fbpx

LISTAVERK Á GÓLFIÐ EFTIR LILY ERLU ADAMSDÓTTUR

Nú er Hönnunarmars handan við hornið og við í Sjöstrand Fam ætlum leggja okkar að mörkum og höldum sýningu í samstarfi við hæfileikaríku listakonuna Lily Erlu Adamsdóttur. Lily hefur verið þekktust fyrir sín loðnu veggverk en sýnir nú nýjan vinkil, handunnar gólfmottur úr íslenskri ull, sannkölluð listaverk á gólfið.

Verið velkomin á opnunargleði í verslun Sjöstrand, Hólmaslóð 4, fimmtudaginn 4. maí frá 17-19. Þar verða motturnar frumsýndar ásamt fleiri verkum eftir Lily. Boðið verður uppá drykki og góða stemningu.

Motturnar koma í 3 útfærslum og eru númeraðar, en aðeins eru framleidd 7 eintök af hverri mottu og í raun er engin alveg eins.

Motturnar eru að sjálfsögðu allar unnar með ilmandi Sjöstrand bolla við hönd :)

Annar hluti af sýningunni eru svokallaðir “Stepping stones”. Hugmyndin er að koma þessum mjúku steinum fyrir við rúmstokkinn og nýta þá til þessa að byrja og enda daginn á góðum nótum. Stíga á mjúka steinana og taka smá andartak til að anda og vera til staðar.

Okkar uppáhalds Sigríðurr setti einnig saman myndband frá vinnustofunni hjá Lily þar sem hægt er að sjá betur hvernig vörurnar verða til, en mikil vinna liggur á bakvið hverja mottu eins og þið sjáið.

Hlakka til að sjá ykkur sem flest!

SMELLTU HÉR TIL AÐ VITA MEIRA UM VIÐBURÐ

xx,-EG-.

 

JODIS BY ELÍSABET GUNNARS

Skrifa Innlegg