fbpx

MIKILVÆGI MOTTUMARS

FÓLKFRÉTTIR

Góðan daginn og gleðilegan Mottumars! Já, það er ennþá mars og sá mánuður er svo sannarlega mikilvægur fyrir Krabbameinsfélag Ísland sem fer fyrir árveknisátaki um krabbamein hjá körlum á þessum tíma. Íslenskir karlmenn safna mottu (undirrituð er ekki alltaf að elska það lúkk þó ég viti mikilvægið sem felst í þessu skeggi) og almenningur kaupir sér sokka, sem eru mismunandi ár hvert (sérstaklega flottir í ár), til styrktar góðu málefni.

Krabbameinsfélagið er alfarið rekið á styrktarfé frá almenningi – og er sokkasalan einn af hornsteinum fjáröflunar félagsins. Sokkana má nálgast í vefverslun.krabb.is og í verslunum víða um land.

Day off byrjaði svona … eru ekki allir búnir að kaupa sér sokka?
Fást: HÉR


TRENDNET HEFUR ALLTAF TEKIÐ ÞÁTT Í ÞVÍ AÐ KYNNA ÁTAKIР

 

Allir upp með sokkana, fyrir góðan málstað!
Ég mæli með.

xx,-EG-.

@elgunnars á Instagram

DRESS: 101

Skrifa Innlegg