fbpx

JODIS BY ELÍSABET GUNNARS

ÍSLENSK HÖNNUNSAMSTARFSHOP

Það er alltaf eitthvað stuð …. og mikið sem ég hef verið spennt að segja ykkur frá verkefni sem hefur verið lengi í vinnslu og ég hef þurft að halda leyndu. Ég er svo lánsöm að hafa fengið tækifæri á að hanna mína eigin skólínu í samstarfi við JoDis. Þar feta ég fótspor vinkonu minnar, Andreu Rafnar, sem hefur hannað margar trylltar línur með merkinu, DJ Dóru Júlíu og GDRN.

Línan fer í sölu á morgun, föstudaginn 28. apríl, í verslunum Kaupfélagsins. Að því tilefni stöndum við Andrea vaktina í Kaupfélaginu í Kringlunni frá klukkan 15 til 17. Þar verður boðið uppá drykki & meððí og við stöllur gefum góð ráð. Smelltu HÉR til að vita meira um viðburðinn.

Fyrsti fundur fór fram á tískuviku í Kaupmannahöfn, daginn sem ég fattaði (en var ekki búin að segja við neinn) að ég væri ólétt. Ég afþakkaði kaffibolla og var svo bumbult en hélt haus og fundurinn gekk vel. Það er því komið eitt og hálft ár síðan að við skissuðum niður fyrstu hugmyndir.

Ferlið að skólínu er langt en það hefur verið lærdómsríkt að fá að vinna það með jafn kláru fólki og finna má innan veggja JoDisar. Ég lagði upp með að hafa alla skóna í línunni með mikið notagildi & næs og held tryggð við mína uppáhalds línu – basic er best. Ég er ótrúlega stolt af útkomunn og vona mikið að hún muni gleðja ykkur sömuleiðis.

EG N°1

Ég kynni sex liti af Mule – hvíta, svarta, orange, bláa og glæra í hvítu og svörtu ..

Elska skvísustælana í þessum, svo vel heppnaðir ..

EG N°2

Það var ekki  hægt að búa til Basic er best skólínu án þess að hafa sandala með í för – einfaldir, mjúkir ganga í og á frábæru verði eða 12.990,- // Koma í hvítu og svörtu með gylltri sylgju.

EG N°3

Wedding season? Þessir pump koma í fjórum litum og eru ótrúlega vel heppnaðir ..

Metal er í mestu uppáhaldi hjá mér sjálfri í augnablikinu ..


EG N°4

Loafers í beige, svörtu, bláu. Skórnir sem ég ofnota, passa við allt, dag&nætur. Must have fyrir ykkur!

Fyrstu 100 sem versla loafers eða pumps fá svona fallega klemmu í kaupæti .. breytir skónum algjörlega.

Myndir: Helgi Ómars
Förðun: Kolbrún Vignis
Aðstoð: Hildur Rut 

Næstu daga mun ég setja mikið í story á IG – myndir frá ferlinu og meira fjör. Fylgist endilega með á aðganginum mínum @elgunnars og sjáumst svo vonandi sem flest í verslun Kaupfélagsins í Kringlunni frá klukkan 15-17 á morgun þegar línan fer í sölu. Ég og Andrea Röfn stöndum vaktina og gefum góð ráð.

Þið sem eruð erlendis þá minni ég á að allir skórnir koma einnig í sölu hér: jodisshoes.dk

SMELLTU HÉR TIL AÐ VITA MEIRA UM VIÐBURÐ Í VERSLUN

xx,-EG-.

AUKA VOR Í BARCELONA

Skrifa Innlegg

Skilaboð 1

  1. Andrea

    27. April 2023

    Þetta er TRYLLT elgunnars
    Vá & til hamingju