fbpx

Tumadress

MömmubloggTinni & Tumi

Þið verðið að afsaka en eitt það sætasta sem ég veit er yngri sonur minn – hitt er að sjálfsögðu sá eldri… En þarf ég að lýsa honum eitthvað frekar en með þessari mynd…

tumi5

Ég kolféll fyrir fallegu fötunum frá BUTTERCUP á Facebook og keypti svona Pandasett á litla manninn og líka húfu í stíl. Alveg dásamlega falleg og vegleg föt ég mæli eindregið með. Svo var líka svo hröð þjónusta þetta var komið til mín á innan við viku. Ég versla nú ekki mikið svona í gegnum Facebook en þessi föt fönguðu athygli mína, þjónustan var frábær og ég mæli eindregið með Buttercup og mig langar bara í meira!

tumicollage copy

Slefsmekkur & buxur – Buttercup á Facebook, ég rakst á þessa síðu fyrir jólin og ég féll samstundis fyrir fötunum. Við tók mikill valkvíði en pandabjörninn varð loks fyrir valinu og ég lagði inn pöntun á fullu setti. Fötin eru úr mjög fallegu og mjúku efni sem virðist ætla að halda sér vel – allt eitthvað sem mælir með því að ég kaupi fleiri föt á Tumaling.

Peysa – Name It, ég féll fyrir þessari peysu á Tumaling fyrir jólin, hún var partu af jóladressinu hans en ég er heilmikið búin að nota hana á hann því hún gerir allt svo fínt. Ég man nú ekki til þess að ég hafi mikið notað svona peysur á Tinna á þessum aldri en nú þarf ég bara að fara að hafa augun opin fyrir nýrri svona því þessi fer að verða of lítil! Afhverju stækka þau svona hratt!

Sokkabuxur – Name It, þetta eru æðislegu ullarsokkabuxurnar sem ég hef áður skrifað um en ég nota þær mikið á Tuma sérstaklega í þessum kulda. Við eigum tvær til skiptana og hann er einmitt oftast í þeim – sérstaklega góðar út í vagninn.

tumi

Eitt svona Tumadress til að byrja helgina! Þessi stubbur biður að heilsa og vonar að þið eigið frábæra helgi!

Knús frá okkur mæðginunum***

Erna Hrund & Tumi

Bakvið tjöldin... breytingar í VMS

Skrifa Innlegg