LÍFIÐ: KAFFESMEDEN

LÍFIÐ

Sundays are for coffee? Og í þetta skiptið var það ekki Sjöstrand sem varð fyrir valinu, ótrúlegt en satt.

Elsku litli bróðir minn og dásemdar kærastan hans keyrðu í 10 tíma frá Svíþjóð til að heimsækja okkur um helgina. Eins og svo oft áður (fleiri gestir hafa beðið um sömu heimsókn) þá óskuðu þau eftir að fá að heimsækja Kaffesmeden, sem er krúttlegt kaffihús sem ég held mig gjarnan á með tölvuna þegar ég vil gera örlítið vel við mig. Ef þú pantar þér Cappuccino á þessu heimilislega kaffihúsi þá gætir þú átt von á því að fá skreyttan kaffibolla með dýrum sem þú óskar eftir, en það fer alfarið eftir því hvort uppáhalds kaffilistamaðurinn sé á svæðinu. Mæli með!

Það er auðvitað löngu kominn tími til að ég segi frá þessu kaffihúsi hér á blogginu en ég hef oft birt myndir þaðan þó ég hafi ekki sérstaklega tekið það fram hvaðan þær eru. Hér er ekki bara hundur í bolla – heldur tekur hundurinn Mocca vel á móti manni, hún á heima þarna og GM var glaður að rekast á hana.

Æ ég elskaði þessa samverustund .. sjá ykkur.

Myndir eru minningar og Arna er sammála mér þar en hún á heiðurinn af flestum hér í færslunni.  Við Arna erum reyndar sammála um margt í þessu lífi – ég sé unga Elísabetu Gunnars í henni. Finnst ég eiga svolítið mikið í þessum ungu sænsku hjúum mínum.

Ennþá (alltaf) í Birkenstock ;) … fékk margar fyrirspurnir út í toppinn sem er því miður gamall úr ZÖRU.

Ég á fullt fullt af fleiri myndum frá helginni sem ég geymi á góðum stað. Vel heppnuð helgi í alla staði. Lesið meira um dagana okkar á blogginu hjá Örnu: HÉR

xx,-EG-.

@elgunnars á Instagram 

Í HVAÐA SKÓM VERÐUM VIÐ NÆSTA SUMAR?

FASHION WEEKHEIMSÓKNSHOP
Þessi færsla er unnin í samstarfi við Kaupfélagið

Ég veit það er of snemmt að tala um þetta en ég ætla samt að láta vaða –

Ástæðan er sú að ég tók þátt í skemmtilegu verkefni með Kaupfélaginu á tískuvikunni í Kaupmannahöfn. Ég var aðstoðarkona og ráðgjafi í þeirra innkaupum fyrir næsta sumar – ég elska svona verkefni og þau gefa mér mikið. Innkaup og sölumennska er mikið áhugamál og kannski eitthvað sem ég sakna smá frá því að ég vann í verslunum. Fylgjendur mínir virtust einnig kunna að meta þetta miðað við áhugann sem ég fékk a Intagram Story. Takk Kaupfélagið fyrir að leyfa mér að eiga notalega stund með ykkur!

Í þetta skiptið fékk ég að vera með í innkaupum á danska merkinu Shoe Biz Copenhagen sem Íslendingar eru eflaust farnir að þekkja vel. Shoe Biz er hluti af dönsku fjölskyldufyrirtæki sem var stofnað árið 1941 – það er undirmerki hjá Gardenia sem ég hef skrifað um á blogginu áður. Merkið gerir skó úr hágæða leðri og eru þægindi og árstíðabundin trend höfð að leiðarljósi í hönnunarferli þeirra. Gardenia er á meðal fyrstu skómerkja í Danmörku sem sýndu skó sem höfðu háan hæl og mjóa tá og nú 76 árum síðar er Gardenia lykilmerki innan danska tískuiðnarins.

 

Úllen dúllen doff! Þetta eru mínir uppáhalds og þeir verða ALLIR fáanlegir á Íslandi!

 

Bandaskór í öllum litum eru á óskalista undiritaðrar fyrir vorið, mega helst vera þessir sem koma með lágum og háum hæl. Eruði jafn hrifin og ég?


En haustið kallar meira á svona skó ... sem við getum notað allt árið um kring. Eeeelska þessa!

og þessa (!!)

Þessir síðustu eru í miklu uppáhaldi hjá mér fyrir þær sakir að þeir eru svo lágir uppá öklann – sem er kannski ekki venjan en mér finnst þeim takast vel til með þessa.

Hlakka til að fá þessa fallegu línu í sölu í vor á Íslandi. Ég verð fremst í röð!

Takk kærlega fyrir mig – þetta var ljómandi gaman.

xx,-EG-.

PERLUR Í AÐALHLUTVERKI

SHOPTREND

 

Alveg ómeðvitað voru perlur í aðalhlutverki í fylgihlutavali undiritaðrar í síðustu viku. Ég fékk svakalega margar spurningar út í spöngina sem er ástæðan fyrir því að hún fær sér bloggfærslu. 

Spöngin var keypt á hlaupum þegar ég sá glitta í hana í búðarglugga á Strikinu. Hún er frá Zöru og fæst líka á Íslandi samkvæmt fylgjanda á IG sem sagði mér það ..

Spangir eru án efa sá fylgihlutur sem ég hef notað mest í sumar og ég er viss um að það fylgi mér áfram út veturinn – svo þægilegt að taka hárið frá augunum á þennan máta …. og líka voða smart ;)

Ég er glöð með þessa tilteknu en það má finna sambærilegar í H&M, Lindex, hjá Andreu (hún er með mjög gott úrval) , Vero Moda og Gallerí 17 á Íslandi  … mæli með!

xx,-EG-.

HIPP HIPP HÚRRA – TRENDNET 7 ÁRA

LÍFIÐTRENDNET

Ég er ekki fyrr lent heima eftir tískuvikuna í Kaupmannahöfn áður en ég opna tölvuna aftur og fer út í aðra sálma á blogginu. TRENDNET Á 7 ÁRA AFMÆLI Í DAG og ég er svo stolt og glöð yfir þeirri staðreynd. Miðju “barnið mitt” sem vex og dafnar svo vel.

Með Trendnet (tölvuna) í annarri og kampavín í hinni .. það er svoleiðis þegar maður á afmæli á föstudegi ;)

Þegar ég opnaði vefsíðuna, ásamt Álfrúnu Pálsdóttir árið 2012, hafði ég svo mikla trú á því að hún myndi virka vel á okkar íslenska trendí markaði. Síða sem einungis inniheldur jákvæðar umfjallanir og gleði fréttir væri eitthvað sem Íslendingar myndu kunna að meta. Það tók tíma og orku að sannfæra fyrirtæki og auglýsendur um að þetta væri málið og hefur þessi markaður heldur betur breyst síðan þá og í dag þarf ég ekki að sannfæra neinn.

Eru til margir nýjir fjölmiðlar/fréttasíður á Íslandi sem hafa lifað svo lengi? Ég er ekki viss um að sá fjöldi sé tveggja stafa tala.

Staðan er sú í dag að Trendnet hefur aldrei fengið eins góðan lestur og er það merki um að við séum á réttri leið og að við séum að gera eitthvað rétt. Í dag er konseptið skýrara, við erum alltaf að læra og reyna að gera betur með hverjum deginum sem líður. Vörumerkið er orðið sterkt og við erum alltaf opin fyrir að prufa nýja hluti, viljum standast kröfurnar sem gerðar eru til okkar og rúmlega það.

Í dag hefur Trendnet undir sínum hatti 13 bloggara sem allir eru ólíkir en svo frábærir – hverjir á sínu sviði. Hvort sem það er tíska – heilsa – fegurð – heimili – hreyfing – matur eða annað … þá ættu lesendur að finna eitthvað við sitt hæfi þegar þið opnið trendnet.is <3

Frá vinstri: Ása Regins, Svana Lovísa, Guðrún Sortveit, Andrea Röfn, Pattra, Helgi Ómars, Theodora Mjöll, Erna Hrund, Linnea, Moi, Birgitta Líf, Sigríðurr og Hilrag sem öll tilheyra Trendnet fjölskyldunni. Á myndina vantar samt sem áður nokkra góða.

Það eru nokkrir pennar sem skrifa á síðuna í dag sem hafa verið með frá upphafi (!) Nýjir bloggarar hafa komið í teymið okkar og aðrir farið í ný hlutverk en eru alltaf Team Trendnet. Það gerir mig einnig stolta að allir sem hafa yfirgefið síðuna hafa gert það á góðum nótum en það er sko ekki sjálfsagður hlutur. Trendnet fjölskyldan er dýrmætur hópur af eintómum snillingum með bein í nefninu og glaðlyndi að leiðarljósi í lífinu. Ég dýrka þau öll – gamla sem nýja.

… svo þessi. Það er eru ekki allir sem vita hversu mikið Gunni gerir bak við borðið á Trendnet. Hann er klárasti maður sem ég þekki og ég er svo lánssöm að vera gift honum.

TIL HAMINGJU MEÐ AFMÆLIÐ elsku Trendnetarar, bloggarar og að sjálfsögðu lesendur, án ykkar væri ekkert stuð. SKÁL!

Trendnet gleður og gefur á undirsíðunni TRENDNÝTT – ekki missa af því HÉR og á Trendnet Instagram HÉR.

Góða helgi til ykkar xxx

xx,-EG-.

TREND: MEÐ ÞENNAN HATT Á HEILANUM

FASHIONFASHION WEEKTREND

Það má með sanni segja hinn svokallaði “Bucket” hattur sé búinn að vera eitt af trendum sumarsins. Hatturinn er ekki aðeins til að halda sólinni frá augunum heldur ýtir hann aðeins undir “kúlið” á lúkkinu hverju sinni. Hvort sem það er kjóll, hælar eða sneakers þá hefur þessi ágæti fylgihlutur einhvern veginn virkað vel með flestu. Á mínu heimili er það Alba, heimasætan, sem hefur fylgt trendinu hvað mest þetta sumarið með því að stelast í skúffurnar hjá mér og Gunna sem eigum sitthvorn hér heima.

Tískuvikur geta selt manni ýmislegt og í þessu tilviki var það Baum UND Pferdgarten sem lét mig langa í nýjan bucket hatt. Þau sýndu þessa nýju útgáfu á tískupöllunum í Kaupmannahöfn í gær – ég er með þennan hatt á heilanum …

Þetta bucket snið er einhvernveginn meira classy og þau komast upp með það með því að hanna hattinn í þessu seethrough stífa efni sem lúkkar svo vel að mínu mati (afsakið ensku sletturnar!).

Hér sjáið þið þennan ágæta fylgihlut í nokkrum litum:

Baum und Pfergarten SS20

Vonandi fáum við þessa í sölu heima á Íslandi  .. ég krossa fingur.

xx,-EG-.

 

Bestseller heillaði með fögrum flíkum

FASHION WEEKHEIMSÓKNSAMSTARF
Færslan er unnin í samstarfi við Bestseller á Íslandi

Ég fékk þann heiður að fá að heimsækja höfuðstöðvar Bestseller í Kaupmannahöfn. Yfirleitt gef ég mér ekki tíma í heimsóknir af þessu tagi á tískuvikum (reyni að velja aðra daga á árinu í svoleiðis gigg) en að þessu sinni hentaði það fullkomlega. Höfuðstöðvarnar eru staðsettar í gullfallegu dönsku húsi þar sem er hátt til lofts, skreytt með rósettum í hverju horni – algjör draumur. Ég mátaði með þeim mínar uppáhalds flíkur sem eru væntanlegar í verslanir fyrir jólin – tímabilið á fötunum hér að neðan er ágúst – desember svo biðin er ekki löng.

Fyrir ykkur sem ekki þekkið til fyrirtækisins þá er Bestseller danskt fjölskyldufyrirtæki sem var stofnað í Danmörku árið 1975 með yfir 3000 verslanirnar í 38 löndum. Fyrsta Bestseller verslunin opnaði á Íslandi árið 1993 og í dag eru þær 10 talsins – Selected, Jack & Jones, Name it, Vero Moda og VILA.

Ég hefði getað mátað föt í heila viku því úrvalið var svo mikið en við ákváðum að einbeita okkur að VILA og merkinu Y.A.S sem er í sölu hjá Selected Femme. Hér að neðan er minn topp 10 listi – njótið <3

VILA

Þessi við grófa sneakers er algjörlega málið! Má bjóða þér bláan eða viltu frekar í hvítu? Bæði í boði því tveir litir verða í verslunum VILA í haust. Ekki til þægilegra lúkk að vinna með ..

VILA

Gallasamfestingur sem kallaði á mig. Ég á einn svipaðan sem ég hef átt í mörg ár og nota enn.

Y.A.S / SELECTED

Ég klæddist þessum bláa kjól á Instagram og þið voruð allar jafn sjúkar í hann og ég. Frá merkinu Y.A.S og er væntanlegur í Selected fyrir jólin.

Y.A.S / SELECTED

Eru ekki allir bara afslappaðir á tánum í svona heimsóknum? Andrúmsloftið inanndyra var svo gott að við leyfðum okkur að vinna þetta á léttu nótunum – þessi kjóll er æði og hægt að dressa upp og niður (eins og í þessu tilfelli) eftir tilefnum.

Y.A.S / SELECTED

Dragt drauma minna! Sniðið, efnið og liturinn – þessi er komin á óskalista!

VILA

Vila kjóll sem kemur í þessum fallega föl bleika lit – en líka í svörtu og bláu fyrir okkur Íslendingana sem veljum það gjarnan.

VILA

Ganni? Neei bara Vila og ég er in love. Þessi jakki er sú flík sem ég labbaði fyrst að í sýningarherberginu. Ég sé fyrir mér að nota hann sem yfirhöfn á sumrin en klæðast honum við leðurbuxur og hæla sem fínni flík í vetur. Þið megið herma ;)

VILA

Það hefur ekki farið fram hjá neinum að kjólar eru trend sem er ekki að hverfa í bráð. Ég mæli með að þið notið sumarkjólana áfram inn í veturinn en dressið þá við þykkar góðar peysur, eins og þessa hér að ofan.

VILA

Æ svo er viðeigandi að enda mátunina á einum sem ég veðja á að verði bestseller í búðunum (föttuðuð þið þennan ;) haha…) !

Ég elska að finna flíkur sem eru trendý en samt þannig að Gunna út í bæ myndi líka vilja klæðast henni – eitthvað fyrir breiðan hóp. Þessi svarti satín samfestingur er einmitt þannig flík.

____

Takk kærlega fyrir mig Bestseller HQ – hlýju móttökurnar sem þið gáfuð mér láta mig langa að koma sem oftast í heimsókn. Kíkið endilega á heimsóknina á Trendnet story í highlights HÉR ef þið viljið sjá flíkurnar meira lifandi.

Hér í Danmörku finnið þið þessi merki ekki eingöngu í merktum Bestseller verslunum heldur eru þau seld í útvöldum verslunum og hanga þar á slám í bland við önnur virt tískumerki. Það heillar mig – þessar minni concept verslanir velja þá sínar uppáhalds flíkur en ekki heilu línurnar.

xx,-EG-.

TÍSKUVIKU KVEÐJUR

DRESSFASHION WEEK

Þessi tími ársins …
Ég er lent í Kaupmannahöfn þar sem ég ætla að eyða nokkrum dögum á tískuvikunni. Að þessu sinni setti ég upp planið á smá ólíkan hátt en ég er vön en ég vona að þið hafið gaman að því, ég er í beinni á IG Story bæði hjá mér @elgunnars en líka á Trendnet @trendnetis sem ég deili með bloggfjölskyldunni minni næstu daga.

Hressar tísku-systur. AndreA og Paldís mínar <3

Fyrsta lúkk eru sandalar og almenn þægindi í sólinni – það má? Set inn nýja færslu í kvöld eða strax í fyrramálið – skemmtileg dagsrká bíður mín í dag … fylgist endilega með í beinni. Sjáumst á Instagram.


Jakki: Lán frá Gunna / okkar eigin hönnun, saumaður í Tælandi 

Samfella: Ofnotaða góða flík frá OW / AndreA
Buxur: Malene Birger
Skór: Birkenstock
Sólgleraugu: Gucci/AUGAÐ

xx,-EG-.

ÓVÆNT ÁNÆGJA FRÁ NOTES DU NORD

DRESS
Peysan var gjöf

Æ en óvænt ánægja, pakkinn sem beið mín á tröppunum í morgun. Um er að ræða gjöf frá Notes du nord sem er orðið eitt af mínum uppáhalds merkjum og þið eruð mörg farin að þekkja það líka. Merkið setti sína fyrstu línu í sölu sumarið 2018 og hefur vaxið hratt síðan þá. Það hefur verið í sölu á Íslandi frá fyrsta seasoni þegar AndreA okkar tók eftir því á tískuvikunni í Kaupmannahöfn. Hún pantaði það strax í verslun sína í Hafnarfirði þar sem því hefur verið vel tekið.

Þessi peysa kallaði á mig á tískuvikunni í ágúst í fyrra (!) – já maður þarf að bíða eftir hlutum sem maður sé þar. Ég bað Andreu að panta hana inn því ég hélt að hún gæti verið góð flík fyrir íslensku vini mína. Þær hjá Notes du nord hafa munað eftir áhuga mínum og ákveðið að senda mér hana heim – það er svo sannarlega ekki sjálfsagt mál. TAKK.

Ég hef varla klætt mig síðustu vikurnar en “píndi” í föt í dag – langaði svo að nota hana strax.Annars var kaffi kallinn minn með á flestum myndunum sem Alba tók í dag –

Jújú, þömbum þetta Sjöstrand kaffi bara ..

Peysa: Notes du Nord/AndreA, Buxur: Vintage, Skór: H&M STUDIO

Gunni: Bolur: COS, Buxur: SamsøSamsø , Skór: Adidas Yung1/Húrra Reykjavik

xx,-EG-.

ED, VINUR MINN

LÍFIÐ

Þið getið byrjað að láta ykkur hlakka til tónleikana með Ed Sheeran í Laugardaldnum í ágúst. Þetta krútt hélt tvo tónleika hér í DK um helgina og við létum okkur ekki vanta í stuðið. James Bay og Zara Larsson hituðu upp og þvílíkar stjörnur sem þau voru á sviðinu sem stóð í Tusindårsskoven í Odense. Ég hef aldrei komið á svona næs venue þar sem veðrið hjálpaði svo sannarlega til við að gera upplifunina upp á 100. Takk fyrir mig, Ed, vinur minn.

Myndir: Ed Sheeran á Instagram

Deitin mín góðu:

Ég var með sól í augu, og hjarta, þegar þessar myndir voru teknar.

Spöng: AndreA, Samfella: Nelly, Stuttbuxur: Klipptar gallabuxur úr Lindex, Belti: Other Stories, Skór: Birkenstock (haha alltaf! í hitanum)

Alba fór að sjálsögðu all in og keypti sér merktann tshirt, en ekki hvað ….

Dásamlegi dagur.

xx,-EG-.

LE MARCHÉ: TON STÓLAR

HOME

Það er svo góð tilfinning að gefa gömlum hlutum nýtt líf – hvort sem það er fatnaður eða annað þá er hringrásin svo mikilvæg í nútíma samfélagi. Ég er sjaldan ánægðari með kaupin en þegar ég gref upp gersemar á mörkuðum. Um helgina komu þessir sænsku stólar með mér heim, þeir eru eins og nýir og passa einkar vel við danska heimilið okkar. Starfsstúlkan sagði mér að gömul hjón hefðu komið með þá fyrir nokkrum dögum og að þau hefðu verið búin að láta skipta um bastið nýlega en aðeins viljað halda 4 og látið 2 frá sér – heppin við.

Ég var reyndar með móral yfir því hvað við borguðum lítið því einn svona stóll í Artilleriet (sænsk verslun í Gautaborg sem við höldum uppá) kostar 57.000 krónur stykkið en við fengum þessa tvo á ca 15.000 krónur saman. Það kallast allavega að gera góð kaup!
Fást þessir stólar á Íslandi? Ég er ekki viss því miður ..

armchair 811 :

In the 19th century, Michael Thonet, established his first factory to create the timeless chairs with help from the bentwood-technique – the method still used today. Thonet’s essential breakthrough in production methods allowed him to produce light, strong wood, bent into curved, graceful shapes by having the wood in hot steam. This enabled him to design elegant, lightweight, durable and comfortable furniture while creating a unique segment of furniture that stands out still today.

The armchair, inspired by a model from 1930 by Josef Hoffmann, blends his interest in Art Nouveau and simple shapes with manufacturing processes applied in Bystrice pod Hostynem since 1861. The armchair is therefore more geometrical, but bears the clear features of the manual bending technique of TON.

Annars bíð ég spennt eftir nýjum stólum (brúðkaupsgjöf sem við erum loksins búin að kaupa) til að para saman við þessa.
En það að fá nýja stóla inn þýðir líka að aðrir fari út – og vonandi á nýtt heimili, þannig heldur hringrásin áfram.

xx,-EG-.