fbpx

JLO BEAUTY

FÖRÐUNHÚÐUMHIRÐANEWSSNYRTIVÖRUR

HI!

Við erum með stór tíðindi úr snyrtivörubransanum en engin önnur en drottningin sjálf Jennifer Lopez er að koma út með sitt eigið merki sem mun kallast JLO BEAUTY.

Munum við loksins komast að leyndarmálinu á bakvið the „JLo glow“?

Að sögn Jennifer verður undirstaða merkisins fegurðarleyndarmál móður hennar en slagorð merkisins er #BeautyHasNoExpirationDate sem okkur þykja ótrúlega falleg skilaboð! Merkið hefur verið lengi í þróunarferli og hefur myndast gríðarleg eftirvænting hjá aðdáendum JLO ásamt fleirum því á skömmum tíma hefur Instagram aðgangur merkisins sankað að sér yfir 330 þúsund fylgjendum.

Merkið fer í sölu þann 1.1.21 en forsala á fyrstu tveimur vörum merkisins er nú þegar hafin. Þær vörur sem koma út 1.1.21 eru:

✨ THAT JLO GLOW Multitasking Serum
✨ THAT LIMITLESS GLOW Multitasking Mask
✨ THAT BIG SCREEN Broad Spectrum SPF 30 Moisturizer
✨ THAT BLOCKBUSTER Wonder Cream
✨ THAT HIT SINGLE Gel-Creme Cleanser
✨ THAT FRESH TAKE Eye Cream
✨ THAT STAR FILTER Complexion Booster

Þær vörur sem hægt er að panta í forsölu eru: THAT JLO GLOW Multitasking Serum & THAT BLOCKBUSTER Wonder Cream. Hægt er að forpanta þær hér. Pakkningarnar á vörunum eru bronzaðar og glæsilegar í anda JLO og gætum við ekki verið spennari fyrir þessari snyrtivörulínu.

Nú getum við loksins öll ljómað eins og JLO!

________
Instagram @the_hibeauty
thehibeauty.com
makeupschool.is

SNYRTIBORÐIÐ MEÐ HI BEAUTY - GóGó Starr

Skrifa Innlegg