fbpx

SAUTJÁN KAUPTIPS FYRIR SUMARIÐ

SAMSTARFSHOP

Á þessum rigningardegi horfi ég á gulu vinkonu mína í kortunum eftir nokkra daga. Já hún er þarna, vitið þið til. Því er ekki úr vegi að taka saman nokkrar næs sumarvörur sem mættu svo sannarlega detta ofan í minn innkaupapoka. Eins og áður þá passa ég að þetta séu allt vörur sem fást í íslenskum verslunum.

 

Byrjum að sjálfsögðu á þessum úr skólínu minni með Jodis, blue blue baby!
EG N°4 fást: HÉR, og EG N°1 fást: HÉR

Hör buxur,  helst í öllum litum. Fást: HÉR

 

Mögulega stal ég stílnum frá dönsku tískudrottningunni Pernille Teisbaek þegar ég keypti mér þessi sólgleraugu á dögunum. Fást í Optical Studio og HÉR

Ef það er einhver flík sem undirrituð mælir með að kaupa fyrir ferðalög sumarsins þá er það þessi besta skyrta sem ég á sjálf í tveimur litum. Fullkomin í ferðatöskuna því hún krumpast ekki! AndreA, fæst HÉR

Allra bestu ferðamálin fást hjá okkur á Hólmaslóð, og HÉR .. ég á auðvitað að vera löngu búin að segja ykkur það!

Blóm um hálsinn, í hárið, eða um mittið er eitt af trendum sumarsins. Chanel kom fyrst með trendið en þessi fallegu fást í Andrá, HÉR

Water-Fresh Tint í Travel-Size – uppáhalds farðinn minn og ég hef sagt ykkur það svo oft. Fæst í Hagkaup og HÉR

 

Ó ég mæli svo með Swimslow fyrir sumarið, þessi að ofan eru sundföt sem ég er með góða reynslu af sjálf. Fást: HÉR

 

Þið vitið hversu vel ég kann að meta sólarvarnirnar frá La Roche Posay, þessi er í sértöku uppáhaldi en hún er sérstaklega góð fyrir andlit og augu.  Fæst: HÉR

Ég elska opið bak! Þessi kjóll úr Ginu Tricot. Fæst: HÉR

Hafið þið séð sumarlegri dragt? Þessi er íslensk hönnun Hildar Yeoman, fæst: HÉR

Bikini sem ég rakst á í Magasin í Kaupmannahöfn og var hrifin, fann svo í íslenskri verslun: HÉR

Augnmaskar í öll flug, algjört hax! Minn uppáhalds frá BioEffect fæst: HÉR

Birgitta Haukdal startaði trendinu 1995? Og nú er ég með þetta á heilanum, frá Opéra Sport/Húrra Reykjavik og HÉR

Ég mátaði þessar GANNI buxur í París fyrir nokkrum mánuðum. Þarf kannski að leyfa mér kaupin fyrir íslenska sumarið – svo gott snið. Fæst í GK Reykjavík.

HAPPY SHOPPING
& gleðilegt sumar.

xx,-EG-.

@elgunnars á Instagram

 

50% AFSLÁTTUR AF LÍF- & HEILSUTRYGGINGUM HJÁ TM Í TAKMARKAÐAN TÍMA

Skrifa Innlegg