fbpx

NÝTT HJÁ KARA RUGS – GULLFALLEGAR GARDÍNUR

B27SAMSTARF

Eitt skref í einu, og nú erum við með gardínur (!), bráðum tveimur árum síðar. Og ó hvað við erum hamingjusöm með útkomuna, punktur yfir i-ið þar sem þær ramma inn rýmin. Við settum upp gardínurnar inní stofu og það er ótrúlegur munur og líka uppi á efri hæðinni þar sem að ég bjó alveg óvart til hið fallegasta fataherbergi/space.

Ég hleypti Kara Rugs í heimsókn í tilefni þess að þau eru nú byrjuð að selja gardínur og það með frábærri nýjung sem þið verðið að heyra meira af. Það er fjárfesting að fá sér gardínur og því er þetta svo frábær ný leið til að gera þetta á viðráðanlegra verði.

 

Þeirra þjónusta er svohljóðandi:

Fallegar gardínur, þunnar og elegant. Með wave borða og 100% rykkingu. Gardínurnar eru sérsaumaðar að þinni lengd og koma í þremur stöðluðum breiddum. Við bjóðum upp á tvö mismunandi efni og nokkra liti. Allar pantarnir fara fram í gegnum heimasíðuna – www.kararugs.is – og málin sér viðskiptavinurinn um sjálfur um að skila inn.

Hægt er að skoða og nálgast prufur af efnum og litum í sýningarými okkar Askalind 4.

Smellið hér fyrir frekari leiðbeiningar á Kara Rugs.

Með þessari “sjálfsafgreiðslu og stöðluðum breiddum ná þau að bjóða betri verð á þessari fallegu vöru. Viðskiptavinurinn raðar því saman stærðum sem passa fyrir þeirra rými.

SJÁIÐ ÞESSA FEGURÐ !!

Minn litur heitir hvítur svanur og er í stíl við þann lit sem ég valdi á veggina.


Kara Rugs er staðsett í Askalind en svo er alltaf opið á vefsíðunni hjá þeim þar sem þið finnið allar helstu upplýsingar.

Haustið kallar svo sannarlega á gullfallegar gardínur og kósýheit.

SMELLIÐ HÉR TIL AÐ KYNNAST CONCEPTINU

xx,-EG-.

@elgunnars á Instagram

CHANEL KLÆDDI LAUFEY

Skrifa Innlegg