fbpx

HÚÐGREINING

HÚÐUMHIRÐASAMSTARF

HI!

Þessi færsla er unnin í samstarfi við Húðfegrun

Það er ekkert launungarmál að við sem snyrtipennar höfum gríðarlegan áhuga á húðinni okkar og hvernig best sé að hugsa um hana. Nú erum við 27 (Ingunn) og 28 (Heiður) ára en á undanförnum árum höfum við tekið eftir frekar miklum (og óvæntum) breytingum á húðinni okkar. Sannleikurinn er sá að við eldumst öll (sjokker, við vitum!) og með aldrinum breytist húðin okkar.

Snillingarnir í Húðfegrun buðu okkur að koma til sín í húðgreiningu en þrátt fyrir að hafa grun um hvernig húð við séum með þá höfum við hvorugar farið til sérfræðinga og fengið staðfestingu á því í hvaða ástandi húðin okkar er, hvað henni vantar, hvað ber að varast og hvernig hún muni líklegast líta út þegar við eldumst.

Í húðgreiningunni var notaður fyrsta flokks húðskanni sem er einn sinnar tegundar hér á Íslandi. Húðskanninn tekur nákvæmar myndir af húðinni og aðstoðar sérfræðinga að sjá hvernig ástand húðarinnar er.

Húðskanninn mælir meðal annars:

ÁFERÐ HÚÐARINNAR OG SVITAHOLUR

Á myndunum var húðin skoðuð með tilliti til áferðar, til dæmis bólum og ójöfnum í húðinni og undirlagi henni. Við fengum að sjá hvar svitaholurnar voru dýpstar og mest áberandi ásamt því að sjá hvar þær myndu aukast með árunum. Heiður fékk staðfestingu á að hún væri með mikið af opnum og áberandi svitaholum sem er þó hægt er að vinna á með ýmsum meðferðum. Ingunn skoraði betur í þessum þætti en áhugavert var að sjá að hún er með dýpri svitaholur vinstra megin á andlitinu. Við gefum útskýringu á því neðar í færslunni.

ROÐA OG HÁRÆÐASLIT

Hægt var að sjá hvar roði og háræðar brutust í gegn og merki um rósroða í húðinni. Hér sást það til dæmis að augnlokin hjá okkur báðum voru mjög æðaber og háræðar voru byrjaðar að aukast undir nefinu hennar Heiðar. Roði var frekar mikill í kinnunum á Ingunni og staðfesti það grun hennar um að hjá henni gæti leynst rósroði. Með róstoða verða háræðarnar meira áberandi en gen geta einnig ýtt undir það.

SÓLARSKEMMDIR OG DÖKKA BLETTI

Áhugavert var að heyra að allir erlendir einstaklingar sem þær hjá húðfegrun hafa fengið í húðskannann eru að skora miklu betur þegar kemur að sólarskemmdum en við Íslendingar. Það segir okkur að við erum ekki nógu dugleg að nota sólarvörn. Við skoruðum því miður báðar mjög illa í þessum part og þýðir það einungis eitt, muna eftir sólarvörn á hverjum degi!
Það var töluverður munur á hægri og vinstri hliðinni hjá okkur í þessum þætti en þegar við keyrum snúum við vinstri hliðinni að glugganum og ef hún er ekki vel varin þá komast skaðlegir geislar sólarinnar í gegnum rúðurnar á bílunum okkar og hafa því slæm áhrif á húðina.
Heiður er með dekkri húð en Ingunn en henni fylgja oft litabreytingar og skoraði hún því hærra þar en við fengum góðar upplýsingar um meðferðir og hvaða efni í húðvörum geta haft góð áhrif á litabreytingar (við munum fjalla ítarlegra um litabreytingar í húð seinna).

HRUKKUR OG FÍNAR LÍNUR

Í kringum 25 ára aldur fara flestir að taka eftir fínum línum og hrukkum að myndast í húðinni. Við erum hér engin undantekning en við höfum báðar rætt það að okkur líður smá eins og við höfum einn daginn vaknað, litið í spegil og fundist við allt í einu verið komnar með fleiri línur en daginn áður. Í húðskannanum fengum við að sjá hvar fínar línur og djúpar hrukkur eru farnar að myndast. Báðar vorum við með sjáanlegar línur undir augunum (e. crowsfeet), á enninu og milli augnanna, ásamt nokkrum djúpum hrukkum sem eru farnar að gera atlögu að komu sinni til frambúðar.

ÖLDRUNARFERLI HÚÐARINNAR

Húðskanninn sýndi okkur hvernig húðin okkar myndi eldast miðað við ástand hennar í dag ef ekkert væri gert (þ.e. stoppa að nota góðar húðvörur og engar meðferðir). Við verðum að viðurkenna að hér fengum við vægt sjokk! Það var áhugavert að sjá hvaða blettir og hrukkur myndu ýkjast og fengum við því mjög nákvæma mynd af því hvaða svæði húðarinnar myndu versna með tímanum. Sjón er hér sögu ríkari en öldrunarferlið má sjá nánar í myndbandinu okkar hér að neðan.

Við mælum eindregið með því að fara í húðskannan hjá Húðfegrun áður en farið er í einhverja meðferð. Með húðskannanum sjá þær nákvæmlega hvaða meðferð og vörur sem þær bjóða uppá eru réttar fyrir þína húð.

Í áframhaldandi samstarfi við Húðfegrun munum við prófa ýmsar meðferðir sem eiga að hjálpa húðinni okkar að vera í topp standi og koma í veg fyrir ótímabæra öldrun. Við erum mjög spenntar fyrir þessu og munum leyfa ykkur kæru lesendur að fylgjast grant með ferlinu.
Á morgun, mánudag munum við síðan byrja með veglegan gjafaleik í samstarfi við húðfegrun inná instagram reikningi okkar hér, endilega fylgist með.

[youtube https://www.youtube.com/watch?v=udlRsn_hkdc]

________

Instagram @the_hibeauty
snyrtinamskeid.is
thehibeauty.com

HVERNIG ÁTTU AÐ SKYGGJA ANDLITIÐ ÞITT?

Skrifa Innlegg