fbpx

HVAÐ DREYMIR ÞIG UM Í JÓLAGJÖF? BÚÐU TIL ÞINN ÓSKALISTA INNÁ KRINGLAN.IS

Samstarf

Eitt af því skemmtilegra sem ég geri er að setja saman minn óskalista hér fyrir bloggið, eitthvað sem endurspeglar minn smekk þá stundina og oft líka áhugamálin. Það getur nýst vel að hafa slíkan óskalista við höndina þegar kemur að góðum tilefnum, öll höfum við heyrt af brúðkaupslistunum góðu og sumir gera jafnvel sinn eigin afmælisóskalista, en þá er oftast skrifaðar nokkrar hugmyndir á blað. Mér finnst því skemmtileg nýjung sem Kringlan býður uppá í ár sem er Óskalisti sem hægt er að setja saman á auðveldan hátt með því einfaldlega að smella á þær hjarta í vöruleitinni á Kringlan.is. Tilvalið að deila með þínu fólki  öllu því sem þig dreymir um í jólagjöf en hægt er að deila listanum áfram í tölvupósti, á facebook eða á twitter.

Þegar búið er að deila listanum má alveg halda áfram að breyta honum og bæta við og uppfærist listinn sjálfkrafa á linknum sem þú verður með. Ég er komin með yfir 100 hugmyndir og er enn að bæta við!

Minn lista má sjá hér að neðan sem ég gerði í samstarfi við Kringluna, þar má sjá úrval af allskyns fyrir heimilið, fyrir mig og fyrir börnin. Góðar jólagjafahugmyndir og ef þú smellir á minn lista hér – getur þú einnig nýtt mínar hugmyndir og smellt hjarta á það sem þú vilt vista hjá þér.

Færslan er unnin í samstarfi við Kringluna♡

Kíktu endilega við á vefsíðu Kringlunnar og prófaðu að setja saman þinn óskalista!

FYRSTI SUNNUDAGUR Í AÐVENTU // AÐVENTUGJAFALEIKUR

Skrifa Innlegg