fbpx

Hátíðarlínan frá Dior: Golden Shock

DiorÉg Mæli MeðFallegtJól 2014JólagjafahugmyndirLífið MittNýjungar í Snyrtivöruheiminum

Þið vitið ekki hversu mikla hamingju það veitti mér að fá þær fréttir að hátíðarlína Dior yrði loksins fáanleg fyrir þessi jól á Íslandi! Merkið er í svo miklu uppáhaldi hjá mér og ég hef alltaf heillast af hátíðlegum brag hátíðarlínunnar. Allt er lagt til, litir, áferð og umbúðir og allt svo ótrúlega fallegt!

Gull einkennir línuna í ár en henni fylgir smá svona nostalgíu fílingur sem er mjög sterk tilfinning að mínu mati og því heillast ég sérstaklega mikið af þessari línu. Mig langaði að sýna ykkur vörurnar úr línunni og segja ykkur aðeins frá því hvað mér finnst um þær :)

holiday2014_dior001

Golden Shock inniheldur tvær mismunandi augnskuggapallettur. Augnskuggarnir frá Dior voru nýlega teknir í gegn en formúlan er talsvert betri en áður sérstaklega þegar kemur að endingu og styrkleika.

Dior-Golden-Shock-Eyeshadow-Palette

046 Golden Reflections

Eftir langa umhugsun myndi ég kaupa mér þessa og ég er alvarlega að íhuga að fara að næla mér í hana á eftir en í dag er síðasti dagur Tax Free í Hagkaupum. Litasamsetningin er mjög skemmtileg og ég held að heildarlúkkið með þessari pallettu verði mjög fallegt. Mér finnst þessir litir ólíkir öðrum sem ég á frá Dior og því fullkomin viðbót í safnið.

5-COULEURS-756-GOLDEN-SHOCK

756 Golden Shock

Hér eru það þó klassískir plómulitir með gylltum tónum – hrikalega flottir tónar og gyllti liturinn gerir pallettuna mjög hátíðlegar!

holiday2014_dior008

Diorific – naglalökk

Uppáhalds vörurnar mínar í þessari línu. Ég fékk tvo liti sem sýnishorn þessa tvo sem eru vinstra megin en svo fór ég og keypti mér annan lit fyrir helgi. Hann vantar reyndar á þessa lit og er svona djúpur dökkur litur – æðislega flottur! Naglalökkin eru auðvitað frábær en reyndar er það gamli pensillinn sem er í þeim – ekki þessi breiði sem er í nýjustu lökkunum.

holiday2014_dior006

Dior Addict gloss – Limited Edition

Glossin einkennast líka eins og aðrar vörur í línunni af gylltum tónum. Glossin gefa ótrúlega flotta gyllta áferð – annað er alveg ljóst og er án efa mjög fallegt yfir aðra varaliti hinn er með léttum bleikum tóni. Dior Addic glossin eru ein af mínum uppáhalds glossum hjá merkjunum hér á Íslandi, pakkningarnar, pensillinn og formúlan eru æðisleg!

holiday2014_dior007 Diorific varalitir – limited edition

Vintage pakkningarnar utan um þessa varaliti gefa mér gæsahúð – þeir eru fullkomnir og svo fallegir. Varalitirnir eru tvískiptir, öðrum megin er litur og hinum megin er sanseraður ljós litur í sama tón og sá dekkri. Hugmyndin með þessari tvískiptingu er að nota ljósari litinn til að highlighta þann dekkri. Svo er auðvitað líka bara hægt að nota þá í sitthvoru lagi. Ég er langhrifnust af þeim dekksta sem er lengst til hægri – hann er æði!

Mæli eindregið með þessari fallegu og dásamlegu hátíðarlínu – pakkningarnar einar og sér selja mér vörurnar :)

EH

Anastasia vörurnar eru komnar!

Skrifa Innlegg