fbpx

CHANEL KLÆDDI LAUFEY

FASHIONFASHIONISTAMUSIC

Það hefur verið unun að fylgjast með hinni íslensku Laufey þjóta upp á stjörnuhimininn hratt og örugglega. Svo hæfileikarík en líka dugleg, það hefur maður séð frá fyrstu stundu. Ég hef hlustað á gömlu plötuna í heild sinni aftur og aftur en þau hafa ómað í eyrunum þegar ég fer út að hlaupa í sumarr, textarnir draga mann að sér og láta mann hugsa í allar áttir. Sem er svo gott á hlaupum. Nýja platan, Bewitched, ómar svo yfir matseldinni og kertaljósum núna þegar það er farið að hausta.

Ég var ein af þeim sem ætlaði mér að ná miða á tónleikana í Hörpu en náði því miður ekki, eins mikið og ég reyndi það. Það varð uppselt á mínútunni :(

Okkar skærasta stjarna var dressuð af Chanel fyrir síðustu tónleikana hennar með @laphil.

Óvá svo fallegt allt – eins og drottning – elska þessi lúkk og held með þessari Jazz drottningu. Kemst vonandi seinna á tónleika.

PRESSIÐ Á PLAY

xx,-EG-.

@elgunnars á Instagram

FERMING - UNDIRBÚNINGUR

Skrifa Innlegg