fbpx

SNYRTIBORÐIÐ MEÐ HI BEAUTY

HI beauty

HI!

Snyrtiborðið með HI beauty er í boði Collab og Terma Snyrtivörur.

Við höfum dásamlegar fréttir á þessum fallega miðvikudegi. Í dag kom út fyrsti þáttur af Snyrtiborðinu með HI beauty!

Þættirnir verða óbein framlenging af Innlit þáttunum sem við gáfum út í sumar nema með aðeins öðruvísi sniði, útaf you know what…
Í stað þess að fara heim til viðmælenda okkar buðum við þeim í heimsókn í stúdíóið okkar í Reykjavík Makeup SchoolÍ þáttunum fáum við til okkar fjölbreyttan hóp af áhugaverðum einstaklingum sem setjast niður við snyrtiborðið hjá okkur og sýna okkur þeirra uppáhalds snyrtivörur.

Þættirnir verða sýndir á Vísi en munu einnig vera aðgengilegir á IGTV HI beauty og hér í TrendnetTV

Hér að neðan má sjá fyrsta þáttinn en við fengum til okkar algjöran drauma-viðmælenda, hana Svölu Björgvins.
Svala er ein af okkar allra bestu tónlistarmönnum og hefur alltaf verið þekkt fyrir sinn einstaka stíl.
Hún er ótrúlega skapandi og listamaður í öllu sem hún gerir. Hún fór með okkur í gegnum ferilinn og sín uppáhalds look í gegnum tíðina.
[youtube https://www.youtube.com/watch?v=gu2qhCTwqR4]

 

Við hlökkum ótrúlega mikið til að deila þessu með ykkur kæru lesendur!

________
Instagram @the_hibeauty
thehibeauty.com
makeupschool.is

VILT ÞÚ HREINA & LJÓMANDI HÚÐ?

Skrifa Innlegg

4 Skilaboð

  • HI beauty

   25. November 2020

   Takk elsku Elísabet <3

  • HI beauty

   29. November 2020

   Takk elsku Svana <3