fbpx

HVERNIG ÁTTU AÐ SKYGGJA ANDLITIÐ ÞITT?

FÖRÐUN

HI!

Þegar kemur að því að staðsetja skyggingu og ljóma í förðun er mikilvægt að hugsa hvað hentar þínu andlitsfalli best. Við viljum ávallt draga fram okkar bestu kosti þegar kemur að förðun. Gott er að hugsa að allt dökkt ýtir inn á meðan ljóst dregur fram. Við tókum saman nokkra punkta sem gott er að hafa í huga við hvert andlitsfall.

SPORÖSKJULAGA

Sporöskjulaga andlitsfall var eitt sinn það allra efirsóttasta! Fallegt er að skyggja sporöskjulaga andlit á enninu við hárlínuna og undir kinnbein. Flott er að nota ljósan hyljara eða laust púður til að draga fram svæðið undir augunum, á miðju enninu og á hökunni.

HRINGLAGA

Á hringlaga andliti er fallegt að draga skyggingarlitinn í stórt C alveg frá hárrót og meðfram gagnauganu niður eftir kinnbeinunum. Hringlaga andlit eru oft sögð vera með „barnakinnar“ og er því gott að skyggja fyrir ofan kjálkalínuna en fyrir neðan munnvik til að draga inn það svæði.

KASSALAGA

Kassalaga andlit hefur í dag tekið framúr sporöskjulaga þegar kemur að vinsældum en það er talið lang vinsælasta andlitsfallið í dag. Fallegast er að skyggja undir kinnbeinin, uppi við hárlínu og sitthvoru megin við hökuna. Á móti þessari skyggingu er fallegt að lýsa upp svæðin undir augunum og á hökunni.

HJARTALAGA

Það er frekar sjaldgæft að vera með hjartalaga andlitsfall en það hefur oft verið sagt mjög „photogenic“. Það fer hjartalaga andlitum mjög vel að skyggja meðfram gagnaugunum og vel í kringum hökuna. Fallegt er að draga fram með ljósari lit efri partinn á hökunni sem er beint undir neðri vör, á mitt ennið og undir augun.

ÞRÍHYRNT/DIAMOND

Diamond andlit er það andlitsfall sem þarf þannig séð að skyggja minnst. Þetta andlitsfall er oft með mjög sterka beinabyggingu og skarpa andlitsdrætti. Sagt er að það „þurfi“ ekki að skyggja nema undir kinnbeinin en ef þið viljið draga enn meira fram beinabygginguna má líka setja skyggingarlit undir kjálkalínuna og við hárlínu.

AFLÖNG

Markmiðið með skyggingunni á aflöngum andlitum er að stytta andlitið. Skyggingin er staðsett efst á enninu og neðst hjá kjálkanum. Til að ýkja beinabygginguna og til að binda skygginguna saman er gott að setja vel af skyggingarlit undir kinnbeinin. Á móti skyggingunni er fallegt að draga ljósan hyljara eða laust púður í öfugan þríhyrning undir augun.

Góða helgi!

________

Instagram @the_hibeauty
snyrtinamskeid.is
thehibeauty.com

MATUR SEM LÆTUR HÚÐINA LJÓMA

Skrifa Innlegg