal slóst því með í málefnið og mun varalitur fylgja með öllum bolunum.

Bolurinn fer í sölu á fimmtudagskvöld og ég vona að ég sjái ykkur sem flest þar í góðu geimi. Meira um viðburðinn: HÉR

Ég yrði auðvitað þakklát ef þið gætuð flest deilt þessum bloggpósti með því að smella á “deila” hér að neðan.

Áfram Ísland!

xx,-EG-.

Elísabet Gunnars á Facebook – HÉR
&

Trendnet á Facebook – HÉR

FALLEGRI KAUP: EMPWR PEYSUR

FÓLKÍSLENSK HÖNNUNSMÁFÓLKIÐ

Vinir mínir hjá iglo+indi í samstarfi við UN Women á Íslandi hafa síðustu mánuði unnið að samstarfsverkefni sem nú hefur litið dagsins ljós. Empwr peysan fer í sölu á morgun (fimmtudag).

Peysan er hönnuð bæði fyrir börn og fullorðna og er þetta í fyrsta sinn sem iglo+indi gefur út flík fyrir fullorðna. Allur ágóði sölunnar rennur til reksturs griðastaða UN Women fyrir konur á flótta og er því málefnið virkilega mikilvægt.

Prentið á peysunum er unnið úr mynstri sprottið frá Kamerún þar sem UN Women starfrækja griðastaði fyrir konur á flótta. Þar hljóta konurnar áfallahjálp, nám, atvinnutækifæri, öryggi, kraft og von.

Pressið á play hér að neðan –

PIPAR\TBWA og DÓTTIR gáfu vinnu sína við undirbúning átaksins auk þess sem hljómsveitin East of my Youth lánaði átakinu lagið Stronger.

TEAM iglo+indi öll klædd í EMPWR peysur
Karitas Diðriksdóttir, Höskuldur, Baldvin, Viktoría, Indí og Helga Ólafsdóttir

 

Í tilefni verkefnisins verður slegið upp partýii á Geira Smart og í portinu (gamla Hjartagarðinum) ef veður leyfir. Þar verður peysan seld í fyrsta sinn. Meira: HÉR

Ég hvet sem flesta til að leggja málefninu lið og styðja þannig í leiðinni við bakið á konum á flótta.
Gangi ykkur vel iglo+indi og UN Women.

Áfram Ísland!

xx,-EG-.

Elísabet Gunnars á Facebook – HÉR
&

Trendnet á Facebook – HÉR

FOKK OFBELDI

FÓLKSHOP

English Version Below

Það er komið að því að setja upp hattinn og puttann fyrir UN WOMEN á Íslandi. Í fyrra tók ég þátt í þessu átaki í fyrsta sinn og nú verður þetta vonandi árlegt.

img_2206img_2205

Með því að kaupa #fokkofbeldi húfuna styrkjum við verkefni UN Women sem miða að því að gera borgir öruggari fyrir konur og börn.
Ofbeldi gegn konum, stúlkum og börnum í almenningsrýmum er vandamál um allan heim. Konur sem búa á þéttbýlissvæðum eru tvöfalt líklegri til að verða fyrir ofbeldi, sérstaklega í fátækustu löndum heims samkvæmt rannsóknum á vegum Sameinuðu þjóðanna. Meira að segja í öruggustu borgum heims eins og Reykjavík verða konur fyrir ofbeldi af ýmsu tagi fyrir það eitt að vera konur. Víða um heim er slíkt ofbeldi daglegt brauð sem hamlar konum að lifa eðlilegu lífi eins og að ferðast til og frá vinnu, ganga í skóla eða eiga sér félagslíf.

 

audunn-og-hrafnhildur  katlaogblaerbrynja-og-oliverfullsizerender eva-og-unnsteinn ragna-sara-og-stefan-nota frimann

Myndir: Saga Sig

 

Fokk ofbeldi húfan fæst í verslun Vodafone í Kringlunni og HÉR. Hún er þó eingöngu seld í takmörkuðu upplagi svo fyrstur kemur fyrstur fær!

Gefum ofbeldi fingurinn!

//

UN Woman in Iceland are running their campaign Fuck Violence and by buying a hat you show your support on the subject: HERE

xx,-EG-.

BLEIKA SLAUFAN #FYRIRMÖMMU

ALMENNTINSPIRATIONLÍFIÐ

14528214_10154086668257568_441973830_n14509303_10154086668382568_838305014_n

 

White on white eða red on red … það er greinilegt að sumir voru með þetta in the 80s. ; )

 

Október er að ganga í garð og þá byrjar hið árlega átak Krabbameinsfélags Íslands. Í ár verður áherslan lögð á að vekja athygli á brjóstakrabbameini. Sérstök áhersla verður lögð á fræðslu og forvarnir fyrir konur á aldrinum 40–69 ára, sem eru stærsti áhættuhópur brjóstakrabbameins. Allur ágóði af sölu slaufunnar fara í kaup á nýjum tækjum til brjóstamyndatöku.

Þrátt fyrir að brjóstakrabbamein sé almennt kvennasjúkdómur þá snertir hann okkur öll og allir þekkja konur sem eru þeim kærar. Þá er mamma okkar yfirleitt nærtækt dæmi því að öll eigum við jú, eða höfum átt, mömmu. Herferðin í ár snýr að því að sýna mömmum þakklæti fyrir allt sem þær hafa gert fyrir okkur og að styðja þær, og allar konur, í baráttunni við brjóstakrabbamein.

Mömmur eru bestar. Ég er svo heppin að hafa alla tíð átt tvær, stundum finnst mér eins og að ég eigi fleiri með allar þessar góðu konur í kringum mig. Þið þekkið kannski tilfinninguna.

Nú erum við hvött til að minna á söluna á bleiku slaufunni með því að merkja gamlar myndir með merkingunni #fyrirmömmu á samskiptamiðlum. Þetta er mitt innlegg í að vekja athygli á málefninu.
Ég ætla að kaupa bleiku slaufuna í ár, #FYRIRMÖMMU. Ég hvet ykkur til að gera slíkt hið sama.

 

xx,-EG-.

Elísabet Gunnars á Facebook – HÉR
&

Trendnet á Facebook – HÉR

 

DRESS: #FOKKOFBELDI

DRESSSHOP

Ég bar stolt merkta húfu á höfði í gær – Fokk ofbeldi.
Ég talaði ýtarlega um það frábæra framtak fyrir helgi: HÉR og vil impra á því í dag.

//

Yesterday I wore my new hat. UN Woman in Iceland are running their campaign Fuck Violence and by buying a hat you show your support on the subject.

12736292_10153530674692568_1223332376_n
12746179_10153530674567568_560111054_n

Húfa: Fokk Ofbeldi / Penninn Eymundsson
Jakki: Zara
Leðurjakki: Moss by Elísabet Gunnars
Kjóll: &Other Stories
Buxur: AndreA
Skór: Jeffrey Campbell / GS Skór

Ég held við séum öll sammála því að ofbeldi má bara fokka sér! Sýnum samstöðu og kaupum húfu: HÉR eða í verslunum Eymundsson.

xx,-EG-.

Elísabet Gunnars á Facebook – HÉR

&
Trendnet á Facebook – HÉR

BOB GEFUR SANNA GJÖF

ÍSLENSK HÖNNUNSHOP

Þar sem ég er góðvinur Bob þá má ég til með að deila með ykkur fréttum af honum.

Bob Reykjavik afhenti nýlega UNICEF á Íslandi 250 fyrstu ullarteppin að gjöf, en með hverri seldri Bob vöru þá gefur fyrirtækið UNICEF þetta tiltekna teppi sem heldur hita á börnum í tjöldum flóttamannabúða. Frábært framtak!

5-1-26-Blankets

UNICEF býður uppá þann möguleika að gefa “Sannar gjafir“. Sönn gjöf er miklu fallegri en t.d. blóm eða annað sem við erum vanari að grípa þegar svo ber undir. Þegar fyrirtæki velja þann möguleika að gefa af sér með einhverjum hætti þá gefur það mér aðra upplifun en þegar ég kaupi aðrar vörur. Auðvitað fer BOB, vinur minn, þá leið ..

Bob bolirnir eru uppseldir á Íslandi, en nýlega bættust við háskólapeysur í úrvalið hjá þeim. Ég get ekki annað en mælt með því að þið (kvk) lesendur mínir kaupið þessa í næstu gjöf fyrir ykkar mann. Þar tala ég af reynslu – því ætli ég hafi ekki notað herrapeysurnar á þessu heimili álíka mikið og herra Jónsson. Þær eru hannaðar og seldar sem unisex og því er að sjálfsögðu hægt að fjárfesta fyrir sjálfa sig en ég er bara svo heppin að geta stolist í þær sem til eru á heimilinu – 2 fyrir 1.

Hér að neðan sjáið þið Bob Beautyið Önnu Jiu í M – selur manni lúkkið. Hrafnkell er líka alveg með þetta!

BobReykjavik2_P7A8614BobReykjavik2_P7A8590BobReykjavik2_P7A8527BobReykjavik2_P7A8505BobReykjavik2_P7A8461BobReykjavik2_P7A8449BobReykjavik2_P7A8408BobReykjavik2_P7A8401BobReykjavik2_P7A8334BobReykjavik2_P7A8293BobReykjavik2_P7A8284BobReykjavik2_P7A8247

Myndir: Baldur Kristjáns.

Fallegu BOB-bræður.

Fást í Húrra Reykjavík og HÉR.

xx,-EG-.

Elísabet Gunnars á Facebook – HÉR
&
Trendnet á Facebook – HÉR

Á ALLRA VÖRUM

FRÉTTIRSHOP

Með kökkinn í hálsinum og tárin í augunum verð ég að deila með ykkur myndbandi sem snerti við mér. Árlegt söfnunarátak samtakanna Á allra vörum er nú hafið.

Ár hvert styrkir Á allra vörum mismunandi málefni og í ár taka þau fyrir einelti barna og unglinga. Enginn má láta helgina líða án þess að kynna sér framtakið …

11986337_10153596509714648_2724209160406967335_n 12004128_10153596509724648_809929583910596695_n

Einelti er ógeð (!!) og það á enginn að þurfa að upplifa slíkt. Hjálpumst að við að gera heiminn betri. Pressið á play hér fyrir neðan. Auglýsingin er svakalega átakanleg þetta árið svo hafið pappír við hönd.

Í dag hefst sala á Á allra vörum varasetti frá Benecos. Ágóði af sölu glossins rennur til stofnunar samskiptaseturs fyrir þá sem glíma við einelti. Varasettið fæst á yfir 150 sölustöðum um land allt og gefa allir söluaðilar sitt framlag.

7521233ece1598a7gloss

HÉR getur þú fjárfest í þínu eintaki.

Áfram Ísland!
Meira: HÉR

xx,-EG-.

 Elísabet Gunnars á Facebook – HÉR
&
Trendnet á Facebook – HÉR

GLEÐILEGAN MOTTUMARS

FÓLKÍSLENSK HÖNNUN

Nýr mánuður er genginn í garð, ótrúlegt en satt. Marsmánuði fylgir frábært framtak – M O T T U M A R S.
 Árlega greinast á Íslandi að meðaltali 725 karlar með krabbamein. Mottumars hjálpar til í baráttunni gegn sjúkdómnum og allir geta tekið þátt. 
Þetta árið lögðu fjölmargir glæsilegir karlmenn Mottumars lið með þessari frábæru auglýsingu á framtakinu. Pressið á play, ég mæli með því.

Íslenskt, já takk.
Ég hlakka til að fylgjast með frá degi 1.

xx,-EG-.