fbpx

4 HLUTIR SEM FULLKOMNA JÓLAFÖRÐUNINA

FÖRÐUNINSPOMUST HAVE

HI!

Eru ekki allir orðnir spenntir fyrir því að gera sig til um jólin? Við erum það allavegana þar sem það er ansi langt síðan við höfum fengið almennilega ástæðu til þess!
Í þessari færslu ætlum við að segja ykkur frá fjórum hlutum sem munu gera jólaförðunina ykkar skothelda!

RAUÐUR VARALITUR

Það er ekkert sem öskrar meira jólaförðun og rauður varalitur. Þeir rauðu varalitir sem við mælum með eru þessir:

 • YSL Rouge Pur Couture Matte: Reverse Red
 • YSL Rouge Pur Couture Matte: Rouge Paradoxe
 • URBAN DECAY VICE: Tilt
 • Charlotte Tilbury Hot Lips: Tell Laura

AUGNHÁR

Augnhár setja punktinn yfir i-ið og fullkomna hvaða förðun sem er. Að bæta við augnhárum gerir förðunina samstundis hátíðlegri og er einnig skemmtilegt að nota þau á sparistundum. Við mælum með þessum augnhárum til að taka förðunina ykkar á næsta level.

 • Eyelure: Individuals
 • Eyelure: Fluttery Light
 • House of Lashes: Iconic Lite
 • House of Lashes: Siren Lite

HIGHLIGHTER

Frískleg húð er alltaf í tísku en um hátíðarnar finnum við fyrir því að vilja aukinn ljóma á húðina. Við mælum með þessum ljómapúðrum til að gefa húðinni frísklegan blæ.

 • YSL Couture Highlighter: Oh Pearl
 • DIOR BACKSTAGE: Glow Face Palette 001
 • BENEFIT: Watt up! Soft Focus Highlighter
 • URBAN DECAY Naked Illuminating Highlighter

GLIMMER/SANSERAÐUR AUGNSKUGGI

Þurfum við að taka það sérstaklega fram að glimmer er besti vinur hátíðanna. Glimmer getur verið erfitt að vinna með í förðun en besta trixið sem við höfum fyrir ykkur er að finna glimmer í fljótandi formi. Það er einnig gott að byrja á augunum og farða síðan andlitið. Síðast en ekki síðst er best að nota límband til að ná óvelkomnu glimmeri af húðinni. Hér eru nokkur af okkar uppáhalds glimmerum/sanseruðum augnskuggum.

 • URBAN DECAY: Stoned Palette
 • HOURGLASS: Scattered Light Glitter Eyeshadow
 • URBAN DECAY: Heavy Metal Glitter Eyeliner
 • NYX PROFESSIONAL MAKEUP: Glitter Goals Liquid Liner

________
Instagram @the_hibeauty
thehibeauty.com
makeupschool.is

SNYRTIBORÐIÐ MEÐ HI BEAUTY - KLARA ELIAS

Skrifa Innlegg