fbpx

SÓLEY ORGANICS – FYRIRMYNDARFYRIRTÆKI

HÚÐUMHIRÐASAMSTARFSNYRTIVÖRUR

HI!

Þessi færsla er í samstarfi við Sóley Organics

Við fórum í heimsókn í höfuðstöðvar Sóley Organics fyrr í sumar og eftir heimsóknina fundum við fyrir þessari óbilandi þörf á að segja ykkur aðeins frá fyrirtækinu sjálfu og sögu þess. Við hrifumst einstaklega mikið af starfsemi Sóley Organics, sögu þeirra og gildum.

Saga Sóley Organics

Sóley Organics var stofnað árið 2007 af farsælu leikkonunni Sóley Elíasdóttir, sem margir kannast við en hún hefur spilað stórt hlutverk í mörg ár í leikhús- og kvikmyndaheimi landsins. Hún yfirgaf stóra sviðið og elti fjölskylduhefð sem nær aftur 16 kynslóðir. Sóley vildi framleiða kraftmiklar snyrtivörur sem skaða hvorki mann né náttúru og átti hún ekki langt að sækja í áhuga sinn á jurtum. Langalangamma Sóleyjar, Grasaþórunn, var jurtafræðingur og lét þekkingu sína og kunnáttu á lækningarjurtum ganga niður ættliðina.

Fyrsta vara Sóley Organics var Græðir smyrsl og er enn í dag ein af vinsælustu vörunum þeirra. En Græðir var einmitt framleitt eftir uppskrift forfeðra Sóleyjar. Smyrslið hefur reynst einstaklega mörgum vel og leitum við HI beauty mikið í smyrslið þegar við upplifum þurrk eða fáum sár, þar sem smyrslið er svo græðandi og náttúrulegt. Smyrslið hefur reynst okkur einstaklega vel síðustu daga þar sem veðurbreytingar hafa gert það að verkum að varaþurrkur og þurrkublettir hafa komið á stjá.

Hrein innihaldsefni og íslensk framleiðsla

Bæst hefur í vöruúrvalið jafnt og þétt yfir árin og í dag framleiðir fyrirtækið yfir tuttugu mismunandi vörutegundir. Allar vörur frá Sóley Organics eru lífrænar og án allra skaðlegra efna. Öll innihaldsefni sem notuð eru í vörurnar eru samþykkt af Ecocert en það er stærsta vottunarstofa Evrópu. Þess má geta að Sóley Organics hefur unnið frá stofnun fyrirtækisins samkvæmt regluverki lífrænnar vottunar. Í dag fást Sóley Organics vörurnar í um 11 löndum.

Vissu þið að vörurnar eru það hreinar að það er nánast ekkert sem stoppar okkur frá því að borða þær… nema kannski bragðið!

Öll framleiðsla fer fram hér á landi í Grenivík og allar jurtir í vörunum eru handtýndar á sumrin af vottuðum lífrænum svæðum á Suðurlandi. Þær jurtir sem skarta stærstu hlutverki í vörulínu Sóley Organics eru:

VALLHUMALL

Vinsæl lækningajurt sem notuð hefur verið í ár og aldir. Hún var meðal annars notuð í gamla daga til að stöðva blæðingu hjá særðum hermönnum. Vallhumall hjálpar ofnæmisútbrotum og exemi og er talin ein besta jurtin til að græða þrálát sár.

VÍÐIR

Hefur meðal annars verkjastillandi eiginleika ásamt því að innihalda mikið magn af salicin sem líkaminn okkar brýtur niður í salicylic sýru. Salicylic sýra hefur sótthreinsandi og bólgueyðandi eiginleika sem er vinsæl í húðvörum.

BIRKI

Í börknum af birki má finna betulin sem hjálpar líkamanum að vinna á bólgum og er einnig mjög græðandi. Birki hjálpar húðinni að vinna á áhrifum exems og psoriasis og má finna það í öllum hárvörunum frá Sóley.

SORTULYNG

Á sér langa sögu sem lækningajurt en hefur aðallega verið notuð á undanförnum árum í húðvörur þar sem sortulyng birtir húðina ásamt því að vinna vel á sólarblettum og litabreytingum.

Annað sem greip áhuga okkar á starfsemi fyrirtækisins er umhverfisstefna þeirra. Aðaláhersla þeirra er að bera virðingu fyrir náttúrunni og er fyrirtækið í stöðugri þróun á nýjum og betri lausnum. Frá upphafi hefur fyrirtækið verið að gera sitt besta og borið mikla samfélagslega ábyrgð. Það gleður okkur að sjá þá stefnu halda stöðugt áfram með stækkun starfseminnar og erum við stoltar af þessu flotta íslenska fyrirtæki sem hefur náð langt og mun fara enn lengra.

Nokkrar af okkar uppáhaldsvörum

Loforð Sóley Organics

Við notum aðeins hreinar og náttúrulegar hágæða hrávörur sem fáanlegar eru. Við trúum því að húðvörur ættu að vera náttúrulegar og notum aldrei efni sem gætu verið skaðleg manni né náttúru. Við endurnýtum og höldum plastnotkun og umbúðum í lágmarki til að vernda náttúruna.

 

________

Instagram @the_hibeauty
snyrtinamskeid.is
thehibeauty.com

THE HI BEAUTY PODCAST !

Skrifa Innlegg