fbpx

HI BEAUTY APPROVED: BEAUTYBOX.IS

FÖRÐUNHÚÐUMHIRÐALÍKAMINNSAMSTARFSNYRTIVÖRUR

HI!

Þessi færsla er unnin í samstarfi við Beautybox.is

Í tilefni að þriggja ára afmæli beautybox.is langar okkur að deila með ykkur okkar uppáhalds vörum sem fást allar á beautybox.is. Beautybox hefur verið leiðandi fyrirtæki á snyrtivörumarkaðnum þegar kemur að netverslun og er heimasíðan þeirra full af fróðleik um vörurnar þeirra og notkun.
Það eru spennandi hlutir framundan hjá beautybox.is en brátt munu þau kynna ný merki til leiks inná síðunni þeirra, við mælum með að fylgjast vel með.

1. BECCA BACKLIGHT PRIMING FILTER
Ljómaprimer sem blurrar húðina og gefur þér filter lúkk! Mælum með að prófa að blanda honum í litað dagkrem og nota hann sem highlighter yfir farða.

2. SENSAI BRONZING GEL
Líklegast ein vinsælasta förðunarvara okkar íslendinga og ein fyrsta förðunarvaran sem við byrjuðum að nota og já hún kemst alltaf á listann. Gefur samstundis fallega bronzy húð! Við mælum með lit nr 62.

3. BECCA AQUA LUMINOUS CONCEALER
Einn af okkar uppáhalds hyljurum. Ótrúlega léttur og góður til að birta upp svæðið undir augunum. Hentar öllum, yngri sem eldri. Mælum með að setja hann á með litlum fluffy bursta eins og blöndunarbursta fyrir augun eða okkar uppáhalds Real Techniques Setting Brush.

4. BOBBI BROWN HIGHLIGHTING POWDER
Höfum verið með þessa highlightera í förðunarkittinu okkar í mörg ár. Ótrúlega góð formúla sem gefur þér ljóma sem virðist vera að koma að innan, plúsinn er síðan að það er ENGIN púður áferð af vörunni sem gerir manni auðvelt fyrir að setja  nokkur lög af henni.
Einstaklega fallegt að nota sem augnskugga og við elskum litina Bronze- og Pink Glow.

5. SMASHBOX PHOTO FINISH FOUNDATION PRIMER
Sílikon-kenndur farðagrunnur sem hjálpar til við að blörra ójöfnur í húðinni eins og fínar línur og stórar svitaholur. Primerinn er frábær fyrir olíukennda húð og hefur sannað sig að hann eykur endingu og heldur olíumyndun í skefjum allan liðlangan daginn. Pro tip er að hita hann örlítið á milli lófanna áður en hann er borinn á andlitið.
1. BECCA SKIN LOVE FOUNDATION 
Farði sem gefur þér fulla þekju án þess að vera of mattur. Þessi farði virkar einstaklega vel til að þekja misfellur og bólur, heldur smá ljóma í húðinni og endist ótrúlega vel.

2. ESTEE LAUDER DOUBLE WEAR LIGHT
Töfrarnir sem fylgja double wear farðanum nema hér höfum við léttari útgáfu ! Við elskum þennan farða og mælum með að nota hann með rökum svamp. Hentar öllum húðtýpum.

3. ESTEE LAUDER DOUBLE WEAR
The OG! Þunnur fljótandi farði sem hægt er að byggja upp í fulla þekju. Helst á allan daginn og er frábær fyrir olíukennda húð. Pro tip að blanda dropa af double wear í léttan ljómandi farða til að fá aukna þekju en samt sem áður be GLOWING!

4. BARE MINERALS COMPLEXION RESCUE
Léttur farði sem er fullkominn fyrir þá sem fýla ekki að vera mikið málaðar en vilja samt sem áður jafna út húðlitinn og fá smá ljóma. Farðinn er ótrúlega rakagefandi og er steinefnafarði þannig hann stíflar ekki húðholur. 

1. GLAMGLOW YOUTHMUD
Maski sem skrúbbar og stinnir húðina samstundis. Þið finnið hann virka um leið og þið notið hann.
Youthmud skilur húðina eftir ljómandi og slétta. Best er að skrúbba maskann af í hringlaga hreyfingu.

2. FACE HALO
Hvar værum við án Face Halo? Ein mesta snilldin í snyrti bransanum í dag. Þessi fjölnota skífa þrífur allan farða af með aðeins vatni. Tekur maskara af betur en augnhreinsir og svo endast þeir svo ótrúlega lengi. We. love. it!

3. RAPID LASH & RAPID BROW
Þegar þú ert með nánast engar augabrúnir og vaxar óvart part af þeim sem þú máttir alls ekki missa… og það byrja að myndast fleiri augabrúnahár samt sem áður. Þá veistu að þú ert með magic in a bottle. True story, þetta virkar!

4. SKYN ICELAND HYDRO COOL EYE GELS
Við mælum reyndar með öllum gelpúðunum frá Skyn Iceland, þeir eru æðislegir til að draga úr þrota og puffiness.
Pro tip er að geyma þá í kæli til að hafa þá vel kalda þegar þeir eru settir á andlitið og setja sitt uppáhalds serum á húðina áður en púðarnir eru settir.

5. GLAMGLOW BRIGHTEYES EYE CREAM
Rakagefandi augnkrem sem birtir fallega upp augnsvæðið. Einstaklega fallegt að nota á daginn undir förðun.

1. CERAVE MOISTURISING LOTION
Létt body lotion sem veitir húðinni ótrúlega góðan og djúpan raka. Þetta body lotion er fyrir þá sem vilja fá silkimjúka húð án þess að fá yfirgnæfandi lykt með því.

2. ELIZABETH ARDEN GREEN TEA HONEY DROPS BODY CREAM
Body lotion sem hefur verið til í snyrtiskápnum hjá okkur í mörg ár. Í fyrsta lagi er dásamleg lykt af því, síðan gefur það húðinni ótrúlega góðan raka og skilur hana eftir silkimjúka.

3. ST.TROPEZ EXTRA DARK MOUSSE
Fyrir pro brúnkara þá er þessi froða æði. Gefur djúpan og fallegan lit án þess að verða alltof dökkur. Virkar fyrir ljósari húð sem og dekkri.

4. ST.TROPEZ EXPRESS ADVANCED MOUSSE

Mjög gott brúnkukrem fyrir þá sem vilja bara léttan lit. Hér getur þú ráðið hversu djúpur liturinn verður. Fallegt er að bera þessa froðu á sig um kvöld og hafa hana á í þann tíma sem þú kýst samkvæmt lit. Fara svo í örstutta sturtu og svo að sofa. Þá vaknaru með fallegan sólkysstan lit.

1. REAL TECHNIQUES SETTING BRUSH
Einn af okkar all time uppáhalds burstum. Við eigum báðar alltaf nokkur stykki af þessum. Setting brush hentar einfaldlega í allt, hvort sem það er púður, krem, farði, highlighter, hyljari eða hvað sem er. Þessi er klárlega must have í allar snyrtitöskur.

2REAL TECHNIQUES SCULPTING SET
Hentugt burstasett sem inniheldur einmitt Setting Brush. Stóri burstinn er frábær í farða, kremað sólarpúður eða til að blanda út allar fljótandi vörur. Við mælum einnig með því að nota miðju burstann í kinnalit. Gott sett fyrir alla að eiga.

3REAL TECHNIQUES INSTAPOP EYE DUO
Æðislegir augnskuggaburstar sem eru auðveldir í notkun. Settið inniheldur tvo bursta, annan stærri og hinn minni. Burstarnir eru báðir frekar þéttir í sér og eru mjög góðir til dæmis í hyljara þar sem þeir eru litlir og því góðir í detaileraða vinnu. Það er einnig gott að nota þá í kremkennda augnskugga og á varirnar. Það er um að gera að prófa sig áfram með burstana og sjá hvað þér finnst gott að nota þá í. 

4. REAL TEQNIQUES BLUSH BRUSH
Við elskum þennan bursta í sólarpúður ! Fullkominn sólarpúðursbursti. Hann er stór en samt ekki alltof stór og hann er svo fluffy en samt ekki alltof mjúkur. Okkur finnst best að nota hann í hringlaga hreyfingar upp eða niður kinnbein og enni. 

Happy shopping!

xx

________

Instagram @the_hibeauty
snyrtinamskeid.is
thehibeauty.com

HÚÐGREINING

Skrifa Innlegg