fbpx

SNYRTIBORÐIÐ MEÐ HI BEAUTY – KLARA ELIAS

SNYRTIBORÐIÐ

HI!

Snyrtiborðið með HI beauty er í boði Collab og Terma Snyrtivörur.

Það er komið að þriðja þættinum af Snyrtiborðinu með HI beauty. Viðmælandi okkar að þessu sinni er söngkonan og lagahöfundurinn Klara Ósk Elíasdóttir. Klara skaust upp á sjónarsviðið aðeins 18 ára gömul þegar stelpuhljómsveitin NYLON var stofnuð.

Draumur Klöru var alltaf að verða söngkona og rættist sá draumur heldur betur en hún hefur starfað alfarið við tónlist síðustu 16 árin. Klara er búin að vera búsett í Los Angeles síðustu 10 árin þar sem hún hefur skapað sér farsælan feril sem lagahöfundur og söngkona en er hún nú komin heim til Íslands til að vera í fangi fjölskyldunnar.

Nýverið gaf Klara út smáskífurnar Paralyzed og Champagne og eru þær báðar hluti af væntanlegri plötu Klöru sem kemur út á næsta ári.

Spjallið við Klöru var stórskemmtilegt og fróðlegt. Okkur fannst gaman að sjá vörur og vörumerki hjá henni sem eru ekki komin til landsins og voru þarna á ferð vörur sem við erum vægast sagt spenntar yfir.

Hér má sjá þáttinn í heild sinni

[youtube https://www.youtube.com/watch?v=E8cEiGSd-1I]

Þættirnir eru sýndir á Vísi en munu einnig vera aðgengilegir á IGTV HI beauty og hér í TrendnetTV.

Njótið vel og góða helgi!

________
Instagram @the_hibeauty
thehibeauty.com
makeupschool.is

JLO BEAUTY

Skrifa Innlegg