fbpx

LÉTTIR FARÐAR FYRIR FERÐALAGIÐ

FÖRÐUNTRAVEL

HI !
Nú þegar útilegutíminn er að ná hámarki eru margir að pakka í snyrtibuddurnar sínar. Í útilegunum leitum við í létta farða og BB krem. Við tókum saman nokkra af okkar uppáhalds léttu förðum sem eru must have í snyrtibudduna á ferðalaginu innanlands.

CHARLOTTE TILBURY

LIGHT WONDER 

Léttur og rakagefandi farði sem gefur ljóma og heilbright útlit. Hylur misfellur en helst léttur á húðinni. Fullkominn fyrir no makeup makeup look.

SENSAI

BRONZING GEL

Það kannast nú flestir við þessa vöru, ein vinsælasta bronzing varan á markaðinum. Bronzing gelið er gelkennt krem sem gefur þér frísklegt útlit samstundis. Lítil þekja en fallegt er að nota það undir farða eða blanda við léttan farða.

ORIGINS

GINZING TINTED MOISTURIZER 

Litað rakakrem, kremið kemur hvítt út og þegar þú nuddar því á andlitið þá birtist liturinn.
Liturinn aðlagast þínum húðtón og gefur þér frískleika samstundis.

DRUNK ELEPHANT

D-BRONZI

Viltu ljómandi bronzaða húð, eins og þú sért nýkomin af sólarströnd?
Þetta litaða gelkennda krem gefur þér það útlit. Innihaldsefnin vernda húðina meðal annars fyrir mengunaráhrifum.

ILIA

SUPER SERUM SKIN TINT

Nýjung í förðunarheiminum. Hér er farði, serum og sólarvörn komin saman í eitt. Super serum gefur létta þekju ásamt því að halda góðum raka í húðinni yfir daginn. Meðal innihaldsefna er hyaluronic sýra, squalane (rakagjafi) og niacinamide sem byggir upp og verndar húðina. Fullkomið fyrir þá sem hafa lítinn tíma.

ESTÉE LAUDER

DAYWEAR

Litað dagkrem sem jafnar út húðlit og gefur húðinni fallega ljómandi áferð.
Kremið er hvítt á litinn en samblandast húðinni þegar það er borið á.

BARE MINERALS

COMPLEXTION RESCUE 

Litað dagkrem sem er í gel formi. Hylur misfellur og litabreytingar ásamt því að gefa húðinni ótrúlega góðan raka yfir daginn.
Gefur fallegan ljóma og myndast einstaklega vel.  Stíflar ekki húðholur og hentar því vel þeim sem eru olíumiklir og gjarnir að fá bólur af förðum og BB kremum.

LAURA MERCIER

TINTED MOISTURIZER BROAD SPECTRUM

Litað, olíulaust dagkrem með SPF 20. Frábær léttur farði fyrir olíukennda húð, helst mjög vel á yfir daginn og gefur þekju án þess að hylja húðina of mikið. Inniheldur C og E vítamín. Fullkomið fyrir no makeup makeup look og gefur þér bestu útgáfuna af húðinni þinni.

DIOR BACKSTAGE

FACE & BODY FOUNDATION

Léttur farði sem hægt er að byggja upp í miðlungs þekju. Hylur mjög vel en er léttur á húðinni.
Þornar í demi matta áferð og á ekki að smitast í föt. Fullkominn til að blanda við farða með meiri þekju.

NYX

BARE WITH ME TINTED SKIN VEIL

Létt og rakagefandi BB krem fyrir þá sem vilja fríska upp húðina og jafna húðlitinn.
Það er einnig hægt að nota það sem farðagrunn.

ARMANI BEAUTY

NEO NUDE FOUNDATION

Þunnur, léttur farði sem gefur húðinni „ósýnilega þekju“. Húðin fær að halda sinni náttúrlegu áferð því það sést í gegnum farðann. Inniheldur meðal annars hyaluronic sýru sem hjálpar húðinni að viðhalda raka yfir daginn.

YVES SAINT LAURENT

TOUCHE ÉCLAT ALL-IN-ONE GLOW

BB krems útgáfan af vinsæla touche éclat farðanum. Silkimjúkur krem farði sem jafnar húðlit og misfellur ásamt því að gefa húðinni ótrúlega fallegan ljóma. Olíulaus farði sem gefur miðlungsþekju.

 

________
Instagram @the_hibeauty
snyrtinamskeid.is
thehibeauty.com

Innlit með HI beauty - ÓLAFÍA ÞÓRUNN

Skrifa Innlegg