fbpx

LÍFIÐ: Á FERÐ OG FLUGI

FERÐALÖGLÍFIÐSAMSTARF

Ég hef mikið verið sólarmegin í lífinu síðustu vikur en það er eitthvað sem þið sem fylgið mér á Instagram vitið vel þar sem ég hef verið mjög virk þar að deila með ykkur lífinu. Í fyrsta sinn tók ég mér algjöra bloggpásu á meðan ég naut sumarfrísins með fjölskyldunni. Við fórum sömu leið og í fyrra þegar við völdum okkur sumarleyfisstað – afhverju að breyta þegar maður er alsæll og sáttur?

LESTU  LÍKA: ÖÐRUVÍSI ALICANTE

Ísland er gott en einhvernveginn þarf ég alltaf að eiga næsta miða út, til að kunna að búa á þessari eyju. Við Gunni heimsóttum Valencia í fyrra og það er nýr uppáhalds staður sem ég verð að mæla með við ykkur að heimsækja. Ég kom því vel að hér í fyrra en fékk það margar fyrirspurnir núna að það eru greinilega margir sem ekki enn vita hversu þægilegt er að komast þangað. ALICANTE, bara aðeins öðruvísi Alicante en Íslendingar sækja oftast. Í fyrra fórum við ein en núna tókum við börnin okkar með og í kjölfarið hittum við alla tengdafjölskylduna í spænsku sveitinni. Ó svo fullkomin ferð, held ég geti vel notað þá lýsingu.

PLAY flýgur beint til Alicante alla daga, skoðið ferðir hjá mínum mönnum: HÉR og svo þarf bílaleigubíl til að keyra beinustu leið í hreinar strendur, mannlíf og eitthvað fyrir alla í fallegu Valencia. Ég lýsti henni eins og lítilli Barcelona í fyrra og það má minna á það aftur.

Í Valencia verðið  þið að borða á San Tommaso, betri ítalskan mat hef ég ekki fengið, ekki einu sinni á Ítalíu. Takk fyrir tipsið á sínum tíma Þórhildur Þorkels <3

 


Xaló er lítill bær þar sem að þið fáið æðislegan markað á fyrsta laugardegi hvers mánaðar, ekki missa af því!

Myndirnar hér að neðan gefa  ykkur mögulega smá innblástur en heyrið endilega í mér ef einhverjar spurningar vakna.

Og eitt enn, þetta er lúxus sveita gistingin sem þið eruð öll að spyrja mig út í.

Takk í bili … nú þarf ég að fara að ákveða hvert leiðin liggur í næsta ferðalag.

Bloggið mitt hefur breyst með tíð og tíma og ég fæ reglulega spurninguna hvort ég sé hætt skrifum, sú er alls ekki raunin. Ég mun skifa blogg áfram en með breyttu sniði í flæði við lífið og það sem ég deili á Instagram. Fylgist endilega með mér þar ef þið eruð ekki nú þegar að því @elgunnars.

Sjáumst.

xx,-EG-.

SAUTJÁN KAUPTIPS FYRIR SUMARIÐ

Skrifa Innlegg