fbpx

Fallegri kauptips í boði UN WOMEN: Fokk Ofbeldi bolurinn kominn í sölu

ÍSLENSK HÖNNUNSHOP

 

UN Women á Íslandi hefja sölu á glænýjum Fokk ofbeldi bol í dag. Allur ágóði rennur til verkefna UN Women til upprætingar á ofbeldi gegn konum og stúlkum í Líbanon. Ég er nú þegar búin að fjárfesta í einum slíkum þegar þetta er skrifið, endilega hermið sem flest eftir þeim góðu kaupum með því að smella: HÉR

UN Women á Íslandi fengu söngkonuna GDRN til leggja átakinu lið en FO langerma bolurinn skartar ljóði GDRN sem er táknrænt fyrir baráttuna gegn kynbundnu ofbeldi á bakhlið bolarins. Ótrúlega vel heppnað ..

Eins og áin.

Breytileg og kröftug.

Straumþung og flæðandi.

Hún tekur óvæntar stefnur.

Stundum er lítið í henni.

En sama hvað heldur hún áfram að streyma.

Saman stýrum við straumnum.

-gdrn

FO bolurinn er rjómalitaður í oversized sniði úr mjúkri bómull. Framan á er ljósmynd eftir Önnu Maggý sem sýnir FO á táknmáli. Aftan á er frumsamið ljóð eftir GDRN um baráttuna gegn kynbundnu ofbeldi. Aldís Alma Hamilton lagði einnig átakinu hjálparhönd og myndar FO á íslensku táknmáli.

Allur ágóði sölunnar rennur til verkefna UN Women til upprætingar á ofbeldi gegn konum og stúlkum í Líbanon.Konur og stúlkur í neyð eru sérstaklega berskjaldaðar fyrir kynbundnu ofbeldi. Sprengingarnar í Líbanon, 4. ágúst síðastliðinn, Covid-19 faraldurinn og djúpstæð efnahagskreppa veikja einnig stöðu kvenna og stúlkna þar í landi. 

Með því að kaupa FO bolinn tekur þú þátt í að veita konum og stúlkum í Líbanon neyðaraðstoð, vernd, öryggi og kraft til framtíðar. 

Vodafone er bakhjarl átaksins og gerir okkur kleift að senda allan ágóða sölunnar til UN Women í Líbanon. 

FO bolurinn kostar 7.900 kr. og er framleiddur í takmörkuðu upplagi.
Mikið elska ég að gefa þessi fallegu kauptips ár hvert – smelltu hér!

 

xx,-EG-.

@elgunnars á  Instagram

 

FRÁ TOPPI TIL TÁAR: BACK TO SCHOOL

Skrifa Innlegg