BIOEFFECT Á FERÐINNI

ÍSLENSK HÖNNUNLÍFIÐ
Færslan er unnin í samstarfi við BioEffect

Halló halló … þegar þetta er skrifað sit ég í bíl á leiðinni út úr bænum. Með í för er meðal annars þetta –


Ferðasett BioEffect er mesta snilld í heimi fyrir konur eins og mig. Ég var að kaupa mér pakka númer tvö eftir að ég fékk fyrsta pakkann í gjöf fyrr í vor – sá kom með mér til Arizona og bjargaði mér algjörlega þar og á ferðalögum vikurnar á eftir.

Nú þegar sólin skín svona skært er mikilvægt að passa uppá húðina, nota sólavörn á daginn og þrífa hana vel með góðum hreinum efnum á kvöldin. Eins og ég sagði ykkur HÉR þá nota ég Bio Effect þegar ég hreinsa húðina og ég hef ekki farið leynt um það hvað ég elska þessar vörur mikið. Áfram Ísland þar eins og annars staðar ;)

Þó ég kunni vel að meta hreinsivörurnar þá er uppáhalds uppáhalds varan mín EGF augnpads sem algjörlega bjarga mér – og sérstaklega í svona vinnu keyrslum eins og ég hef verið að taka reglulega.

Viljið þið prófa? Ég er að gefa ferðasett og EGF augnpads á Instagram aðgangi mínum: HÉR – takið endilega þátt ;)

Sjáumst úti á landi! Mikið hlakka ég til!

xx,-EG-.

 

 

DRESS: KALLI K

DRESSMATURSAMSTARF

Það er ansi skemmtilegt nafnið á fyrirtækinu sem bauð mér á viðburð á “ströndinni” í gær … Kalli K. Þó vona ég að þau opni fyrir möguleikann á að gefa þessum Kalla einhverja góða konu, einn daginn ;)Kalli K er heildsala sem flytur inn vín, mat og súkkulaði og Rósa María, mín hægri hönd, dró mig með sér í stuðið, í blíðunni. Ég klæddist kjól frá Notes du Nord og fékk þónokkrar spurningar á Instagram story þegar það sást glitta í hann innan um jakkaklædda menn ;) Kjóllinn er æðislegur og ég er búin að vera mjög spennt að nota hann á Spáni seinna í mánuðinum því mér finnst hann svo sérstaklega sumarlegur. En þar sem Ísland er að koma mér virkilega á óvart þá ákvað ég bara að nota strax, en við buxur og lokaða skó að þessu tilefni.

Kjóll: Notes Du Nord / AndreA, Buxur: Weekday, Skór: Zara
… annars verð ég að minnast á skóna hennar Rósu, þeir eru frá Topshop – trylltir.

Takk fyrir mig Kalli K, nýji vinur minn ;)
Meira: HÉR

xx,-EG-.

AUKA SUNNUDAGUR

LÍFIÐ

View this post on Instagram

Sundays .. 🥂

A post shared by Elísabet Gunnars (@elgunnars) on

Þessi veðursæla er að veita mér svo mikla hamingju – veit hreinlega ekki hvar skal byrja. Síminn minn er stútfullur af íslenskum umhverfis myndum hér og þar um landið en markmið mitt í júní heimsókninni var að ná mörgum dögum fyrir utan höfuðborgina. Í dag skrifa ég bloggfærslu með fallegt útsýni yfir Nesjavelli – bara alls ekki slæmt.

Við tókum sólahring á ION með vinafólki sem eru líka viðskiptafélagar og ferðin sett upp með það að markmiði að setja smá stefnu með litla sænska kaffifyrirtækið okkar sem er að falla vel í kramið hjá Íslendingum. Takið frá föstudaginn 21.júní en þá ætlum við okkur að halda viðburð í HAF Store, segi ykkur betur frá því í næstu viku.

Smá sólarkveðjur á þessum ágæta auka sunnudegi – vonandi eru þið að njóta eins vel og ég þennan daginn.

Eina sem ég erfitt með að venjast á Íslandi eru þessar björtu sumarnætur. Myndirnar að neðan eru t.d. teknar á miðnætti í gær og það er alveg ótrúlegt.

 

Vetur vs. Sumar? HÉR heimsótti ég hótelið á köldum janúardegi, öðruvísi, en bæði næs.

xx,-EG-.

MIÐNÆTUROPNUN Í SMÁRALIND

SAMSTARFSHOPSTELDU STÍLNUM

Færslan er unnin í samstarfi við Smáralind

Fylgdust þið með mér á Trendnet Instagram story í gær? Þar fór ég yfir úrvalið í verslunum Smáralindar sem stendur fyrir Miðnæturopnun í dag, 6.júní. Eins og áður þá tek ég út mínar uppáhalds vörur og mæli með þeim sem kauptips fyrir ykkur. Það eru frábær tilboð í flestum verslunum í dag, og aðeins í dag, og því um að gera að kíkja í heimsókn í Kópavoginn.
Hér að neðan má sjá mínar uppáhalds vörur úr búðunum:

 

 

Svona verður Miðnæturopnun í Smáralind fimmtudaginn 6. Júní

– Vegleg tilboð í verslunum og á veitingastöðum sem gilda allan daginn
– Opið til kl. 24:00
– Frá kl. 17:00 verður skemmtileg stemning um allt hús með gómsætu smakki, skemmtiatriðum og spennandi kynningum
– Krakkavæn dagskrá verður á milli kl. 17 og 19 – Candy floss, pop-up leikvöllur og skemmtilegar fígurur verða á flakki um húsið
– Um kvöldið koma m.a. fram Hr. Hnetusmjör og Huginn og Friðrik Dór
– Allar upplýsingar um tilboð og dagskrá er að finna á www.smaralind.is
– Ef þið viljið sjá mig máta flíkurnar í formi myndbands, pressið: HÉR

Sjáumst!

xx,-EG-.

LE SPECS FÆST NÚNA Á ÍSLANDI

SAMSTARFSHOP
Færslan er unnin í samstarfi við Yeoman Reykjavik & Le Specs.

Ísland fagra Ísland á svona dögum – það er reyndar algjört gluggaveður, klæðið ykkur vel!
Ég tók þátt í myndatöku í gær í tilefni þess að nýtt sólgleraugnamerkið var að lenda í Yeoman Reykjavik. Það var Íris Dögg Einarsdóttir sem mundaði linsuna fyrir Le Specs.

Merkið vildi gefa nokkrum áhrifavöldum gleraugu og ég var ein af þeim heppnu í þetta sinn. Ég hef þekkt Le Specs í lengri tíma og á einmitt önnur gleraugu frá þeim sem ég keypti mér í Gautaborg fyrir nokkrum árum. Gunni sömuleiðis.

Ég valdi mér týpuna Outta Love sem koma í þessum orange brúna lit og svörtu. Mér finnst þau æði!
Verð: 10.900,-

Um Le Specs:
Since 1979, Le Specs has become renowned globally for it’s iconic and innovative sunglass collections at an affordable price. With a reputation as the ultimate summer accessory, Le Specs developed an international cult following and has become a true trendsetter in the global fashion market.

Le Specs has been worn by some of the most recognised and influential personalities today, including Beyonce, Rihanna, Gigi and Bella Hadid, Lady Gaga, Zayn Malik, Kendall Jenner and Justin Bieber.

Það heillar mig við merkið að þú kaupir gæði og hönnun á sanngjörnu verði. Merkið tillir sér þannig einhvers staðar á milli hátísku merkjanna og þeirra sem fást í stóru verslunarkeðjunum.

Nú getum við í fyrsta sinn keypt þessi gleraugu á Íslandi og ég er eiginlega alveg viss um það að þið eigið eftir að taka því fagnandi, allavega miðað við alla sólina síðustu daga (vonandi jinxa ég ekki!). Þær stöllur í Yeoman sögðu mér að gleraugun fást á betra verði hjá þeim heldur en ef við myndum panta á netinu, ef við skattar og sendingargjöld eru tekin inní dæmið. Það er því um að gera að styðja sterkar konur í atvinnurekstri á Íslandi í stað þess að panta erlendis frá.

Hér er ég með “The Flash” ..
Verð: 12.900,-


Þið finnið gleraugun í sölu á Skólavörðustíg 22b í verslun Yeoman Reykjavík.

Happy shopping!

xx,-EG-.

LÍFIÐ: TULIPOP EVENT

LÍFIÐSAMSTARFSMÁFÓLKIÐ

Takk elsku öll sem komuð við hjá mér á Skólavörðustígnum í gær – ég er svo afskaplega þakklát fyrir ykkur öll sem gáfuð ykkur tíma og kíktuð við. Sólin lét sjá sig og það gladdi mig heldur betur því þá stóð ég við loforðið sem ég gaf ykkur fyrr í vikunni, hér.
Tulipop er vinsælt meðal íslenska smáfólksins – það sannaðist í gleðinni sem skein úr andlitum barnanna sem nutu sín svo vel, þá var markmiðinu náð.
Ég leyfi myndunum að tala sínu máli.

Gjafapokarnir. Ekkert barn fór tóment heim – 

Lognið á undan storminum –


Þessi stormur var samt bara slakur – 

Gjössovel. Gunnar Manuel og Kolbrún Anna, dóttir hennar Fanneyjar Ingvars okkar – 

Fanney, Kristín Péturs, Þórunn Ívars.
Ég elskaði að hitta allar þessar power mömmur sem mættu. Vildi að ég ætti mynd af þeim öllum – 

Mömmur og pabbar .. –


Bjartur Elías Svart á Hvítuson, bræðingur – 

Þessi Andreu Magnúsdóttir frænkuskott ætlaði að kaupa upp verslunina, nýta afsláttinn ;) – 

Knúsa Ölbu sín –
Atlas Aron vinur okkar. Þið munið kannski eftir mömmu hans? Trend Pöttru – 

Ég elskaði að hafa börnin mín með í “vinnunni” – 
Krakkarnir voru báðir í Tulipop x 66°Norður bolum.
Fred er í uppáhaldi og því var GM ansi hamingjusamur að sjá vin sinn í XL útgáfu í fallegu versluninni – 

Ég klæddist kimono frá AndreA og spöngin er keypt í Lindex en margar spurðu út í það á Instagram story hjá mér.

TAKK TAKK TAKK fyrir mig, Tulipop og öll þið sem gerðuð daginn svona frábæran.

Sjáumst á ferðinni. Ég stoppa í þrjár vikur á Íslandi að þessu sinni og hlakka til að sjá ykkur fullt, bæði hér í Reykjavik þar sem ég verð að vinna helling en líka úti á landi – það er draumur minn að fá smá tíma þar með fjölskyldunni í fríi á meðan við verðum hér að þessu sinni …látum þann draum rætast. Og plís megi þetta veður haldast!

Allt á fullu HÉR alla daga.

xx,-EG-.

ÍSLENSKUR FATAHÖNNUÐUR SEM VERT AÐ FYLGJAST MEÐ

ALMENNTFÓLK

Útskrifarlína Sigríðar er hönnuð út frá spennandi karakter sem hún bjó sér til með sjálfbærni og umhverfishyggju að leiðarljósti.

Sigríður Ágústa / Útskriftalína

Ég elska að fylgjast með ungu fólki á uppleið og nýútskrifaði fatahönnuðurinn Sigríður Ágústa er ein af þeim sem vert er að fylgjast með. Ég kynntist Sigríði á tískuvikunni í Kaupmannahöfn fyrir tveimur árum þar sem hún aðstoðaði baksviðs hjá einni af skærustu fatahönnuðum Danmerkur, sjálfri Stine Goya.  Nú hefur Sigríður sjálf náð sér í fatahönnunargráðu frá Listaháskóla Íslands. Útskriftarlínan hennar heillaði mig og ég held að við munum sjá mikið af þessari metnaðarfullu stelpu í nánustu framtíð, en kynnumst henni betur hér að neðan –

Hver er Sigríður Ágústa?

Ég er 27 ára, fædd og uppalin á vestfjörðum og yngst í stórum systrahóp. Ég bý í Hlíðunum ásamt syni mínum og kærasta. Þá er ég nýlega útskrifuð úr fatahönnun frá Listaháskóla Íslands.

Hvernig lýsir þú útskriftalínunni? 

Í upphafi var ég mikið að skoða neysluhyggju, umhverfismál og hvernig við metum hlutina okkar. Fyrir mig verða hlutirnir svo persónulegir þegar ég geri þá sjálf eða einhver sem mér þykir vænt um býr til. Ég bjó því til karakter og heim fyrir karakterinn og byrjaði að vinna línuna út frá því. 

Karakterinn er fyrrum glæsikona sem neyðist til að flytja út á land með einungis hennar veraldlegu eigur. Hún þarf að fá sér vinnu í fiski og þarf að læra að bjarga sér, gera við fötin sín og skapa ný úr hlutunum í kringum hana. En á sama tíma sleppir hún aldrei takinu af glamúrnum. Þessu náði ég fram með því að búa til vinnufatnað á móti meiri glamúr flíkum, notaði efni sem líktust áklæði og rúmdýnu og svo má sjá tilvísun í fiskvinnslufatnað eins og t.d. ermahlýfar og svuntur.

Hvaðan kemur innblásturinn? 

Ég skrifaði BA ritgerðina mína um sjálfbærni innan fataiðnaðarins og langaði að halda áfram með þær vangaveltur sem ég hafði um iðnaðinn og neyslu. Einnig sæki ég innblástur í æskuslóðirnar, vestfirði og háttsemi og ráðagerð foreldra minna. Þau eru svona ekta týpur af gamlaskólanum og svo ótrúlega gaman að fylgjast með þeim. Ég hef líka svo gaman að því að blanda saman andstæðum og að velta fyir mér mismunandi fólki sem ég hitti.

Nú hefur þú verið dugleg við að heimsækja og hjálpa til á tískuvikum erlendis, dæmis hjá Stine Goya. Hvaða verkefni færðu og hvað lærir þú á þeim? Telur þú það mikilvægan part í þínu lærdómsferli og afhverju? 

Ég var um tíma í starfsnámi hjá Stine Goya í Danmörku og strax á eftir hjá Filippa K í Svíþjóð. Það var virkilega skemmtilegur og lærdómsríkur tími. Hjá Stine Goya sá ég um að gera sjö svokallaðar showpiece flíkur ásamt því að aðstoða við allskonar fjölbreytt verkefni. Þar var ég með mína eigin vinnustofu og vann undir leiðsögn hönnuðana. Hjá Filippa K aðstoðaði ég í sníðagerðadeildinni sem sér um að gera snið og allar prufur af fatnaði sem eru síðan sendar í framleiðslu. Sú deild vinnur mjög náið með hönnunardeildum fyrirtækisins og lærði ég mikið af tæknilegum atriðum þar. Filippa K er þekkt fyrir klassík og gæði og leggur mikla áherslu á sjálfbærni. Þar kviknaði áhugi minn á sjálfbærni innan iðnaðarins.

Eftir að ég kom heim var ég dugleg að halda sambandi við þau hjá Stine Goya og hef síðan heimsótt þau reglulega og aðstoðað fyrir sýningar. Í fyrra fór ég t.d. út nokkrum dögum fyrir sýningu til að aðstoða við lokafrágang á fatnaði og vann svo baksviðs á sýningardag. Ég tel það mjög lærdómsríkt ferli þar sem það er að mörgu að huga fyrir svona sýningar og svo er bara svo mikið stuð í kringum allt ferlið.

Framtíðarsýn? 

Hvað varðar framtíðina þá er svo margt spennandi í boði og svo margt sem mig langar að gera. Til að byrja með stefni ég á starfsnám erlendis og seinna meir gæti ég hugsað mér að fara í framhaldsnám. En til að halda mér á jörðinni þá er næsta mál á dagskrá útskrift í júní og það mikilvægasta af öllu, samvera með fjölskyldunni. Kærastinn minn er sjómaður og er því mikið í burtu, en þegar hann er í fríi erum við dugleg að gera eitthvað skemmtilegt saman litla fjölskyldan. Við erum mikið á flakki á sumrin, erum með annan fótinn í Reykjavík og hinn í Bolungarvík, þar sem við erum að gera upp lítið hús, en það verkefni hefur fengið að bíða aðeins á meðan ég hef verið að klára námið.

Eitthvað að lokum?

Síðustu þrjú ár í Listaháskólanum hafa verið nokkuð strembin, virkilega lærdómsrík en umfram allt svo ótrúlega skemmtileg. Bekkjasystkini mín eru þau allra bestu og verður skrítið að hitta þau ekki daglega næstu árin. En mikil vinna liggur að baki útskriftarverkefnisins. Línan inniheldur hátt í 30 flíkur og fylgihluti og hefði þetta ekki verið hægt nema með hjálp yndislegu fjölskyldu minnar og vina. Þau eiga stóran þátt í þessu verkefni með mér.

Ég mæli með að fylgjast með þessari kláru konu á uppleið. Þið finnið hana HÉR á Instagram.

Áfram Ísland!

xx,-EG-.

DRESS: MÁNUDAGUR Á FÖSTUDEGI?

DRESS

Mánudagur á föstudegi? Mér leið þannig þegar ég vaknaði í morgun og tók því spondant ákvörðun að keyra í næsta smábæ með tölvuna að vinna, þennan síðasta vinnudag í Danmörku í bili. Áfangastaðurinn er Spiseriget í Varde sem ég mæli mikið með – æðislegt kaffihús sem gerir geggjaðan brunch og gott kaffi – þar sem ég sit og skrifa þennan póst. Meira: HÉR

Sjáið þið hvað var falleg leiðin frá bílnum í morgun? Svona litlar danskar götur fara með mig …

Kjóll: Baum und Pferdgarten, Tölvutaska: AndreA (taupoki sem fer eflaust ekkert voðalega vel með tölvuna),
Eyrnalokkar: H&M, Hettupeysa: Trendnet, Skór: Nike/Vapormax Flyknit

Það er ekki nema 20 mínútna akstur fyrir okkur að keyra til Varde og því var þetta rétt ákvörðun að taka í dag – mér finnst svo mikilvægt að breyta um umhverfi af og til, mæli með þeirri hefð.

Annars vona ég að þið eigið góða helgi – ég lendi á Íslandi á morgun (laugardag) og hlakka til að hitta ykkur í Tulipop á sunnudaginn. Viðburður á Facebook: HÉR

xx,-EG-.

SJÁUMST Á SUNNUDAGINN Í TULIPOP

SAMSTARFSMÁFÓLKIÐ

Ég virðist kunna vel við mig á Skólavörðustígnum og ætla að halda mig þar :) 1(sjá síðustu færslu)

Ég segi ykkur því spennt frá næsta viðburð sem ég held á Íslandi en í þetta sinn mun ég standa vaktina með vinkonum mínum í Tulipop – í verslun þeirra á Skólavörðustíg 43.

Sunnudagur er uppáhalds vikudagurinn minn og þar sem ég verð ekki heima hjá mér í DK að baka bananalummur um næstu helgi þá get ég alveg eins boðið ykkur uppá nýbakaða snúða og rjúkandi heitt kaffi. Börnin mín eru miklir Tulipop aðdáendur og þið getið fundið þessar ævintýrafígúrur víða á mínu heimili. Ég hef bloggað um íslenska brandið töluvert síðustu árin og elska að halda samstarfinu við þau gangandi .. og að þið fáið að græða á því er auka plús <3

HVENÆR: SUNNUDAGINN 2.júní
KLUKKAN HVAÐ: 13:00-15:00

  • 25% afsláttur í versluninni á meðan ég stend vaktina
  • Happdrætti
  • Sjöstrand með heitt á könnunni
  • Ilmandi kanilsnúðar frá Brauð og co
  • Minute Maid djús fyrir börnin
  • Gjafapokar fyrir fyrstu 50 börnin
  • Essie sumarnaglalakk fyrir mömmurnar
  • Sápukúlur
  • Krítar á stéttinni fyrir utan

Þetta ásamt allskonar fleiru skemmtilegu fyrir okkur smáfólkið og það má auðviðtað ekki gleyma aðal atriðinu, Sólinni – ég er búinn að panta hana :) Gerum okkur glaðan dag saman!

Fyrir ykkur sem ekki þekkið til merkisins þá er Tulipop heillandi ævintýraheimur með skemmtilegum og skrítnum persónum. Þar má t.d. finna hinn hugljúfa sveppastrák Bubble sem er mikill náttúruunnandi og systur hans Gloomy sem er hugrökk og ævintýragjarn uppfinningamaður. Fred, útlaginn í hópnum, er vinsælastur á þessu heimili en þið getið lesið allt um fígúrurnar HÉR.

Ég hef sagt það áður hér á blogginu hvað ég elska að kaupa og nota íslenskar vörur, búsett í útlöndum. Þá er ég dugleg að gefa erlendum vinum mínum íslenskt. Það er því kjörið tækifæri fyrir ykkur að gera góð kaup á sunnudaginn, hvort sem það er fyrir ykkar börn eða gjafir fyrir frænkur eða frændur.

Vöruúrvalið er fjölbreytt – þau selja mikið af skóladóti sem Alba hefur notað síðustu árin, börnin eiga bæði náttlampa og síðan er borðbúnaðurinn líklega vinsælastur því ég neyðist ósjaldan til að vaska upp Fred skálina því morgunkornið má ekki fara í aðrar skálar. Þá er vert að nefna að Tulipop fór í samstarf við 66°Norður á Hönnunarmars í fyrra og þær flíkur eru enn í sölu í verslun þeirra á Skólavörðustíg og í vefverslun.

Hér að neðan eru mínar uppáhalds Tulipop vörur:

Íslenskt já takk. 

Vörulína Tulipop, sem inniheldur vandað úrval af borðbúnaði, húsbúnaði, ritföngum og fylgihlutum, hefur hlotið lof víða um heim og unnið til alþjóðlegra hönnunarverðlauna. Tulipop vörulínan er í dag seld í fjölda fallegra verslana á Íslandi auk þess að vera til sölu í 8 löndum utan Íslands. Allar vörur er jafnframt hægt að kaupa í vefverslun Tulipop.

Börnin mín í eða með Tulipop:

Fyrsti skóladagurinn hjá Ölbu, þá búsett í Þýskalandi

Gunnar Manuel Fred sjúki

Fred og Maddy í góðum höndum

Sundays ..

Það er sjómannadagurinn á sunnudaginn og því mikið um að vera í miðbænum. Ég hlakka til að hitta ykkur öll með bros á vör.
Meira: HÉR

xx,-EG-.

 

YEOMAN HEIMSÓKN

HEIMSÓKNÍSLENSK HÖNNUNSAMSTARFSHOP

Þó ég hafi bara stoppað í rúma tvo daga á Íslandi þá náði ég að nýta þá heilan helling. Ég gerði mér leið til Hildar Yeoman á Skólavörðustíg þar sem ég gat loksins komið við fallegar flíkur úr nýju línunni hennar. Ég var svo leið að hafa misst af dásamlegri tískusýningu hönnuðarins í vor en ég sagði ykkur frá sýningunni HÉR og TrendNÝTT og AndreA skrifuðu um sýninguna HÉR og HÉR. Línan er ævintýraleg, úr fallegum efnum og góðum sniðum, eins og henni er von og vís. Hildur passar upp á að allir passi í hönnun sína því sniðin eru margskonar og allir ættu því að geta fundið eitthvað við sitt hæfi. Hér að neðan er brotabrot af úrvalinu og HÉR getið þið séð mig máta á Instagram story (líka í highlights).

Nú eru útskriftir framundan og ætti færslan því vonandi að geta aðstoðað einhverjar ykkar í kjólaleit –

Það eru ekki allir sem vita af þessum góðu skyrtum sem eru alltaf fáanlegar í YEOMAN. Koma bæði svona stuttar og síðar (eins og kjóll) – mæli með!

Skyrta: Hildur Yeoman, Pils: Hildur Yeoman

Ef þú ert að fara að útskrifast eða í útskrift þá þarftu ekkert annað en þennan jakka og málið er dautt.
Pallíettu jakki drauma minna ..


Blazer: Hildur Yeoman

Mig langar svooo í þennan ..


Kjóll: Hildur Yeoman

.. en er með valkvíða, því mig langar líka mjög mikið í þennan!

Kjóll: Hildur Yeoman


Ég myndi klæðast þessum hlýrakjól með skeljaprinti á tánum í Nauthólsvík (*hóst* þegar veður leyfir) en dressa hann svo við kimono blússu um kvöldið, eins og ég geri hér.

Kjóll: Hildur Yeoman, Blússa: Hildur Yeoman

.. hér er sama print í síðkjól. Mjög skotin!

Æ þetta veður gerir allt svo miklu betra. Reykjavík er fallegasta borg í heimi á svona sólríkum degi, njótið lífsins öll sem fáið að njóta hennar þessa dagana.

Ég hefði getað mátað svo miklu meira en reyndi að velja mín uppáhalds lúkk og leyfa ykkur svo að skoða hinar flíkurnar sjálf. HÉR getið þið skoðað nýju heimasíðuna sem gerir útlendingum, íslendingum í útlöndum (eins og mér) og fólki út á landi kleift að kaupa Íslenska hönnun beint úr sófanum – ég eeeelska netverslanir, þó mér finnist gaman að máta af og til.

https://hilduryeoman.com

Takk fyrir mig Hildur.
Áfram Ísland!

xx,-EG-.