Halló!
Það getur oft verið vandasamt að finna góðan hyljara en ég er búin að prófa þá nokkra í gegnum árin og langar að deila með ykkur í dag mínum Topp 5 hyljurum þessa stundina.
- Tarte Shape Tape – Þekjandi hylari sem gefur matta áferð, þannig maður ætti ekki að þurfa púður og lyftir upp augnsvæðið. Ótrúlega auðvelt að blanda með honum og þarf bara pínulítið af vöru í einu. Hann inniheldur mangó fræ og shea butter sem gera hann ótrúlega mjúkan.
- Maybelline Instant Eraser – Hyljari sem er búinn að vera uppáhaldi hjá mér í mörg og ár klikkar aldrei. Hyljarinn inniheldur goji ber og Haloxyl sýru sem draga úr þrota og kæla svæðið í kringum augun. Það má því segja að þetta sé algjör baugabani. Mér finnst líka mjög þægilegt að ásetjarinn sé svampur, sem gerir ásetninguna mjög auðvelda. Hann myndast líka mjög vel og endist lengi á húðinni.
- Stay Naked Concealer – Hyljari sem gefur matta áferð og mikla þekju. Hann hefur þó teygjanleika í sér þannig hann fer minna í fínar línur og á að haldast á húðinni í allt að 24 klst. Mér finnst hann ótrúlega léttur á húðinni þótt að hann sé mjög þekjandi. Litavalið hjá Urban Decay er líka einstaklega gott.
- Clarins Instant Concealer – Formúlan inniheldur aloe vera sem gerir það að verkum að hyljarinn gefur góðan raka og er mjög frískandi undir augunum. Þegar hyljarar gefa raka þá eru líka minni líkur á að þeir fari í fínar línur. Þessi hyljari hentar öllum húðtýpum og er til dæmis líka mjög góður að hylja bólur eða roða.
- Becca Cosmetics Brightening Concealer – Þessi vara er ekki beint hyljari heldur meira litaleiðréttandi. Ég varð samt að hafa hann með því þetta er algjör töfravara. Þetta er eins og 8 klst svefn í krukku, tekur í burtu þrota, bláma og dökka bauga. Formúlan inniheldur meðal annars vítamín E til þess að gefa raka og lyftingu, vitamín C to að þétta og birta húðina. Ótrúlega auðvelt að blanda vörunni og þarf lítið í einu.
Takk fyrir að lesa xx
Guðrún Helga Sørtveit
Skrifa Innlegg