*Vöruna keypti greinahöfundur sjálf
Halló! Gleðilega þorláksmessu og gleðilega hátíð. Vonandi eruð þið búin að njóta aðventunnar og eruð spennt fyrir morgundeginum. Ég sjálf get ekki beðið eftir að borða góðan mat og njóta með fjölskyldunni minni. Þetta eru búin að vera öðruvísi jól hjá mér en í fyrsta skipti á ævinni bý ég ekki hjá foreldrum mínum og finnst það ansi skrítið. Þannig ég er orðin mjög spennt að vera heima (hjá mömmu og pabba) um jólin.
Mig langaði að deila með ykkur mjög einfaldri leið til þess að “poppa” uppá klassíska förðun. Mér finnst ótrúlega gaman að nota glimmer á þessum tíma árs. Ég er sjálf ekki mikið fyrir að vera með mikið glimmer en finnst gaman að setja smá eyeliner til þess að gera förðunina ennþá hátíðlegri.
Mér finnst mjög skemmtilegt að setja eyeliner-inn í glóbuslínuna en það gerir ótrúlega mikið fyrir förðunina og glitrar mjög skemmtilega. Þetta verður þá líka ekki of mikið og hentar vel ef maður er á hraðferð. Ég horfi alltaf niður í spegil og bíð eftir að eyeliner-inn þorni, þannig er hann ekki að fara smitast og fara útum allt.
Ég notaði þennan eyeliner frá Urban Decay sem heitir Midnight Cowboy en þessir glimmer eyeliner-ar eru til í mörgum litum. Það þarf engan festi eða slíkt með þessum eyeliner, heldur setur maður þetta bara á augnlokið og þetta helst vel á og glimmerið fer ekki útum allt.
Hérna er síðan loka útkoman og mér finnst mjög skemmtilegt að eyeliner-inn sést ekki alltaf en það glittir alltaf smá í hann. Ég sýndi einmitt hluta af þessari förðun inná instagram og sýndi líka hvernig ég geri hárið mitt.
Mig langar annars bara að óska ykkur gleðilegra jóla, eigið yndisleg jól og takk fyrir að lesa xx
– Guðrún Helga Sørtveit
Skrifa Innlegg