fbpx

FRÁ TOPPI TIL TÁAR: BLEIKT

FRÁ TOPPI TIL TÁAR

Október er fallegasti haustmánuðurinn að svo mörgu leiti og árlega kem ég með áminningu hér á blogginu hversu mikilvægur hann er fyrir marga. Oktober er bleikur mánuður þar sem Krabbameinsfélags Íslands byrjar með sölu á bleiku slaufunni sem í ár er hönnuð af Ásu Gunnlaugsdóttur gullsmið. Ég hvet alla til að kaupa slaufuna í ár og styrkja þannig mikilvægt málefni. Við þekkjum öll einhvern sem hefur greinst með Krabbamein og peningnum sem safnast með bleiku slaufunni er vel varið í dýrmæta hluti. Söfnunarfé Bleiku slaufunnar 2017 rennur til Ráðgjafarþjónustu Krabbameinsfélagsins, sem veitir ókeypis stuðning, fræðslu og ráðgjöf til krabbameinsgreindra og aðstandenda – virkilega mikilvægt starf sem talið var ófullnægjandi í nýrri könnun sem gerð var meðal aðstandana.

Fæst: HÉR

Íslensk fyrirtæki hafa bætt um betur og eru mörg hver að styrkja enn frekar við Krabbameinsfélag Íslands í október með einum eða öðrum hætti.

Ég tók saman bleikar kauphugmyndir frá toppi til táar og fékk að svindla inn einni grárri flík með.

 

 

Nærföt: Lindex, Húfa: PIECES/VILA, Peysa: Duggarapeysa frá Ellingssen, Sokkar: Hansel from Basel/Geysir, Skór: ATP Atelier/Geysir, Kápa: H&M, Lakkrís: Johan Bülow/Epal, Eyrnalokkur: Maria Black/Húrra Reykjavik , Ullarbuxur: 66°Norður

Pósturinn er örlítið persónulegri að þessu sinni þar sem náinn fjölskyldumeðlimur greindist með æxli í lok síðustu viku og liggur í aðgerð í þessum skrifuðu orðum. Helgin hefur því verið mjög erfið í óvissu en ég er bjartsýn á að það sé góðkynja og allt fari vel. Með tárin í augunum sendi ég allar hlýjar hugsanir og sterka orku yfir hafið. Á svona stundu er erfitt að búa í útlöndum og geta ekki verið meira til staðar fyrir sína. <3

Happy shopping!

xx,-EG-.

Elísabet Gunnars á Facebook – HÉR
&

Trendnet á Facebook – HÉR

SUNNUDAGS INNBLÁSTUR: BRÚÐKAUP

Skrifa Innlegg