fbpx

Anastasia vörurnar eru komnar!

Ég Mæli MeðJólagjafahugmyndirmakeupMakeup ArtistMakeup TipsNetverslanirNýtt í snyrtibuddunni minniShop

Ég leit við núna í hádeginu til hennar Karin vinkonu minnar sem er með nola.is vefverslunina. Tilefnið var að kíkja á nýju vörurnar hennar frá Anastasia Beverly Hills en vörurnar eru þær þekktustu í heimi augabrúna og þykja líka þær bestu. Ég var eins og lítil smástelpa og greip mér strax tvær vörur sem ég varð að eignast – Contour pallettuna og stóru augabrúna pallettuna sem er mun nýtast mér vel í vinnunni.

Ég var að sjálfsögðu með myndavélina á lofti og langar aðeins að sýna ykkur vörurnar sem vöktu hrifningu mína….

anastasia12

Hér sjáið þið standinn sem Karin er með hjá sér – þetta er auðvitað bara tryllt og þið getið auðvitað komið að skoða vörurnar og passað uppá að liturinn henti ykkar litarhafti og augabrúnum. Passið bara að hringja á undan ykkur svo hún sé örugglega við en allar upplýsingar finnið þið neðst á nola.is.

anastasia11 anastasia10 anastasia6

Dip Brow gelið er ein vinsælasta varan frá Anastasia og þetta er litur sem er einfaldur í notkun. Það er líklega best að nota bara skáskorinn mjóan bursta og strjúka litnum létt í gegnum augabrúnirnar. Þetta er varan sem mér finnst langflestir makeup artistarnir sem ég fylgist með á Instagram vera að nota frá merkinu.

anastasia7

Glært gel sem gerir hvaða förðunarvöru sem er vatnhelda, það má nota þessa með augnskuggum, maskara, eyeliner, varalit – bara öllu. Þetta er vara sem ég þarf að prófa betur við tækifæri.

anastasia8

Serum sem á að auka hárvöxt augabrúnanna – halló er þetta ekki snilld!

anastasia3

Mér finnst þessi tvöfaldi blýantur mjög spennandi – öðrum megin er hyljari en hinum megin er highlighter. Fullkominn til að móta umgjörð augabrúnanna.

anastasia4

Svona lítil skæri eru ómissandi í kitt allra förðunarfræðinga og líka ómissandi ef þið eruð mikið með gerviaugnhár því það þarf alltaf að klippa þau til svo þá er betra að vera með svona lítil skæri en stór eldhússkæri.

anastasia9

Augbrúnastenslar – hefur einhver ykkar prófað svona, ég hefði mjög gaman af því að heyra af reynslunni. Sjálfsagt flýta þessir fyrir vinnunni manns. Ég er aðeins búin að fikta í testernum af þessum og þeir lúkka mjög vel, ekki of stífir en ekki of lausir.

anastasia5

Plokkari frá augabrúnadrottningunni hýtur að vera einhver snilld – orðið á götunni er að með þessum er einfalt að ná þessum ósýnilegu hárum sem leynast í kringum augabrúnirnar.

anastasia

Stóra augabrúnapallettan er búin að vera á óskalistanum mínum lengi – nú er hún loksins mín og ég er svo glöð með að hafa geta keypt hana hér á Íslandi. Þetta merki er frábær viðbót í flóruna hér á landi og snilld að þurfa ekki að sitja heima og bíða í nokkra daga eftir að vörurnar komi. Þessi palletta er fullkomin fyrir förðunarfræðinga því með henni er hægt að móta allar augabrúnir – án gríns!

anastasia2

Svo keypti ég líka Contour pallettuna og ég hlakka mikið til að nota hana og ég lofa að sýna ykkur útkomuna sem fyrst. Ég þarf fyrst að leggjast aðeins yfir sýnikennsluvideo og læra almennilega á hana :)

 

Ef ykkur líst vel á þessar vörur þá er þetta bara brot af vörunum sem ég er að sýna ykkur hér. Inná nola.is eru allar vörurnar þið getið séð þær með því að smella á þennan link:

ANASTASIA BEVERLY HILLS Á NOLA.IS

Til hamingju Karin mín****

EH

FACEBOOKSÍÐA NOLA.IS

Múmínsafnið!

Skrifa Innlegg

5 Skilaboð

 1. Ása

  17. November 2014

  Banana liturinn í Contour pallettunni er snilld undir augun

 2. Eva

  18. November 2014

  Ég elska allar vörurnar á nola.is -frabær þjónusta líka! Big like á þessar vörur, hlakka til að eignast eitthvað af þeim.

 3. Ragnheiður Sigurðardóttir

  18. November 2014

  Hæ hæ er einhverstaðar hægt að koma og skoða þessar vörur,þær lúkka svo dásamlega flottar enn væri svo til í að sjá þær svona með eigin augum :)

  • Reykjavík Fashion Journal

   18. November 2014

   Já þú getur kíkt til hennar Karinar á nola.is – sérð allar upplýsingar inná heimasíðunni, bara hringja í hana fyrst svo hún sé örugglega við :)