fbpx

BLEIKAR KAUPHUGMYNDIR ÚR ÍSLENSKUM VERSLUNUM

SHOP

Ég held í vana minn og deili með ykkur bleikum kauphugmyndum í bleikum október. Ég hef verið að fá beiðni um að lesendur vilji fá oftar kauphugmyndir frá mér á blogginu og ætla þessvegna að reyna að verða við þeirri bón.

Margir gætu ætlað að bleikt væri erfiður litur að klæðast þegar við verðum svolítið grá á þessum tíma, sumarljóminn hverfur vissulega þessar vikurnar en við megum ekki vera hrædd við að klæðast litum þrátt fyrir það. Ég myndi para bleikt við brúna tóna og reyna þannig að falla inn í fegurð haustlitanna. Prufið endilega að leika það eftir.

Allar vörurnar hér að neðan fást í íslenskum verslunum. 

 

 

  1. Sokkar: Nors Projects // Húrra Reykjavik
  2. Pallíettu bolur: Íslenskt já takk frá Hildi Yeoman // YEOMAN Skólavörðustíg
  3. Bleiki sæti “pungur”: Lindex
  4. ROTATE kjóll: GK Reykjavík
  5. 66°Norður setur bleiku húfuna í sölu árlega í október, 1000 krónur af sölu hennar fer til Krabbameinsfélags Íslands. Fæst: HÉR
  6. Veljum bleikar rósir í tilefni af bleikum október. Ég kaupi mín blóm hjá 4 árstíðum þegar ég er á Íslandi.
  7. Ég elska danska merkið STAND official og hef áður komið því til skila á mínum miðlum. Þessi bleika kápa frá merkinu er algjört æði og fæst í GEYSI
  8. TEKLA ullarteppi: Norr11
  9. Adidas strigaskór með bleiku ívafi: Kaupfélagið
  10. Bleikar neglur frá Essie. Þessi litur heitir Lovie dovie og rennur 30% af veltu hans í október til Krabbameinsfelagsins.
  11. Habanera kjóllinn hennar Andreu er svo bjútífúl. Mæli með að velja bleikan en hann kemur í nokkrum litum. Fæst: HÉR

 

Happy shopping og góða bleika helgi  ?

xx,-EG-.

RÓMANS Í REYKJAVÍK

Skrifa Innlegg