fbpx

NÝR OG SPENNANDI MASKARI: UNLIMITED

FÆRSLAN ER EKKI KOSTUÐSNYRTIVÖRUR

You don’t have limits, so why should your lashes?

Það er að kominn nýr maskari frá L’Oréal sem ég er ótrúlega spennt fyrir sem heitir Unlimited. Maskarinn er mjög frábrugðinn öðrum möskurum að því leytinu til að það er hægt að beygja maskarann. Þetta er fyrsti maskarinn sinnar tegundar sem hægt er að beygja skaftið. Það er mjög góð og gild ástæða fyrir því að maskarinn beygist en þá kemst burstinn til allra litlu háranna og auðveldar maskaraásetninguna. Þessi aðferð er komin frá förðunarfræðingum en þeir hafa notast við þessa tækni í mörg ár.

 

Mér finnst útlitið á maskaranum einstaklega töff og það er ákveðin klassi yfir honum.

Burstinn á maskaranum er gúmmíbursti sem greiðir vel í gegnum öll hárin. Maskarinn er kolsvartur, lengir, þykkir og aðskilur augnhárin. Formúlan er þannig gerð að maskarinn á ekki að smita frá sér og er langvarandi.

Ég er ótrúlega spennt að prófa þennan maskara og mjög forvitin!

Takk fyrir að lesa xx 

– Guðrún Helga Sørtveit 

Instagram: gudrunsortveit

TRAVEL WITH STYLE

Skrifa Innlegg