fbpx

Nýtt í skóskápnum

FallegtFarðarFW2014Lífið MittNýtt í FataskápnumStíllTrend

Þá eru fyrstu skórnir sem eru eyrnamerktir fyrir haustið mættir í skóskápinn. Ég losaði mig við slatta af skóm núna fyrir stuttu vegna flutninganna og mér líður hálfpartinn eins og ég eigi enga skó – nýlega tapaði ég líka þremur nike skópörum í smá slysi sem er ekki alveg vert að fara nánar útí :(

Þegar ég sá þessa fallegu skó þá vissi ég strax að ég yrði bara að eignast þá – liturinn og áferðin í honum heillaði mest og ég held að þessi litur komi sterkur inn í fataskápinn minn fyrir haustið…

biancorauðir2 biancorauðir3 biancorauðir4 biancorauðir5

Skórnir eru úr nýjustu sendingu Bianco en ásamt þessum sem ég fékk mér komu líka aðrir skór svona aðeins meira grunge legir og með háum hæl í þessum lit. Ég hlakka til að spóka mig um í þeim sem fyrst og mýkja þá til fyrir haustið. Skórnir eru dáldið eins og þeir séu lakkaðir og áferðin glansandi og falleg. Með skónnum fékk ég efni til að verja þá en þó skór séu úr gerviefni er mikilvægt að passa uppá þá svo þeir haldist einmitt svona fallegir áfram. Ég get stundum verið algjör skóböðull en hún Elísabet mín í Bianco hefur tekið mig rækilega í gegn og kennt mér að hugsa vel um skónna mína:)

Fyrir áhugasamar þá kosta þessir fínu skór 14990kr og það eru ekki mörg pör eftir!

Maður getur alltaf á sig skóm bætt – ekki satt?

EH

p.s. ásamt þessum fallegu vínrauðu skóm réðst líka svart naglalakk í safnið í gær sem ég held að verði líka eitt af aðaltrendum haustsins míns!

Fyrsti skóladagurinn #ATFsmáralind

Skrifa Innlegg

2 Skilaboð

  1. Þorbjörg

    15. August 2014

    mig langar að sjá meira af þessri skyrtu :) hvaðan er hún?