fbpx

SERUM.KREM.OLÍUR Í HVAÐA RÖÐ & AFHVERJU?

HÚÐUMHIRÐA

HI !
Það getur skipt sköpum í hvaða röð við gerum húðrútínuna okkar. T
il að fá sem mest út úr hverri og einni vöru er mikilvægt að huga að röðinni. En hvernig er best að raða vörunum upp?
Gott er að hugsa um húðina eins og vatnsglas. Þ.e. ef við hellum öllum húðvörunum okkar í glas, hvað leitar niður og hvað leitar upp.

Við mælum með að byrja á þynnstu vörunum sem eru vatnskenndar og myndu leita neðst í glasið. Færum okkur svo í þykkari kremkenndar vörur og endum á olíu, því olían sest alltaf efst ef öllu er hellt ofan í vatnsglasið.

HREINSUN

Fyrsta skrefið er hreinsun. Hreinsun er eitt mikilvægasta skrefið í húðrútínunni okkar. Mikilvægt er að tvíhreinsa húðina. Takið eftir því að makeup remover er ekki það sama og andlitshreinsir. Fyrsta hreinsun er að taka farða og augnfarða af, hreinsun númer tvö er andlitshreinsir!
Ekki nota michellar vatn sem andlitshreinsi, michellar vatn er farðahreinsir og tekur einungis farðann af!

TÓNER / ESSENCE

Tóner er vanmetið skref í húðrútínunni. Hægt er að finna tóner fyrir allar húðtýpur en það er mikilvægt að velja sér tóner með virkni sem hentar þinni húðtegund. Tóner eða essence undirbýr húðina fyrir næstu skref, þess vegna er gott að fylla húðina af virkni á eftir tóner.

SÝRUR / RETINOL

Á eftir tóner viljum við setja sýrur eða retinol, þau efni eru full af virkni og viljum við að þau komist sem best inn í húðina. Sniðugt er að blanda retinoli við serum eða krem til að milda það og hjálpa húðinni að venjast því.

ATH! Hér verður að velja annaðhvort sýrur eða retinol því ekki er ráðlagt að blanda þessum efnum saman. Ráðlagt er að byrja að nota retinol í kringum 23.ára aldur en forðast skal retinol ef um óléttu eða brjóstagjöf er að ræða.

AUGNSERUM / KREM

Augnserum / krem gefur augnsvæðinu samstundis raka eftir að við þrífum húðina. Þetta skref er mikilvægt að byrja að huga að eftir 20.ára aldur. Fyrir þrútin augu mælum við með gelkenndu kremi eða serumi. Fyrir þurrk undir augum og á augnsvæði er gott að nota rík og rakagefandi augnkrem. 

SERUM 

Serum er mjög mikilvægt skref í húðrútínunni og mælum við með að eyða góðum pening í það og velja vel. Serum er þunnur vökvi stútfullur af virkni. Ef engar sýrur eða retinol eru notuð þá viljum við fá serumið inní húðina á eftir tóner.
Gott er að þrýsta vörunni á húðina í stað þess að nudda henni.

RAKAKREM

Rakakrem gerir húðina okkar mjúka en fara ekki eins djúpt og serum og retinol gerir. Rakakremið hjálpar húðinni að læsa inn virknina af öllum húðvörunum sem settar eru á undan því. Við mælum með að nota ríkara rakakrem á nóttunni því húðin verður fyrir miklu rakatapi yfir nóttina.

OLÍUR

Læsum allt inni með andlitsolíu. Síðasta skrefið í rútínunni er valfrjálst. Gott er að læsa inni allan rakann og alla virknina með olíu. Mikilvægt er að finna olíu sem hentar húðinni þinni og lesa um olíurnar, hvað þær eiga að gera fyrir húðina þína.

 

 

________
Instagram @the_hibeauty
snyrtinamskeid.is
thehibeauty.com

 

LÉTTIR FARÐAR FYRIR FERÐALAGIÐ

Skrifa Innlegg