fbpx

EINN AF OKKAR UPPÁHALDS: FARÐAHREINSIR

HÚÐUMHIRÐAUPPÁHALDS

HI!

Eitt mikilvægasta skrefið í kvöldrútínunni er að þrífa af sér farða og nú til dags erum við oft að nota ótrúlega mörg efni á andlitið okkar, sýrur, retinol, maskar ofl. Þá getur verið gott að einfalda hlutina og nota aðeins vatn til að þrífa af farða og þar kemur inn okkar uppáhalds farðahreinsir, Face Halo.

HI beauty hafa verið að nota Face Halo frá upphafi, áður en merkið var fáanlegt hér á landi. Við kynntumst Face Halo í gegnum ástralska áhrifavaldinn Chloe Morello, en hún er einmitt andlit merkisins og meðeigandi.

En hvað er Face Halo?

Face Halo er örtrefja fjölnota hreinsiklútur sem þrífur allan farða af. Örtrefjarnar fara ofan í húðholurnar og sækja allan skítinn aðeins með notkun vatns. Það getur verið erfitt að finna augnhreinsi fyrir viðkvæm augu, en face halo hentar einstaklega vel þeim sem eru með viðkvæm augu og nær maskaranum betur af en augnhreinsir aðeins með notkun vatns!

Hvernig nota ég Face Halo?

Þú bleytir Face Halo púðann með köldu eða volgu vatni og strýkur svo yfir andlitið… and voilá allur farði farinn af. Við mælum svo alltaf með því að þrífa húðina með andlitshreinsi eftirá.

[youtube https://www.youtube.com/watch?v=bXRlWRJUYRU]

Hvernig þríf ég Face Halo?

Það er ofureinfalt að þrífa Face Halo púðana. Hægt er að nota burstasápu, sótthreinsandi sápustykki eða uppþvottalög. Síðan má setja þá í þvottavél en það er mælt með því að þvo þá í þvottavél 1x í viku. Eftir þvott er gott að leggja þá frá sér á flatan á þurran stað, hengja á handklæðaofn eða hengja hann upp. Mikilvægt er að leyfa honum að þorna alveg til að púðarnir endist sem lengst. 

Face Halo Body

Face Halo Body er stærri útgáfa af Face Halo sem er ætlaður líkamanum. Face Halo Body er tvíhliða. Ljósa hliðin skrúbbar húðina á meðan sú svarta hreinsar og gerir hana slétta & mjúka. Við mælum með að nota face halo body til að taka af gamalt brúnkukrem!

SÖLUSTAÐIR FACE HALO

Beautybox.is
Íslandsapótek
Adora.is

 

________
Instagram @the_hibeauty
snyrtinamskeid.is
thehibeauty.com

SÓLEY ORGANICS - FYRIRMYNDARFYRIRTÆKI

Skrifa Innlegg