LJÓMANDI FÖRÐUN

FÖRÐUNSÝNIKENNSLA

Já ég elska ljóma.. einsog þið hafið kannski tekið eftir haha en ég gerði þessa ljómandi förðun um daginn og steingleymdi að deila henni með ykkur. Ég myndi segja að þetta væri mín “go to” förðun, fyrir utan það að ég er eiginlega alltaf með eyeliner. Húðin er í aðalatriði og augnförðunin mjög einföld með fallegum augnhárum. Ég tók nokkrar myndir og breytti myndunum sem minnst svo þið gætuð séð hvernig förðunin kæmi út án þess að það væri búið að vinna myndirnar. Þannig ég myndi líka segja að þessar vörur væru mjög myndahæfar og gefa ekki frá sér “flashback”.

Mig langaði líka að láta ykkur vita að ég er að taka að mér farðanir í desember og þið getið bókað tíma hér.

*Færslan er ekki kostuð en hún inniheldur affiliate links

GRUNNUR

Farði: Nars Sheer Glow í litnum Santa Fe, fæst hér

Hyljari: All hours frá YSL, fæst í Hagkaup

Grunnur: Pure Primer frá INIKA, fæst í Lyf og heilsu

Ljóma grunnur: Becca Backlight Priming Filter, fæst í Lyf og heilsu

Púður: Laura Mercier Translucent Powder, fæst hér

Krem Bronzer: Milk Makeup, fæst hér

Bronzer: Baked Bronzer frá INIKA

Kinnalitur: Bellini Blush frá Ofra, fæst hér

 

Hérna eru vörurnar sem ég notaði í grunninn eða semsagt á andlitið. Ég vildi hafa förðunina extra ljómandi og notaði því tvennskonar grunna. Ég setti fyrst rakagefandi primer frá INIKA sem lætur farðann haldast á lengur og síðan setti ég ljómandi grunn frá Becca sem gefur andlitinu fallegan ljóma. Því næst setti ég farða á frá NARS sem gefur einnig fallegan ljóma og hyljara frá YSL. Krem bronzer-inn frá Milk Makeup er einn af mínum uppáhalds einsog þið hafið eflaust tekið eftir. Ég setti hann á alla þá staði sem sólin myndi náttúrlega gefa mér lit, semsagt kinnarnar, ennið, smá á nefið og svo set ég alltaf á kjálkann. Síðan er lokaskrefið að setja púður svo að þetta fari ekki neitt yfir daginn og highlighter. Púðrið sem ég notaði er litlaust frá Laura Mercier og er því einungis til þess að matta en ekki til þess að fá þekju. Highlighter-inn sem ég notaði er frá Becca og heitir Champange Pop. Ég notaði samt líka reyndar kinnalit og annað sólarpúður en gleymdi að setja það inn á myndirnar. Kinnaliturinn sem ég notaði var Bellini frá Ofra og hitt sólarpúðrið var frá INIKA.

 

AUGU

Pigment: Peach Fetish frá INIKA 

Augnhár: Misha frá Koko Lashes, fæst hér

Bursti: Real Techniques Bold metals nr. 203, fæst hér

Palletta: Viseart Theory í litnum II MINX, fæst hér

Augun voru mjög einföld en ég gerði “soft halo” sem er þannig að maður setur ljósan lit á mitt augnlokið og dekkir síðan sitthvoru megin við ljósa litinn. Ég notaði Viseart Theory pallettuna í litnum II MINX til þessa að skyggja og setti Peach Fetish frá INIKA í miðjuna. Augnhárin sem ég er með eru Misha frá Koko lashes og fæ ég nánast alltaf spurninguna “hvaða augnhár ertu með?” þegar ég er með þessi. Síðan langaði mig að segja ykkur frá þessum bursta frá Real Techniques en hann er úr Bold metals línunni þeirra og er frábær blöndunarbursti, þá sérstaklega þegar þú ert að gera “halo” förðun.

 

VARIR

Varalitur: Velvet Teddy frá Mac, fæst í Mac

Varablýantur: Gigi x Maybelline í litnum Taura, fæst í Hagkaup

Gloss: Butter gloss í litnum Madeleine frá Nyx Professional Makeup, fæst í Hagkaup

Ég er nánast aldrei með bara einn lit á vörunum og blanda yfirleitt nokkrum saman en það er alls ekki nauðsynlegt, það er alveg nóg að nota bara einn. Þetta nude combo finnst mér mjög fallegt saman en þetta er varablýantur frá Gigi x Maybelline í litnum Taura, Velvet Teddy frá Mac sem er minn allra uppáhalds og Madeleine gloss frá Nyx Professional Makeup yfir.

 

Þið megið endilega segja mér hvernig förðun þið viljið sjá næst hérna á Trendnet xx

 

Takk fyrir að lesa xx 

– Guðrún Helga Sørtveit 

Instagram: gudrunsortveit

Snapchat: gsortveitmakeup 


*Allar umfjallanir um vörur eða annað kemur frá mér sjálfri og gef ég alltaf hreinskilið svar

Hátíðarlínan frá Dior: Golden Shock

DiorÉg Mæli MeðFallegtJól 2014JólagjafahugmyndirLífið MittNýjungar í Snyrtivöruheiminum

Þið vitið ekki hversu mikla hamingju það veitti mér að fá þær fréttir að hátíðarlína Dior yrði loksins fáanleg fyrir þessi jól á Íslandi! Merkið er í svo miklu uppáhaldi hjá mér og ég hef alltaf heillast af hátíðlegum brag hátíðarlínunnar. Allt er lagt til, litir, áferð og umbúðir og allt svo ótrúlega fallegt!

Gull einkennir línuna í ár en henni fylgir smá svona nostalgíu fílingur sem er mjög sterk tilfinning að mínu mati og því heillast ég sérstaklega mikið af þessari línu. Mig langaði að sýna ykkur vörurnar úr línunni og segja ykkur aðeins frá því hvað mér finnst um þær :)

holiday2014_dior001

Golden Shock inniheldur tvær mismunandi augnskuggapallettur. Augnskuggarnir frá Dior voru nýlega teknir í gegn en formúlan er talsvert betri en áður sérstaklega þegar kemur að endingu og styrkleika.

Dior-Golden-Shock-Eyeshadow-Palette

046 Golden Reflections

Eftir langa umhugsun myndi ég kaupa mér þessa og ég er alvarlega að íhuga að fara að næla mér í hana á eftir en í dag er síðasti dagur Tax Free í Hagkaupum. Litasamsetningin er mjög skemmtileg og ég held að heildarlúkkið með þessari pallettu verði mjög fallegt. Mér finnst þessir litir ólíkir öðrum sem ég á frá Dior og því fullkomin viðbót í safnið.

5-COULEURS-756-GOLDEN-SHOCK

756 Golden Shock

Hér eru það þó klassískir plómulitir með gylltum tónum – hrikalega flottir tónar og gyllti liturinn gerir pallettuna mjög hátíðlegar!

holiday2014_dior008

Diorific – naglalökk

Uppáhalds vörurnar mínar í þessari línu. Ég fékk tvo liti sem sýnishorn þessa tvo sem eru vinstra megin en svo fór ég og keypti mér annan lit fyrir helgi. Hann vantar reyndar á þessa lit og er svona djúpur dökkur litur – æðislega flottur! Naglalökkin eru auðvitað frábær en reyndar er það gamli pensillinn sem er í þeim – ekki þessi breiði sem er í nýjustu lökkunum.

holiday2014_dior006

Dior Addict gloss – Limited Edition

Glossin einkennast líka eins og aðrar vörur í línunni af gylltum tónum. Glossin gefa ótrúlega flotta gyllta áferð – annað er alveg ljóst og er án efa mjög fallegt yfir aðra varaliti hinn er með léttum bleikum tóni. Dior Addic glossin eru ein af mínum uppáhalds glossum hjá merkjunum hér á Íslandi, pakkningarnar, pensillinn og formúlan eru æðisleg!

holiday2014_dior007 Diorific varalitir – limited edition

Vintage pakkningarnar utan um þessa varaliti gefa mér gæsahúð – þeir eru fullkomnir og svo fallegir. Varalitirnir eru tvískiptir, öðrum megin er litur og hinum megin er sanseraður ljós litur í sama tón og sá dekkri. Hugmyndin með þessari tvískiptingu er að nota ljósari litinn til að highlighta þann dekkri. Svo er auðvitað líka bara hægt að nota þá í sitthvoru lagi. Ég er langhrifnust af þeim dekksta sem er lengst til hægri – hann er æði!

Mæli eindregið með þessari fallegu og dásamlegu hátíðarlínu – pakkningarnar einar og sér selja mér vörurnar :)

EH