fbpx

GLAMISTA HAIR

HÁR

HI!

Okkur langar að segja ykkur frá glænýju snyrtifyrirtæki sem við erum ótrúlega spenntar fyrir. Það er ekki mikið um íslensk fyrirtæki í snyrtivörubransanum og hitti þetta því beint í hjartastað!
Glamista Hair er glænýtt vörumerki sem sérhæfir sig í hári! Já þið heyrðuð rétt hári. Nú getur þú skipt um hárlit eftir dögum og verið með sítt hár einn daginn og stutt þann næsta!

Konurnar á bakvið vörumerkið eru Tanja Ýr & Kolbrún Elma og hafa þær unnið við að byggja upp þetta vörumerki í rúmlega ár, en eins og kemur fram í nýjasta podcastinu okkar, þá höfðu þær stöllur verið með hugmynd af snyrtivörufyrirtæki á bakvið eyrun í mörg ár.  Við töluðum aðeins við Tönju um gervihár og þróun þess í gegnum árin og komumst að því að þetta er framtíðin í snyrtiheiminum. Við sjáum myndir af fræga fólkinu á hverjum degi með mismunandi hárliti og klippingar og er það allt gervihári og hárkollum að þakka.

Fyrsta vara Glamista eru tögl en þau eru gerð úr gervihári sem er mýkra en flest allt sem við höfum snert. Töglin eru sáraeinföld í notkun en það eina sem þú þarft að gera er:

  • Gera tagl eða snúð í þitt eigið hár
  • Taka gervi taglið og festa það efst hjá teyjunni
  • Vefja því síðan utan um þitt eigið tagl
  • Festa það vel með spennum og þú ert ready to go!

Töglin koma í fimm mismunandi litum og má hjá litaúrvalið hér að neðan. Hægt er síðan að velja um slétt tagl eða krullað.

Vörurnar eru að sjálfsögðu vegan & cruelty free og fást þær á heimasíðu Glamistahair.com


________

Instagram @the_hibeauty
thehibeauty.com
makeupschool.is

8 DAGA TAX FREE!

Skrifa Innlegg