Já ég elska ljóma.. einsog þið hafið kannski tekið eftir haha en ég gerði þessa ljómandi förðun um daginn og steingleymdi að deila henni með ykkur. Ég myndi segja að þetta væri mín “go to” förðun, fyrir utan það að ég er eiginlega alltaf með eyeliner. Húðin er í aðalatriði og augnförðunin mjög einföld með fallegum augnhárum. Ég tók nokkrar myndir og breytti myndunum sem minnst svo þið gætuð séð hvernig förðunin kæmi út án þess að það væri búið að vinna myndirnar. Þannig ég myndi líka segja að þessar vörur væru mjög myndahæfar og gefa ekki frá sér “flashback”.
Mig langaði líka að láta ykkur vita að ég er að taka að mér farðanir í desember og þið getið bókað tíma hér.
*Færslan er ekki kostuð en hún inniheldur affiliate links
GRUNNUR
Farði: Nars Sheer Glow í litnum Santa Fe, fæst hér
Hyljari: All hours frá YSL, fæst í Hagkaup
Grunnur: Pure Primer frá INIKA, fæst í Lyf og heilsu
Ljóma grunnur: Becca Backlight Priming Filter, fæst í Lyf og heilsu
Púður: Laura Mercier Translucent Powder, fæst hér
Krem Bronzer: Milk Makeup, fæst hér
Bronzer: Baked Bronzer frá INIKA
Kinnalitur: Bellini Blush frá Ofra, fæst hér
Hérna eru vörurnar sem ég notaði í grunninn eða semsagt á andlitið. Ég vildi hafa förðunina extra ljómandi og notaði því tvennskonar grunna. Ég setti fyrst rakagefandi primer frá INIKA sem lætur farðann haldast á lengur og síðan setti ég ljómandi grunn frá Becca sem gefur andlitinu fallegan ljóma. Því næst setti ég farða á frá NARS sem gefur einnig fallegan ljóma og hyljara frá YSL. Krem bronzer-inn frá Milk Makeup er einn af mínum uppáhalds einsog þið hafið eflaust tekið eftir. Ég setti hann á alla þá staði sem sólin myndi náttúrlega gefa mér lit, semsagt kinnarnar, ennið, smá á nefið og svo set ég alltaf á kjálkann. Síðan er lokaskrefið að setja púður svo að þetta fari ekki neitt yfir daginn og highlighter. Púðrið sem ég notaði er litlaust frá Laura Mercier og er því einungis til þess að matta en ekki til þess að fá þekju. Highlighter-inn sem ég notaði er frá Becca og heitir Champange Pop. Ég notaði samt líka reyndar kinnalit og annað sólarpúður en gleymdi að setja það inn á myndirnar. Kinnaliturinn sem ég notaði var Bellini frá Ofra og hitt sólarpúðrið var frá INIKA.
AUGU
Pigment: Peach Fetish frá INIKA
Augnhár: Misha frá Koko Lashes, fæst hér
Bursti: Real Techniques Bold metals nr. 203, fæst hér
Palletta: Viseart Theory í litnum II MINX, fæst hér
Augun voru mjög einföld en ég gerði “soft halo” sem er þannig að maður setur ljósan lit á mitt augnlokið og dekkir síðan sitthvoru megin við ljósa litinn. Ég notaði Viseart Theory pallettuna í litnum II MINX til þessa að skyggja og setti Peach Fetish frá INIKA í miðjuna. Augnhárin sem ég er með eru Misha frá Koko lashes og fæ ég nánast alltaf spurninguna “hvaða augnhár ertu með?” þegar ég er með þessi. Síðan langaði mig að segja ykkur frá þessum bursta frá Real Techniques en hann er úr Bold metals línunni þeirra og er frábær blöndunarbursti, þá sérstaklega þegar þú ert að gera “halo” förðun.
VARIR
Varalitur: Velvet Teddy frá Mac, fæst í Mac
Varablýantur: Gigi x Maybelline í litnum Taura, fæst í Hagkaup
Gloss: Butter gloss í litnum Madeleine frá Nyx Professional Makeup, fæst í Hagkaup
Ég er nánast aldrei með bara einn lit á vörunum og blanda yfirleitt nokkrum saman en það er alls ekki nauðsynlegt, það er alveg nóg að nota bara einn. Þetta nude combo finnst mér mjög fallegt saman en þetta er varablýantur frá Gigi x Maybelline í litnum Taura, Velvet Teddy frá Mac sem er minn allra uppáhalds og Madeleine gloss frá Nyx Professional Makeup yfir.
Þið megið endilega segja mér hvernig förðun þið viljið sjá næst hérna á Trendnet xx
Takk fyrir að lesa xx
– Guðrún Helga Sørtveit
Snapchat: gsortveitmakeup
Skrifa Innlegg