fbpx

ÓSKALISTINN MINN // SUMARÚTSALA KRINGLUNNAR

ÓskalistinnSamstarf

// Færslan er unnin í samstarfi við Kringluna.

Núna um helgina stendur yfir sumarútsala í Kringlunni þar sem hægt er að gera frábær kaup! Í samstarfi við Kringluna tók ég saman nokkra fallega hluti fyrir heimilið sem sitja á mínum óskalista – og eins og alltaf þá stenst ég aldrei mátið að setja með sitthvað fallegt fyrir mig sjálfa, sumarkjól, hvíta strigaskó og hlébarða hliðartösku sem er alveg æðisleg. Það má alltaf bæta við fallegum hlutum fyrir heimilið og rakst ég m.a. á góð tilboð hjá Bast, Kúnígúnd, Casa, Epal og fleiri verslunum. Royal Copenhagen er til dæmis á 30% afslætti í Kúnígúnd, allar Bitz vörur eru á 20% afslætti hjá Bast og auk þessu eru iittala vörur á frábærum afslætti hjá iittala versluninni og Casa. En allt eru þetta vörur sem ég held mikið uppá ♡

Ég gæti hugsað mér að eiga alla þessa fallegu hluti hér að neðan ♡

1. Bitz glerflaska, tilvalin í sumarboðið á pallinum. 20% afsláttur í Bast. // 2. iittala rósagylltar skálar eru á 50% afslætti í Casa. // 3. Sætir söngfuglar Kay Bojesen, Epal. // 4. Royal Copenhagen, Blue Mega thermo bolli í safnið mitt, eru á 30% afslætti hjá Kúnígúnd. // 5. Dásamlegur heimilisilmur frá Voluspa, MAIA. // 6. Le Creuset steypujárnspottur er eilífðareign, er nú á 20% afslætti hjá Kúnígúnd. // 7. Lúpína á vegginn, fallegt veggspjald frá Hrím. // 8. Bleik skál frá Bitz sem nú er á 20% afslætti hjá Bast. // 9. DAY Gweneth taska, (hún er því miður ekki á afslætti – en er svo falleg að hún fær að vera með) Kúltúr. // 10. Iittala glerfugl, Bullfinch sem er á 50% afslætti hjá Epal og Casa. // 11. Sumarlegur kjóll frá Envii sem fæst hjá 17. // 12. Ecco strigaskór á 30% afslætti hjá Ecco og Steinar Waage. // 13. Blue Mega skál frá Royal Copenhagen á 30% afslætti hjá Kúnígúnd. // 14. iittala Leimu lampi á 30% afslætti hjá Casa. 

Eigið góða helgi kæru lesendur –

// Fylgstu einnig með á Instagram @svana.svartahvitu

ÓSKALISTINN // HEIN STUDIO PLAKAT

Skrifa Innlegg

Skilaboð 1