fbpx

SNYRTIBORÐIÐ MEÐ HI BEAUTY- NÖKKVI FJALAR

SNYRTIBORÐIÐ

HI!

Snyrtiborðið með HI beauty er í boði Collab og Terma Snyrtivörur.

Í fjórða þætti af Snyrtiborðinu með HI beauty fáum við Nökkva Fjalar í heimsókn til okkar.

Þrátt fyrir ungan aldur hefur Nökkvi verið áberandi í íslensku atvinnulífi og er frumkvöðull í húð og hár. Nökkvi er meðal annars einn af stofnendum Áttunnar en er í dag annar eigandi SWIPE Media, SWIPE club & Podify sem eru öll fyrirtæki sem sérhæfa sig í framleiðslu og miðlun á fjölbreyttu efni og námskeiðum.

Það var ótrúlega gaman að spjalla við Nökkva um snyrtivörurnar hans en við erum með stór markmið að koma af stað betri umræðu og vitundarvakningu karlmanna um húðumhirðu. Nökkvi var því fullkominn gestur en hann sýndi okkur að húðumhirða getur verið áhrifarík án þess að þurfa að vera flókin!

Hér að neðan getið þið séð þáttinn í fullri lengd en hann kemur að sjálfsögðu einnig út á Vísir.is og IGTV hjá okkur.

[youtube https://www.youtube.com/watch?v=sDfXYN7oJts]

 

________
Instagram @the_hibeauty
thehibeauty.com
makeupschool.is

4 HLUTIR SEM FULLKOMNA JÓLAFÖRÐUNINA

Skrifa Innlegg