fbpx

BELLA HADID: INSPO

FÖRÐUNHÁRINSPO

HI !
Það má auðveldlega segja að Bella Hadid er style icon nútímans. 
Hún er alltaf óaðfinnanleg þegar kemur að förðun og hári og setur mjög oft af stað trend þegar kemur að þessu tvennu. Í blogginu í dag ætlum við að kryfja stílinn hennar aðeins með ykkur.

HÚÐ

 • Farðagrunnurinn hennar er nánast alltaf ljómandi og frísklegur
 • Vel contouruð. Kinnbein dregin fram og sólarpúður sett frá gagnauga og upp að hárlínu 
 • Bronzer og kinnalitur teknir hátt upp, nánast uppá kinnbein til að ýkja andlitsdrætti og hækka andlitið

AUGU

 • Foxy augu
 • Augnskugginn dreginn upp að augabrún og út að gagnauga til að lengja augun 
 • Sleppir oft augnskugga undir augunum til að ná fram ýktri möndlulaga augnumgjörð

AUGABRÚNIR

 • Augabrúnir hennar eru beinar
 • Fara ekki í boga heldur beint út að gagnauga
 • Beinar augabrúnir ýkja lenginguna sem foxy eye lookið býr til

HÁR

 • Sleek ponytail er hennar signature
 • Hátt tagl með skiptingu er hárstíll í dag sem nefndur er eftir Bellu og kallast „the Bella pony“
 • Hárið er alltaf sleikt frá andlitinu og dregið upp til að tosa í augun og aftur ýkja foxy eye shape-ið

Það er einstaklega skemmtilegt að fylgjast með Bellu þar sem hún tekur áhættur í förðun & hári og er óhrædd við að rokka ótrúlega flott og djörf fashion look.

Við munum halda áfram að fylgjast með Bellu og sjá hvernig stíllinn hennar þróast.

Hér er hægt að fylgja Bellu á instagram

Góða Helgi xx

________
Instagram @the_hibeauty
snyrtinamskeid.is
thehibeauty.com

Innlit með HI beauty - Ástrós Trausta

Skrifa Innlegg