fbpx

SUNNUDAGS INNBLÁSTUR: BRÚÐKAUP

Það er eitt sem truflar einbeitinguna hjá mér þessa dagana. Það er brúðkaup mitt sem er á planinu fyrir næsta sumar.  Ég held að ég sé að segja frá því í fyrsta sinn hér á blogginu? Þið fáið að fylgjast með undirbúningi ef áhugi er fyrir slíku og mér þykir það líklegt miðað við öll kommentin sem ég fékk frá fylgjendum á Instagram þegar ég kom brúðkaupinu óvart að á story fyrir stuttu.

Aldrei hefði mér dottið í hug hversu tímanlega maður þarf að vera með vissa hluti. Kirkjan er bókuð en salurinn er enn í vinnslu .. allar ábendingar vel þegnar þar. Við höfum skoðað fjöldan allan af staðsetningum sem gætu hentað en annað hvort er salurinn of lítill eða uppbókaður!! Mig langar helst að vera með fallegt íslenskt umhverfi hvort sem það sé í borginni eða rétt fyrir utan. Stolti Íslendingurinn vill státa sig af fegurð landsins okkar við útlendingana sem eru á gestalistanum.

Þessar myndir að neðan mega vel vera titlaðar sem sunnudags innblástur .. bjartur brúðar innblástur sem er kominn í mína möppu á desktopinu.

//

I have something that is stealing my focus these days – my planned wedding next summer. It’s so much to think about, the church is booked but the location for the celebration isn’t and it seem to be harder than I thought . It’s either to small or already booked.

My Sunday inspiration today is wedding inspiration.

 

Sorry hversu margar myndirnar eru í albúminu en ég leyfði bara öllum að flakka með og vona að þið njótið góðs af því.

Ég hlakka svo til ….

xx,-EG-.

Elísabet Gunnars á Facebook – HÉR
&

Trendnet á Facebook – HÉR

GÓÐA HELGI

Skrifa Innlegg

7 Skilaboð

 1. Svart á Hvítu

  22. October 2017

  Loooove it <3
  Þú ert eftir að finna hinn fullkomna sal það er ég sko viss um xx

 2. Anna

  22. October 2017

  Rafveitusalurinn í Elliðárdal er dásamlegur

 3. Ellen

  22. October 2017

  Kjarvalsstaðir í hjarta borgarinnar og með dásamlegu umhverfi:)

 4. Unnur Jona

  26. October 2017

  Finna bara staðinn og skella svo upp risa partytjaldi :)