fbpx

VILT ÞÚ HREINA & LJÓMANDI HÚÐ?

HÚÐUMHIRÐASAMSTARF

HI!

færslan er unnin í samstarfi við Húðfegrun*

Undanfarna mánuði höfum við verið í samstarfi við Húðfegrun og fengið að prufa hjá þeim nokkrar dásamlegar húðmeðferðir. Sú meðferð sem við ætlum að segja ykkur frá í dag heitir húðslípun.

Í húðslípuninni er notað Silk Peel húðslípunar tæki. Notaðir eru kristallar og demantar til að fjarlægja ysta lag húðarinnar. Með því að fjarlægja ysta lag húðarinnar fær húðin aukinn ljóma ásamt því að svitaholur virka minni og þéttari. Meðferðin er ótrúlega góð til þess að fjarlægja óhreinindi, stíflur og húðfitu sem er föst djúpt í húðholunum sem við náum ekki með hreinsi.

Mælt er með því að taka 3-6 meðferðir í röð með viku millibili til að ná hámarks árangri. Við höfum tekið þrjár húðslípunarmeðferðir og eigum eina eftir þegar þetta blogg er skrifað.

Eftir húðslípunina höfum við passað að farða okkur lítið sem ekkert í 24 tíma eftir á og einungis sett gott rakakrem sem inniheldur „ceramides“ sem verndar húðina gegn umhverfinu og viðheldur raka hennar. Við höfum séð og fundið mikinn mun á húðinni okkar eftir þessar þrjár meðferðir en aðallega á því hvað húðin hreinsast vel. Í húðslípuninni er verið að ná í óhreinindi ofaní svitaholunum sem við höfum ekki náð sjálfar með venjulegum hreinsi eða skrúbbum. Í húðmeðferðinni er einnig hálsinn tekinn og slípaður og kom það okkur skemmtilega á óvart hversu mikinn mun er að sjá á hálsinum okkar. Í dag eru komnar nýjar línur á hálsinn á fólki sem hafa verið skírðar „tech-lines“ og stafa þær af ofnotkun snjallsíma. Eftir þrjú skipti í húðslípun sáum við gríðarlegan mun á þessum línum og veitir það ekki af miðað við snjallsíma notkun okkar….

Sjáanlegur munur er á svitaholunum okkar en þær eru orðnar minna sýnilegar og aukinn ljómi kominn í húðina. Það hefur verið hrein unun að farða húðina eftir þessar meðferðir hjá Húðfegrun en það er líklega ekkert skemmtilegra fyrir förðunarfræðinga heldur en að farða hreina, ljómandi húð!

Við erum gríðarlega spenntar fyrir síðasta skiptinu í húðslípun en því seinkaði því miður aðeins útaf dottlu..
Það mun koma part 2 af þessu bloggi þar sem við tökum fyrir húðslípun á baki en önnur okkar hefur verið að glíma við miklar bólur á baki og viljum við klára öll 4 skiptin áður en við segjum ykkur frá því.

Húðfegrun bjóða uppá gjafabréf af öllum meðferðum hjá sér og mælum við eindregið með að gefa gjafabréf í jólagjöf.


________

Instagram @the_hibeauty
thehibeauty.com
makeupschool.is

GLAMISTA HAIR

Skrifa Innlegg